Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 22
22 Helgarblað 7. júlí 2017fréttir fyrir 10 árum n Ríkisstjórnin vinsæl n FL Group í blóma n Geir Ólafs á gráu svæði nBjarni Guðjóns skoraði óvart Í pólitíkinni virtist allt í blóma hjá ríkisstjórninni, hinni svokölluðu Þingvallastjórn, sem mynduð hafði verið rúm- um mánuði áður. Þann 3. júlí var í DV fjallað um að hún nyti hveitibrauðsdaganna enda mældist stuðningur við stjórn- ina 83% sem var meira en nokk- ur önnur ný stjórn hafði not- ið. Að mati stjórnmálafræðings sem DV ræddi við var stuðn- ingurinn eðlilegur enda væri fólk almennt tilbúið að gefa nýjum ríkisstjórnum tækifæri og sjá hvernig þær stæðu sig. Sú afstaða almennings virð- ist hafa breyst nokkuð sé litið til dagsins í dag, en núverandi ríkisstjórn mældist síðast með 30,9% stuðning landsmanna. Þrátt fyrir það verður að teljast líklegt að henni auðnist fleiri lífdagar en Þingvallastjórn- in naut, en hún féll 1. febrúar 2009, eins og efnahagskerfið ís- lenska skömmu áður. HveitiBRauðsdaGaR GeiRs oG inGiBjaRGaR Stuðningur við nýja ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar mæld- ist 83 prósent í nýlegri könnun Capacent Gallup og hefur stuðning- ur við nýja stjórn ekki mælst meiri hjá Gallup. Einar Mar Þórðarson stjórn- málafræðingur segir það ekkert nýtt að stuðningur við nýja ríkisstjórn sé mikill. Hundrað fyrstu dagarnir eftir kosningar í Bretlandi eru til dæmis kallaðir hveitibrauðsdagar. Fylgi stjórnarflokkanna er ekki eins mikið en fylgi Sjálfstæðisflokks mældist 41 prósent og fylgi Samfylk- ingarinnar 29 prósent. Vinstri græn- ir mældust með 15 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 9 pró- senta fylgi og fylgi Frjálslynda flokks- ins mældist 5 prósent. Þá mældist Íslandshreyfingin með 1 prósenta fylgi. Fyrst var farið að mæla stuðn- ing við nýjar ríkisstjórnir hjá Gallup árið 1995, rétt eftir að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur náðu samkomulagi um stjórnarsamstarf. Þá studdu 74 prósent landsmanna stjórnina en á sama tíma var fylgi sjálfstæðismanna 43 prósent og Framsóknarflokksins 26 prósent. Árið 1999 var stuðningurinn jafn- vel örlítið meiri eða 74,5 prósent en þá studdu 48 prósent landsmanna Sjálfstæðisflokkinn og 19,5 prósent Framsóknarflokkinn. Eftir að flokk- arnir höfðu svo ákveðið að fara í stjórnarsamstarf þriðja kjörtímabilið í röð mældist stuðningur við stjórn- ina skömmu eftir kosningar 61 pró- sent. Þá var Sjálfstæðisflokkurinn með 33 prósenta fylgi en Framsókn rúm sextán prósent. Mikið fylgi engin nýmæli „Stuðningurinn er alltaf góð- ur þegar nýjar ríkisstjórnir taka við og mælist talsvert yfir kjörfylgi. Það er greinilegt að fólk er tilbúið til að gefa nýjum ríkisstjórnum tækifæri og vill sjá hvernig þær koma til með að standa sig,“ segir Einar Mar. Hann segir viðbúið að ríkisstjórnin verði sæmilega vinsæl út kjörtímabilið en það sé alveg ljóst að stuðningurinn eigi eftir að minnka. Til dæmis seg- ir hann stuðninginn við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks ekki hafa farið að dala veru- lega fyrr en á þriðja kjörtímabili stjórnarsamstarfsins. Einar segir hvorki létt né erfitt fyr- ir nýja ríkisstjórn að byrja með svona mikinn stuðning en hann eigi eftir að minnka. Á sumarþinginu hafi stjórn- arandstaðan til að mynda verið ósamstíga. „Framsóknarflokkurinn er í sárum og það voru viss vonbrigði fyrir vinstri græna að kjörfylgi hafi ekki verið meira en raun bar vitni og líka að hafa ekki náð að komast í rík- isstjórn,“ segir Einar Mar. Hann býst þó við