Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 7. júlí 2017fréttir U m þessar mundir eru margir Íslendingar á far- aldsfæti, hvort sem er inn- anlands eða á leið í sólina. DV gerði óformlega verðkönnun á því hvað kostar að keyra hringinn á einni viku. Við fengum til liðs við okkur álitsgjafa, bæði einstaklinga sem og fólk úr ferðabransanum, til að setja saman hringferð um Ís- land. Staðirnir sem voru valdir eru nokkrir af þeim fjölmörgu ferða- mannastöðum sem Íslendingar, sem og aðrir, eru duglegir að heimsækja á leið sinni um landið. Til að fá sem besta verðhug- mynd settum við saman ferða- kostnað fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu. Tvo fullorðna og tvö börn. Ferðadagsetningarnar eru 12. til 19. ágúst næstkomandi. Vald- ir voru afþreyingarkostir sem eru vinsælir á hverjum stað fyrir sig og fjölskyldan fer að jafnaði einu sinni út að borða á dag. Í annarri ferðinni gistir fjölskyldan á gisti- húsum og á hótelum í bland. Í seinni ferðinni ferðast fjölskyldan með fellihýsi og gistir á tjaldsvæð- um. Hvað kostar til Tenerife? Til samanburðar fengum við sent verð frá ferðaskrifstofunni Gam- anferðum á ferðum til Tener- ife. Þau settu upp tvær ferðir fyrir fjögurra manna fjölskyldur frá 12.– 19. ágúst næstkomandi. Önnur ferðin er með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Fjölskyldan sér sjálf um allt uppihald. Seinni ferðin er með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allur matur og drykkir eru innifaldir í verðinu. Þá fengum við upplýsingar um hvað kostar í vinsæla skemmtigarða sem og meðalverð á veitingastöð- um á Tenerife. Því er ekki hægt að bera ferðirnar saman en þessi óformlega könnun ætti að gefa lesendum einhverja innsýn hvað ferðalagið gæti kostað. Hringferð um Ísland: Gist á hótelum og gistihúsum. Nótt 1: Reykholt Afþreying: Langjökull íshellir. Það kostar 19.500 á mann í hellinn. Ferðin tekur 2 til 4 klukkustund- ir og er lagt af stað frá Húsafelli. Samtals 78.000 krónur. Gisting: Fosshótel Reykholt: 28.636 krónur fyrir eina nótt. Morgunmatur er innifalinn. Matur: Þriggja rétta kvöldverð- ur: 8.200 krónur á mann. Humar- súpa: 2190 krónur á mann: Fjöl- skyldan ákveður að kaupa tvö kvöldverðartilboð og tvisvar súpu. Samtals: 20.780 krónur. Nótt 2: Siglufjörður Afþreying: Síldarsafn 1.800 krónur á mann fyrir fullorðna. Frítt fyrir börn. Samtals 3.600 krónur Sund Hringferð um Ísland: Hvað kostar að keyra hringinn á viku? n Ferðin miðast við tvo fullorðna og tvö börn n Til samanburðar sýnum við verð á vikuferð til Tenerife Nótt 7 Vestmannaeyjar Miðað við fjögurra manna fjölskyldu Afþreying: 5.500 kr. Gisting: 27.014 kr. Matur: 20.000 kr. Nótt 1 Reykholt Miðað við fjögurra manna fjölskyldu Afþreying: 78.000 kr. Gisting: 28.636 kr. Matur: 20.780 kr. Nótt 4 Mývatn Miðað við fjögurra manna fjölskyldu Afþreying: 18.470 kr. Gisting: 66.466 kr. Matur: 7.700 kr. Nótt 5 Egilsstaðir Miðað við fjögurra manna fjölskyldu Afþreying: 8.600 kr. Gisting: 38.700 kr. Matur: 13.200 kr. Nótt 6 Suðursveit Miðað við fjögurra manna fjölskyldu Afþreying: 0 kr. Gisting: 45.714 kr. Matur: 6.760 kr. Nótt 2 Siglufjörður Miðað við fjögurra manna fjölskyldu Afþreying: 5.660 kr. Gisting: 30.266 kr. Matur: 23.600 kr. Nótt 3 Akureyri Miðað við fjögurra manna fjölskyldu Afþreying: 2.800 kr. Gisting: 18.608 kr. Matur: 8.300 kr. Hringferð um Ísland á sjö dögum Gist á hótelum og gistihúsum Samtals: 504.737–509.737 kr. Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Súrdeigsbrauðin okkar eru alvöru u Heilkorna u 100% spelt u Sykurlaus u Gerlaus u Olíulaus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.