Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 34
Hvað gerðist 7. júlí?
Eftirminnilegir viðburðir í tónlistarsögunni
Fjölmargir viðburðir gerast í tónlistarsögunni alla daga,
sumt þó eftirminnilegra en annað. Hér eru nokkrir við-
burðir sem gerðust í erlendri tónlistarsögu þann 7. júlí.
1999
Tilkynnt var að ísbílar í Bretlandi
næðu frekar til sín viðskiptavinum
með því að spila popplög fremur
en hið hefðbundna ísbílastef. Vin-
sæl lög Spice Girls og Oasis voru
þau fyrstu sem voru spiluð.
2000
Eiginkona Eminem, Kimberly
Mathers, var lögð inn á sjúkrahús
eftir að hafa skorið sig á púls
eftir tónleika hans á Up in Smoke
túrnum í Detroit í Bandaríkj-
unum. Sama dag náði Eminem
toppsætinu í Bretlandi með laginu
The Real Slim Shady´, lagið komst
í fjórða sæti á lista í Bandaríkjun-
um.
2003
Fyrsta stúdíóplata Darkness,
Permission To Land, kom út og
sat í toppsæti breska listans í
fjórar vikur. Fimm lög af plötunni
voru gefin út á smáskífum, meðal
annars I Believe in a Thing Called
Love, sem er þeirra vinsælasta lag,
en það náði öðru sæti breska list-
ans. Hljómsveitin vann þrjú BRIT
verðlaun í kjölfarið, fyrir bestu
plötu, sem besta hljómsveit og sem
besta rokksveitin.
2006
Syd Barrett lést, aðeins sextugur að
aldri, vegna afleiðinga sykursýki.
Söngvarinn, lagahöfundurinn og
gítarleikarinn Barrett var einn af
stofnmeðlimum Pink Floyd, en
hann starfaði einungis í tónlist-
arbransanum í sjö ár, áður en hann
lokaði sig frá umheiminum. Rekja
má sjálfskipaða einangrun hans
í 30 ár og andlega vanheilsu til
misnotkunar á eiturlyfjum.
2015
Loftslagssérfræðingar frá fimm
háskólum fundu út að í 163 lögum
Bob Dylan af 542 lögum hans er
minnst á veðurfar, sem setur hann í
fyrsta sæti sem tónlistarmann sem
fjallar um veður í textum sínum. Í
öðru sæti eru Bítlarnir, en minnst
er á veðrið á einn eða annan hátt
í textum við í 48 af 308 lögum
þeirra.
1940 Fæðingardagur Richard Starkey
(Ringo Starr), trommara Bítlana, en
hann er fæddur í Liverpool Bretlandi og
fagnar því 77 ára afmæli í dag. Ringo
söng eitt lag á flestum plötum Bítlana.
1971 Hinn 26 ára gamli tónlistarmaður Bjorn Ulvaeus og hin 21 árs gamla Agnetha Faltskog giftu sig í Verum í Svíþjóð. Um 3000 aðdáendur ABBA mættu á svæðið og í kaosinu í kjölfarið steig hestur lögreglunn-ar á fót brúðarinnar, sem særðist lítillega.
2009 Fjölskylda og aðdáend-
ur poppkonungsins Michael
Jackson kvöddu hann hinstu
kveðju við opna minningarathöfn
í Staple Center í Los Angeles. Á
meðal þeirra sem vottuðu honum
virðingu voru tónlistarmennirnir
Stevie Wonder, Lionel Richie og
Mariah Carey. Berry Cordy yfir-
maður Motown sem gerði samn-
ing við The Jackson Five, endaði
minningarorð hans á: „Michael,
þakka þér fyrir gleðina, þakka
þér fyrir ástina. Þú munt verða í
hjarta mér að eilífu.“
2007 Ozzy Osbourne var fyrsti listamaðurinn til að vera
heiðraður með stjörnu á Walk of Fame götunni í Birming-
ham í Englandi, en hann er fæddur þar 1948. Skilyrði til að
fá stjörnu þar er að vera frá Birmingham eða eiga einhverja
tengingu við borgina. Osbourne sagði við þetta tilefni að
stjarnan skipti hann mun meira máli en einhver Hollywood
verðlaun. Í dag eru stjörnurnar orðnar 35 talsins.