að stjórnarandstaðan muni ná að stilla strengi sína betur og veita ríkisstjórninni aðhald og þá muni tölurnar breytast. Sumarþingið fór ekki hátt Sumarþingið fór ekki hátt að mati Einars og telur hann fáa hafa fylgst með gangi mála þar eftir mikla stjórnmálaumræðu mánuðina á undan. Einar segir breytingarnar á ráðuneytum og nýja verkaskiptingu nefnda á Alþingi hafa staðið upp úr. „Þessi uppstokkun var löngu tíma- bær að mínu mati og spurning hvort ekki verði gengið lengra eins og að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðu- neytin verði sameinuð.“ Einar telur það hafa verið sterka leið fyrir ríkis- stjórnina að hafa klárað mál á sum- arþinginu eins og breytingar á lögum um almannatryggingar í málefnum aldraðra og samþykkt þingályktun- artillögu um átak í styttingu bið- lista barna á Greiningarstöð ríkisins. Þarna geti Samfylkingin strax bent á mikilvæg kosningaloforð sem staðið hafi verið við. þriðjudagur 3. júlí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Samkeppniseftirlitið synjar beiðni um ógildingu samnings um lénið sudurland.is:Fóru gegn markmiði samkeppnislagaSamkeppniseftirlitið hefur synjað erindi Fréttavefs Suðurlands, rekstr- araðila vefsíðunnar sudurland.net, um ógildingu samnings sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gerðu við Sunnlenska fréttablaðið og Eyjafrétt- ir um afnot af léninu sudurland.is. Lénið sem ber nafn landshlutans var í upphafi úthlutað til samtakanna. Í erindi Fréttavefsins var þess far- ið á leit að samningur samtakanna við fréttamiðlana vegna lénsins yrði gerður ógildur á þeim rökum að hinn þekkti stjórnsýsluvefur hafi breyst í fréttavef í beinni samkeppni við sudurland.net. Það kynni að valda ruglingi meðal lesenda. Við gerð samningsins í októb- er 2005 óskuðu samningsaðilar eftir lögfræðilegu áliti á því hvort samn- ingurinn bryti í bága við samkeppn- islög, var það mat lögfræðinga að samningurinn stangaðist ekki á við nein lög. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu því hins vegar fram að frétta- miðlarnir sem fengu lénið séu ekki í markaðsráðandi stöðu og netmark- aðinn sé ekki unnt að flokka niður eftir staðsetningu. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kom fram að að samtökin hefðu farið gegn markmiði samkeppnislaga með því að semja við fyrirtækið um afnot af léninu án þess að önnur fyrirtæki fengju möguleika til þess að gera til- boð í lénið. Eðlilegast hefði verið að efna til opinbers útboðs á léninu eða ráðstafa því með gegnsæjum hætti. Í úrskurðinum segir jafnframt að það hafi blasað við með því að veita ein- um aðila aðgang að vel kynntu léni, hafi samtökin mismunað keppi- nautum á markaði og skapað með því samkeppnislegt forskot. Hins vegar taldi Samkeppniseftirlitið ekki ástæðu til að ógilda umrædd- an samning, en taldi rétt að þegar samningurinn um lénið rennur út um næstu áramót verði því úthlutað í samræmi við samkeppnislög. valgeir@dv.is Sudurland.is Halda léninu en mögulegt að útboð verði þegar samningurinn rennur út. Leita hugmynda Reykjavíkurborg hefur ákveð- ið að efna til hugmyndaleitar um uppbyggingu í Kvosinni í kjölfar bruna húsanna að Austurstræti 22 og Lækjagötu 2 í apríl síðast- liðnum. Markmið hugmyndaleitarinn- ar er að afla tillagna um hvernig styrkja megi svæðið að nýju, en sex arkitektastofur hafa verið valdar til að setja fram tillögur að uppbyggingunni. Allir þeir sem vilja leggja fram tillögur, geta gert það til fimmtudagsins 9. ágúst þegar skilafrestur rennur út. Stuðningur við nýja ríkisstjórn hefur aldrei mælst meiri en nú eða 83 prósent. Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir stuðninginn eiga eftir að minnka en býst þó við sæmilegum vinsældum stjórnarinnar út kjörtímabilið. ríkisstjórnin nýtur Hveitibrauðsdaga HjördíS rut SigurjónSdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is „Stuðningurinn er alltaf góður þegar nýjar ríkis-stjórnir taka við og mælist talsvert yfir kjörfylgi.“ Einar Mar Þórðarson Býst við að ríkisstjórnin verði nokkuð vinsæl út kjörtímabilið. Frá Bessastöðum Stuðningur aldrei mælst meiri við nýja ríkisstjórn. Stuðningur við ríkiSStjórn SaMEiginlEgt Fylgi StjórnarFlokkanna 1995 74 % 1999 2003 2005 1995 1999 2003 2005 74 ,5 % 61 % 83 % 69 % 67 ,5 % 49 ,3 % 70 % sundlaugarverðir þurfa hærri laun „Því fylgir mikil ábyrgð að gegna starfi sundlaugarvarðar og skelfileg slys undanfarið hafa undirstrikað þá ábyrgð. Laun þeirra eru hins vegar í hróplegu ósamræmi við þá ábyrgð sem starfinu fylgir,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness. Samkvæmt upplýsingum á vef Verkalýðsfélags Akraness kemur fram að grunnlaun sundlaugar- varða séu ríflega 130.000 krónur ásamt 6.000 króna eingreiðslu á mánuði. Vilhjálmur telur gíf- urlega mikilvægt að bæta laun þeirra í komandi kjarasamn- ingum. „Laun sundlaugarvarða eru til skammar og alveg ljóst að þessu þarf að kippa í liðinn.“ Dæmdur fyrir utanvegaakstur Vörubílstjóri hjá Hol- ræsahreinsun ehf hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Vestur- lands fyrir að losa seyrufarm í tvígang út fyrir Útnesveg, rétt sunnan við Svalþúfu í Snæfells- bæ og að hafa ekið utanvegar. Seyrufarmur eru þau óhreinindi sem skilin eru frá fráveituvatni. Þjóðgarðsvörður Snæfellsbæjar benti á brotið. Bílstjórinn játaði að hafa losað seyrufarminn en taldi það í lagi þar sem lengi hafi tíðkast að gera slíkt. Bílstjórinn hefur ekki orðið uppvís að afbrotum fyrr og því var refsingu hans frestað í tvö ár, hún verður látin nið- ur falla að þeim tíma liðnum brjóti hann ekki frekar af sér. nordic exchange aldrei öflugri Seljanleiki bréfa á mörkuðum Nordic Exchange hefur aldrei verið meiri en á fyrstu sex mán- uðum ársins 2007 og hefur fyr- irtækið aldrei verið öflugra. Frá metárinu 2000 hefur velta Nordic Exchange aukist um 67 prósent. Frá áramótum hefur veltumetið frá 2000 verið slegið fjórum sinn- um. Á mörkuðum fyrirtækisins eru nú skráð rúmlega 800 félög, meðal annarra Glitnir, Nokia og Betsson. Hin 2. og 3. júlí fjallaði DV um til- raunir stórsö gv r- a s Geirs Ólafsson- ar til að fá Nancy Sinatra til Íslands að skemmta. Svo virt- ist sem Geir hafi farið heldu óhefðbundn- ar leiðir til að lokka Nancy til landsins, meðal nnars hafði DV komist yfir bréf skrifað í nafni Geirs H. Haarde þ r sem hann lýsti yfir aðdá- un sinni á Nancy og að han yrði veru- lega þakklátur ef hún kæ i til landsins. Við eftirgrennslan DV kom hins vegar í ljós að enginn á skrifstofu forsætisráðherrans kannaðist við að hafa skrifað bréfið eða sent það. Aðspurður sagðist Geir Ólafs- son ekki hafa notað umrætt bréf. Hins vegar hafi hann fengið pósta frá nafntoguðum einstaklingum, meðal annars frá Vigdísi Finn- bogadóttur, og að þau hafi hjálpað heilmikið. Fullyrti hann jafnframt að hann væri í góðu sambandi við náinn samstarfsmann Nancy- ar. Næsta skref væri að teikna upp samning og senda til hennar. Því miður báru þessar frumlegu til- raunir Geirs ekki árangur og hin 77 ára Nancy Sinatra hefur enn ekki látið sjá sig á Íslandi. BjaRni GuðjÓns kinGsaði Þann 5. júlí sagði frá því að upp úr hafi soðið á Skaganum kvöldið áður þegar