Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 7. júlí 2017fréttir
U
m þessar mundir eru
margir Íslendingar á far-
aldsfæti, hvort sem er inn-
anlands eða á leið í sólina.
DV gerði óformlega verðkönnun á
því hvað kostar að keyra hringinn
á einni viku. Við fengum til liðs við
okkur álitsgjafa, bæði einstaklinga
sem og fólk úr ferðabransanum, til
að setja saman hringferð um Ís-
land. Staðirnir sem voru valdir eru
nokkrir af þeim fjölmörgu ferða-
mannastöðum sem Íslendingar,
sem og aðrir, eru duglegir að
heimsækja á leið sinni um landið.
Til að fá sem besta verðhug-
mynd settum við saman ferða-
kostnað fyrir fjögurra manna fjöl-
skyldu. Tvo fullorðna og tvö börn.
Ferðadagsetningarnar eru 12. til
19. ágúst næstkomandi. Vald-
ir voru afþreyingarkostir sem eru
vinsælir á hverjum stað fyrir sig
og fjölskyldan fer að jafnaði einu
sinni út að borða á dag. Í annarri
ferðinni gistir fjölskyldan á gisti-
húsum og á hótelum í bland. Í
seinni ferðinni ferðast fjölskyldan
með fellihýsi og gistir á tjaldsvæð-
um.
Hvað kostar til Tenerife?
Til samanburðar fengum við sent
verð frá ferðaskrifstofunni Gam-
anferðum á ferðum til Tener-
ife. Þau settu upp tvær ferðir fyrir
fjögurra manna fjölskyldur frá 12.–
19. ágúst næstkomandi. Önnur
ferðin er með gistingu á fjögurra
stjörnu hóteli. Fjölskyldan sér sjálf
um allt uppihald. Seinni ferðin er
með gistingu á fjögurra stjörnu
hóteli þar sem allur matur og
drykkir eru innifaldir í verðinu. Þá
fengum við upplýsingar um hvað
kostar í vinsæla skemmtigarða
sem og meðalverð á veitingastöð-
um á Tenerife. Því er ekki hægt
að bera ferðirnar saman en þessi
óformlega könnun ætti að gefa
lesendum einhverja innsýn hvað
ferðalagið gæti kostað.
Hringferð um Ísland:
Gist á hótelum og gistihúsum.
Nótt 1: Reykholt
Afþreying: Langjökull íshellir. Það
kostar 19.500 á mann í hellinn.
Ferðin tekur 2 til 4 klukkustund-
ir og er lagt af stað frá Húsafelli.
Samtals 78.000 krónur.
Gisting: Fosshótel Reykholt:
28.636 krónur fyrir eina nótt.
Morgunmatur er innifalinn.
Matur: Þriggja rétta kvöldverð-
ur: 8.200 krónur á mann. Humar-
súpa: 2190 krónur á mann: Fjöl-
skyldan ákveður að kaupa tvö
kvöldverðartilboð og tvisvar súpu.
Samtals: 20.780 krónur.
Nótt 2: Siglufjörður
Afþreying: Síldarsafn 1.800 krónur
á mann fyrir fullorðna. Frítt fyrir
börn. Samtals 3.600 krónur Sund
Hringferð um Ísland: Hvað kostar
að keyra hringinn á viku?
n Ferðin miðast við tvo fullorðna og tvö börn n Til samanburðar sýnum við verð á vikuferð til Tenerife
Nótt 7 Vestmannaeyjar
Miðað við fjögurra manna fjölskyldu
Afþreying: 5.500 kr.
Gisting: 27.014 kr.
Matur: 20.000 kr.
Nótt 1 Reykholt
Miðað við fjögurra manna
fjölskyldu
Afþreying: 78.000 kr.
Gisting: 28.636 kr.
Matur: 20.780 kr.
Nótt 4 Mývatn
Miðað við fjögurra manna
fjölskyldu
Afþreying: 18.470 kr.
Gisting: 66.466 kr.
Matur: 7.700 kr.
Nótt 5 Egilsstaðir
Miðað við fjögurra manna fjölskyldu
Afþreying: 8.600 kr.
Gisting: 38.700 kr.
Matur: 13.200 kr.
Nótt 6 Suðursveit
Miðað við fjögurra manna fjölskyldu
Afþreying: 0 kr.
Gisting: 45.714 kr.
Matur: 6.760 kr.
Nótt 2 Siglufjörður
Miðað við fjögurra manna fjölskyldu
Afþreying: 5.660 kr.
Gisting: 30.266 kr.
Matur: 23.600 kr.
Nótt 3 Akureyri
Miðað við fjögurra manna
fjölskyldu
Afþreying: 2.800 kr.
Gisting: 18.608 kr.
Matur: 8.300 kr.
Hringferð um Ísland á
sjö dögum
Gist á hótelum og gistihúsum
Samtals: 504.737–509.737 kr.
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Súrdeigsbrauðin
okkar eru alvöru
u Heilkorna
u 100% spelt
u Sykurlaus
u Gerlaus
u Olíulaus