Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 56
32 lífsstíll Helgarblað 7. júlí 2017 Frændur og frænkur sem fáir vita af Í slendingar hafa í aldanna rás verið afar áhugasamir um ættfræði sem er mjög skiljan- legt enda samfélagið fámennt og allir skyldir með einhverjum hætti. Yfirleitt fer þó vitneskjan um tengslin að rofna þegar kom- ið er fram í aðra eða þriðju kyn- slóð. DV tók saman nokkra landsþekkta einstaklinga sem eru náskyldir en fæstir vita af. Þá myndi DV fagna fleiri slík- um ábendingum frá lesendum. n Ráðherra og afreksfólk Óhætt er að fullyrða að enginn tengir Jóhönnu Sigurðardóttur við íþróttaafrek. Þó er það svo að tveir afreksíþróttamenn eru náskyldir henni. Systkinin Sigurður Egill og Dóra María Lárusarbörn eru systurbörn Jóhönnu. Móðir þeirra er Hildigunnur Sigurðardóttir. Sigurður Egill hefur verið einn albesti leikmaðurinn í Pepsi-deild karla um nokkurra ára skeið. Þá hefur systir hans, Dóra María, verið í hópi bestu leikmanna Íslands um árabil. Hún hefði eflaust gegntlykilhlutverki á Evrópumótinu í Hollandi í sumar ef grátleg meiðsli hefðu ekki komið í veg fyrir það. Með kjarnakonur í frændgarðinum Útvarpsmaðurinn og fótboltasérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason er áberandi í allri umræðu hjá miðlum 365 miðla. Þar stýrir hann vinsælum morgunþætti á FM957 og er einn helsti sérfræðingur fyrirtækisins þegar kemur að flaggskipi þess, umfjöllun um fótbolta. Hjörvar á ekki langt að sækja hæfileikann til þess að láta móðan mása í míkrafóninn því einn eigandi Útvarps Sögu, Arnþrúður Karlsdóttir, er náfrænka hans. Móðir Arnþrúðar, María Helga Guðmundsdóttir, átti bróður sem hét Karl Emil Guðmundsson. Karl er afi Hjörvars. Umdeildar frænkur Gustað hefur um Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, undanfarin misseri, en sá orðrómur hefur verið hávær að hún sé búin að mála sig út í horn innan þingflokks Pírata og hugsi sér jafnvel til hreyfings. Hvað sem verður þá á Ásta Guðrún frænku sem er vön því að standa með vindinn í fangið. Það er engin önnur en athafnakonan Jónína Benediktsdóttir. Systir Jónínu, Ingibjörg Sara Benediktsdóttir, er móðir Ástu Guðrúnar. Vilja hafa áhrif Ástþór W. Magnússon, raðframbjóðandi til forsetaembættisins, er móðurbróðir Jóns Gunnarssonar, samgönguráð- herra Sjálfstæðisflokksins. Móðir Jóns heitir Erla D. Magnúsdóttir og er Ástþór yngsti bróðir hennar. Glúrin á sínu sviði Ólína K. Þorvarðardóttir var nýlega í helgarviðtali í DV í tilefni þeirra tímamóta að hún er hætt á Alþingi. Hún vinnur nú að sjálfstæðu rannsóknarverkefni sem hún ber vonir til að verði að bók innan tíðar. Fæstir vita að faðir Ólínu, Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson, sýslumaður og bæjarfógeti, er bróðir Jóns Þorsteinssonar læknis. Jón er faðir fjöl- miðlamannsins Eiríks Jónssonar. Með leiklistina í blóðinu Ólafur Arnarson hefur verið í sviðsljósinu undanfarið í kjölfar þess að upp úr sauð milli hans og samherja hans innan stjórnar Neytendasamtakanna. Ólafur er bróðir leikkonunnar Jóhönnu Vigdísar Arnardóttur, sem á dögunum söðlaði um og tók við starfi verkefnastjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Þá hefur systir Ólafs og Jóhönnu Vigdísar, lögfræðingurinn Guðrún Sesselja, einnig getið sér gott orð fyrir leiklist en hún lék veigamikið hlutverk í Eiðnum eftir Baltasar Kormák. Systkinin þrjú eru börn Arnar Clausen en tvíburabróðir hans, Haukur, er faðir leikkonunnar Þórunnar E. Clausen. Jóhanna Sigurðardóttir Sigurður Egill Lárusson Arnþrúður Karlsdóttir Dóra María Lárusdóttir Hjörvar Hafliðason Ásta Guðrún Helgadóttir Jónína Benediktsdóttir Eiríkur Jónsson Ólína K. Þorvarðardóttir Ólafur Arnarson Hefur staðið í ströngu undanfarið Þórunn Erna Clausen Ástþór Magnússon Jón Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.