ÍA vann 2-1 sigur á Keflavík í Landsbankadeild karla í fótbolta. Orsök ólátanna var afar umdeilt mark Bjarna Guð- jónssonar. Í stöðunni 1-0 fyrir ÍA spörkuðu Keflvíkingar knettinum útaf sökum meiðsla eins Skaga- manns sem lá á vellinum. Þegar búið var að hlúa að honum tóku Skagamenn innkast við miðlínu en í stað þess að gefa boltann aft- ur til Keflvíkinga, eins og er til siðs, þrumaði Bjarni knettinum af löngu færi í átt að marki Keflvík- inga, svo fast að hann sveif yfir markvörð Keflvíkinga og í markið. Þessi spyrna Bjarna lagðist held- ur illa í Keflvíkinga og var mikill hiti í mönnum á lokakafla leiks- ins. Raunar svo mikill að nokkrum sekúndum áður en leik lauk bauð dómari leiksins Bjarna að hlaupa af stað inn í búningsklefa þar sem hann væri að fara að flauta leik- inn af. Virðist það hafa verið þjóð- ráð því þegar lokaflautið gall hljóp hópur af leikmönnum Keflavík- ur á eftir Bjarna og kom til handa- lögmála við innganginn í félags- heimili Skagamanna. Í samtali við DV eftir leik sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari Skagamanna og faðir Bjarna, að þetta hefði ver- ið leiðindaatvik en að Keflvíkingar hafi einnig átt sína sök. Bjarni hafi ekki ætlað að setja boltann í mark- ið en sökum þess að leikmað- ur Keflavíkur truflaði hann hafi Bjarni kingsað boltann þannig að hann endaði í netinu. Ekki voru allir sammála þeirri túlkun Guð- jóns á atvikinu og eins vöknuðu spurningar um hvort Skagamenn hefðu átt að leyfa Keflvíkingum að skora hjá sér í kjölfar atviksins. Var mikið rætt um þetta leiðindaatvik og þau ólæti sem því fylgdi næstu daga og vikur. þriðjudagur 3. júlí 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson, sem rey nir að fá Nancy Sinatra til þess að spila hér á landi, segist ekki hafa framvísað föls uðu bréf sem á að vera frá Geir H. Haarde f orsæt- isráðherra. Hann segist ekki vita hver skrifaði bréfið. Samkvæmt upplýsing um frá skrif- stofu ráðuneytisins kannast enginn v ið umrætt bréf. „Ég framvísaði aldrei bréfinu,“ seg- ir Geir Ólafsson um falsað bréf frá forsætisráðherranum sem DV hefur undir höndum. Sagt var frá því í blað- inu í gær að Geir Ólafsson væri með bréfið í farteskinu þegar hann fór til Kaliforníu þar sem hann reyndi að fá Nancy Sinatra til þess að spila hér á landi. Í bréfinu á Geir H. Haarde forsæt- isráðherra að segjast vera mikill aðdá- andi söngkonunnar. Þá kemur einnig fram í bréfinu að forsætisráðherrann voni að viðtakandi þess liðki til við sam kipti við Geir Ólafsson og föru- naut hans Gísla Guðmundsson, fyrr- verandi stjórnarform nn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þegar haft var sam- band við skrifstofu forsætisráðuneytis kannaðist enginn við bréfið. Geir Ól- afsson segist ekki hafa falsað bréfið og kveðst ekki vita hver skrifaði það. Tímahrak ástæðan Geir segir að tím hrak hafi orðið til þess að forsætisráðherrann fékk aldrei bréfið í hendurnar. Aðspurður hver hafi skrifað það segist hann ekki vita það. Blaðamaður DV fékk að skoða tölvupóst Geirs og þar mátti sjá að sendandi bréfsins var Bessí Jóhanns- dóttir en ekki náðist í hana þrátt fyr- ir ítreka ar tilraunir. Hún hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í fjölda ára. Geir Ólafsson segir að bréfið hafi átt að rata til forsætisráðherra þar sem hann gat valið að skrifa undir það og þar með leggja blessun sína yfir það eða ekki. Bréfið rataði aldrei til forsætisráðherr en ritari hans sendi blaðamanni tölvupóst þess efn- is að ráðuneytið kannaðist ekkert við ætlað bréf. Nafntogaðir meðmælendur Aðspurður segist Geir hafa fengið pósta frá nafntoguðum einstakling- um. „Ég fékk fallegt bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur og það hjálpaði heilmikið,“ segir Geir um þá nafn- toguðu einstaklinga sem hann fékk bréf frá. Hann bætir því við að hann hafi falast eftir bréfi frá Ólafi Ragnari Grímssyni en ekki fengið. Hann held- ur því þó fram að hann hafi fengið þau skilaboð frá skrifstofu forseta Íslands að hann skilaði kærri kveðju til Nanc- yar Sinatra og byði henni í heimsókn á Bessastaði kæmi hún til landsins. Geir segir bréfin hafa gert kraftaverk og fullyrðir að hann sé í góðu sam- bandi við samstarfsmann Nancyar. Býr til samning Geir segir Ameríkuförina hafa gengið vel. Hann segist ekki hafa verið í sambandi við umboðsmann Nancyar Sinatra heldur hafi hann talað beint við náinn samstarfsmann hennar sem hann vildi ekki gefa upp hver væri. „Næsta skref er að teikna upp samning og senda til Nancyar,“ seg- ir Geir um framhald þess að koma henni til landsins. Sjálfur hefur hann reynt að fá hana hingað til lands síðastliðin fjögur ár. Hann seg- ist vilja einbeita sér frekar að því að fá Nancy til landsins svo hún geti sungið fyrir al- þjóð. Þegar haft var samband við umboðsmann Sinatra í Bret- landi, Dav- id Levy, sagði hann engan fót fyrir þeim orðrómi að hún væri á leiðinni til Íslands. valur GreTTiSSoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is geir no ði ekki fa aða b éfið Nancy Sinatra Er komin á sjötugsaldur- inn og heldur sér ansi vel. Hún mun þó ekki vera á leið til íslands, að sögn umboðsmanns hennar. Geir Ólafsson Hefur reynt að fá Nancy Sinatra hingað til lands í fjögur ár. Hann segist ætla að senda samning út til hennar en umboðsmaður söngkon- unnar segir ekkert til í þeim sögusögnum að Nancy sé á leiðinni til íslands. Bréfið falsaða geir Ólafsson segist ekki hafa framvísað fölsuðu bréfi sem á að vera frá forsætisráðherra íslands en þ r segir að ráðherrann sé mikill aðdáandi Nancyar Sinatra. „næsta skref er að teikna upp samning og senda til nancyar.“ Milljarður á hverjum degi Íslendingar seldu innlendar vörur fyrir 357 milljarða króna á ári. Þetta jafngildir því að íslensk- ar framleiðsluvörur hafi selst fyr- ir einn milljarð króna á hverjum degi ársins. Salan jókst um tæpan 61 milljarð króna frá árinu 2005. Þetta kemur fram í skýrslu um verðmæti seldra framleiðslu- vara 2006 sem Hagstofan gefur út. Hlutdeild atvinnugreina í söluverðmæti framleiðsluvara er stöðug milli áranna 2005–2006 þar sem hlutdeild matvæla- og drykkjarvöruiðnaðar vegur þyngst með 49,5% af heildar- verðmæti árið 2006, þar af 32 prósent vegna fiskvinnslu. Opnað fyrir lokurnar Botnrásarlokur Kára- hnjúkastíflu verða opnaðar klukkan tíu í dag. Til stendur að hleypa litlum spýjum út fyrsta hálftímann og um hálf ellefu verða botnlokur svo opnaðar til hálfs. Síðan stend- ur til að opna lokurnar meira og meira. Markmiðið með því að opna nú botnrásina í fjóra daga er öðrum þræði að prófa og láta reyna á tæki, búnað og kerfi eftirlits og umsjónar. Þeg- ar líður á júlímánuð verða botnlokurnar opnaðar á nýjan leik og hafðar opnar meira og minna út ágústmánuð og mögulega eitthvað fram í sept- ember. Ástæða þessa er sú að mikið rennsli er inn í Hálslón og lónið fyllist því að óbreyttu fyrr en æskilegt þykir. Hafnfirðingar kaupa í Hitaveitu Bæjarráð Hafnarfjarðar sam- þykkti í gær að beita forkaups- rétti gagnvart öllum fölum hlutum sem Hafnarfjarðarbær á rétt á í Hitaveitu Suðurnesja. Full eining er um samþykktina í bæjarráði, að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur upplýsingafull- trúa. Bæjarráð leggur áherslu á að tryggja ráðandi hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja og um leið hagsmuni bæjarbúa. Allt hlutafé íslenska ríkisins í Hitaveitunni var boðið til sölu í mars. Sá hlutur var rúm 15 pró- sent, rétt eins og hluturinn sem Hafnarfjarðarbær átti fyrir. Grindvíkingar kaupa og selja Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað í gær að selja Orku- veitu Reykjavíkur átta prósent hlutafjár í Hitaveitu Suður- nesja. Grindavíkurbær heldur hins vegar eftir 0,51 prósenti hlutafjár í fyrirtækinu. Bæjar- stjórn ákvað um leið að nýta sér forkaupsrétt sinn á hluti íslenska ríkisins í Hitaveit- unni sem Geysir Green En- ergy hafði hug á að eignast. Fulltrúar Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs í umhverfis- og iðnaðarnefndum Alþingis gagnrýna stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í mál- efnum stjóriðju og orkufreks iðn- aðar. Á fundi nefndanna í gær kom fram að að umsóknir um heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda séu tæplega þrjátíu prósentum umfram það sem til úthlutunar er samkvæmt skuldbindingum Íslands samkvæmt Kyoto-bókun loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt kom fram að ráðuneytin ættu von á frekari umsóknum um losunarheim- ildir. Á fundinum kom einnig fram að ásókn stóriðjufyrirtækja í orku- auðlindir sé vaxandi og sé meiri nú um stundir en nokkru sinni fyrr. Á fundi nefndanna í gær spurðu vinstri græn um áætlanir ríkisstjórn- arinnar um samdrátt í losun gróð- urhúsalofttegunda og rammaáætl- un um framtíðarnýtingu vatnsafls og jarðvarma hér á landi. Slík rammaáætlun gæti í fyrsta lagi verið afgreidd á Alþingi árið 2010 og krefjast vinstri græn að algjört hlé verði gert á úthlutun nýtingarrétts á þessu sviði þangað til. Að öðrum kosti hafi ríkisstjórnin gengið bak orða sinna um heildstæða ramma- áætlun um nýtingu og náttúruvernd. Kolbrún Halldórsdóttir, alþingis- maður vinstri grænna, telur rétt að gera þriggja ára hlé á nýtingarheim- ildum. „Ráðuneytin hafa bent á að ásóknin í auðlindirnar er meiri en þau hefði grunað og skýrari stefna sé nauðsynleg í þessum málaflokki,“ segir hún. Ráðuneytin fá jafnframt ónógar upplýsingar um áform orku- fyrirtækjanna og það sé í auknu mæli á valdi einstakra sveitarfélaga og landeigenda að taka ákvarðanir um málin. „Við höfum sagt að við telj- um eðlilegast að það verði gefin út yfirlýsing um að ekki verði gefnar út frekari heimildir á þessu sviði fyrr en skýr rammaáætlun liggur fyrir. “ Þingmenn vinstri grænna vilja skýra stefnu í umhverfismálum: Krefjast þriggja ára stóriðjuhlés Kolbrún Halldórsdóttir Vill þriggja ára hlé á úthlutun náttúrugæða þar til rammaáætlun um nýtingu og verndun svæ ða liggur fyrir. 3. júlí 2007 2. og 3. júlí GeiR ÓLaFs GeRði HLutina á sinn Hátt Það sauð gjörsamlega upp úr á Skag- anum í gær þegar ÍA vann 2-1 sig- ur á Keflavík. Í stöðunni 1-0 fyrir ÍA í seinni hálfleik skoraði Bjarni Guð- jónsson mjög umdeilt mark en á þeim tímapunkti hafði jöfnunarmark Keflavíkur legið í loftinu. Keflvíkingar spörkuðu knettinum útaf þegar meiddur maður lá á vell- inum við óþökk þjálfara Keflavíkur sem vildi meina að um leikaraskap væri að ræða. Skagamenn tóku inn- kastið en þegar Keflvíkingar bjuggust við að fá boltann aftur skaut Bjarni hinsvegar af löngu færi, boltinn fór yfir Ómar Jóhannsson og í markið. Þetta gerðist á 81. mínútu leiksins. Skiljanlega urðu Keflvíkingar al- veg bandbrjálaðir og mikill hiti var í mönnum á lokakafla leiksins. Hall- grímur Jónasson náði að minnka muninn en eftir það mark fékk Páll Gísli Jónsson markvörður rauða spjaldið fyrir harkalega framgöngu við Simun Samuelsen. Skömmu eftir það var síðan jafnt í liðum eftir að varamaðurinn Ein- ar Orri Einarsson fékk rauða spjald- ið fyrir mjög harkaleg tæklingu á Bjarna. Þórarinn Brynjar Kristjáns- son fékk besta færið til að jafna leik- inn en skallaði yfir. Þegar Kristinn Jakob son flautaði til leiksloka ætlaði síðan allt um koll að keyra. Bjarni Guðjónsson hljóp beint inn í búningsklefa en hópur af leikmönnum Keflvíkinga fór á eftir honum og kom til handalögmála við innganginn í félagsheimili Skaga- manna. Bjarki Guðmundsson, fyrr- um leikmaður ÍA, fór þar fremstur meðal jafningja og lét menn finna til tevatnsins. Ásakanir á víxl „Bjarni ætti að skammast sín. Þessi framkoma hans er algjörlega til skammar og Akranesi sem knatt- spyrnuliði til skammar. Auðvitað á maður að láta hitt liðið bara fá bolt- ann eftir að einhver hefu hent sér niður og þóst vera meiddur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. Guðjón Þórðarson vildi ekki leyfa sínum mönnum að tala við fjölmiðla strax eftir leik heldur hóaði þá sam- an inní búningsklefann. „Er það ekki alltaf stíllinn hjá þeim, það má ekki segja neitt þegar eithvað er í gangi.“ sagði Kristján súr í bragði. Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var sáttur með sigurinn sem slíkan þó hann hafi unnist á leiðindaatviki. „Ég vissi svo sem hverju ég átti von á frá Keflvíkingum og það gekk meira og minna eftir. Fótboltalega séð gengur margt upp sem við erum að gera, við sköpum okkur fleiri færi en þeir og færin þeirra eru ekki eft- ir opið spil eða opinn leik. Þau koma eftir vonarsendingar inní teig,“ sagði Guðjón. „Við gefum þeim markið eftir að Bjarni klúðrar boltanum og það má segja það að Bjarni hafi verið aumur á sér þessar síðustu mínútur. Honum þótti atvikið leitt en það breytir því ekki að það koma atvik í leik sem eru leið og það þýðir ekkert að væla yfir því. Þetta er leiðindaatvik og það er leiðinlegt að vinna undir þeim for- merkjum en þeir eiga að hluta til sök á máli. Bjarni ætlaði aldrei að setja boltann í markið heldur fyrir aftan endamörk. En þegar Keflvíkingurinn pressar hann og fer í öxlina þá kings- ar hann boltann og þetta er atvik sem enginn ásetningur var í.” Slagsmálin eftir leik sagði Guðjón ekki vera til eftirbreytni fyrir Kefla- vík. „Ég sá þau ekki en það voru mjög alvarleg atvik þarna inni, við og í ganginum. Þar eru atvik sem eru ekki Keflvíkingum til sóma. Það er alveg sama hvað gerist í fótboltaleik og hversu sár þú getur verið, svona lagað er engum til framdráttar. Það er alveg klárt að við þurfum að sýna aga og þó það gangi eitthvað gegn okkur þá gefur það ekki mönnum til að tapa sér. Tæklingin þegar gæinn fer í Bjarna eftir vítið er náttúrulega tilraun til að fótbrjóta manninn. Það eitt útaf fyrir sig segir allt um þessa stöðu. Það sem á sér stað eftir leik er í raun sorglegt að menn skuli missa sig með þeim hætti. Þeir eiga að sjá sóma sinn í að biðjast afsökunar,” sagði Guðjón Þórðarson. Varnarsigur Skagamanna Keflvíkingar voru sterkari í upp- hafi leiks án þess að skapa sér alvöru færi. Á 26. mínútu áttu heimamenn hættulega sókn þegar Þórður Guð- jónsson sýndi lipur tilþrif og skaut fyrsta skoti á markið í leiknum en Ómar Jóhannsson varði. Hinumegin átti Guðmundur Steinarsson bylmingsskot af löngu færi stuttu síðar sem fór í þverslána við samskeytin og þaðan yfir. Vjek- oslav Svadumovic fékk sannkallað dauðafæri fyrir ÍA eftir hálftíma leik þar sem hann var einn og óvaldaður í teignum en skot hans fór á ótrúlegan hátt framhjá markinu. Á 33. mínútu var síðan ísinn brot- inn en þá skoraði Bjarni Guðjónsson úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Ómar, markvörður Keflavíkur, sló Svadumovic í baráttunni um bolt- ann. Þetta mark blés enn meiri eld- móði í heimamenn sem sóttu meira það sem eftir lifði hálfleiksins. Pressa Keflvíkinga jókst í seinni hálfleiknum og Skagamenn björguðu nánast á marklínu eftir þunga pressu á 53. mínútu. Gestirnir reyndu að fimmtudagur 5. júlí 200718 Sport DV Liverpool hefur gengið frá kaup- unum á Fernando Torres framherja Atletico Madrid og kaupverðið gæti orðið allt að 26,5 milljónir punda, rúmir þrír og hálfur milljarður króna. Hann er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool og ljóst að pressan verður gríðarleg á þessum unga leikmanni á næstu leiktíð. Á blaðamannafundi í Madríd var það kunngjört að Torres hefði skrif- að undir sex ára samning við félag- ið. Torres verður í treyju númer 9 hjá Liverpool og fetar hann í fótspor ekki ómerkari manna en Robbie Fowler og Ian Rush sem klæðst hafa treyj- unni á þessum síðustu og verstu tím- um. Hann er 23 ára gamall sóknar- maður, uppalinn hjá Atlético Madrid og hefur verið markahæsti maður liðsins fimm ár í röð í spænsku deild- inni. Skorað 82 mörk í 214 leikjum. Þrátt fyrir að vera ungur að árum er hann nú þegar kominn í stórt hlut- verk í landsliði Spánar og er hann al- mennt talinn til þeirra efnilegustu knattspyrnumanna í Evrópu. „Það var mjög erfið ákvörðun að fara frá félagi sem ég hef verið hjá all- an minn feril. En að sama skapi hefði það einnig verið mjög erfitt að neita tilboði frá Liverpool. Þetta er stórt skref fyrir mig og ég held að þetta hafi verið það rétta fyrir alla aðila. Það kemur alltaf sá tími í lífi leik- manns þegar hann ákveður að prófa eitthvað nýtt og taka nýjum áskor- unum. Ég hef ávallt gert það sem er best fyrir Atletico. Tilboð barst frá Liverpool og það sem ég bað þá um að gera var að skoða þetta tilboð vegna þess að Liverpool er lið sem ég vildi spila með. Þeir eru eitt af bestu liðum í Evrópu, ef ekki það besta. Sú staðreynd að ég fæ treyju númer 9 hjá Liverpool sýnir bara þá trú sem þeir hafa á mér. Maður lítur til baka og sér þá leikmenn sem hafa leikið í þessari treyju. Nú hefst nýtt ævintýri hjá mér og ég vona að með vinnusemi nái ég að verða á meðal bestu leikmannanna hjá Liverpool. Þeir sækjast eftir því besta og það hefur verið mikilvæg- ur þáttur í ákvörðun minni að koma hingað.“ benni@dv.is Fernando Torres gekk í gær í raðir Liverpo ol: Fernando Torres kominn Til BíTlaBorgarinnar Loksins kominn fernando torres er nú loksins kominn í búning liverpool. Kristján Guð- mundsson, þjálfari Keflavíkur, segir framkomu Bjarna Guðjónssonar í leik liðanna í gær vera honum og knatt- spyrnuliði ÍA til skammar. Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, vill afsökunar- beiðni frá Keflvík- ingum. 2 1 ÍA KEFLAVÍK mörk: Bjarni guðjónsson - vítaspyrna (33.), Bjarni guðjónsson (81.). mörk: Hallgrímur Jónasson (86.). 6 8 6 6 6 6 8 3 7 6 9 7 4 7 1 1 0 1 Páll G. Jónsson Dario Cingel Árni T. Guðmundsson Ellert Jón Björnsson Guðjón Sveinsson Helgi P. Magnússon Bjarni Guðjónsson Jón V. Ákason (53.) Heimir Einarsson Þórður Guðjónsson (65.) Vjekoslav Svadumovic Ómar Jóhannsson Guðmundur V. Mete (90.) Nicolai Jörgensen Branislav Milicevic Guðjón Antoníusson (77.) Hallgrímur Jónasson Baldur Sigurðsson Marco Kotilainen Símun Samuelsen Þórarinn Kristjánsson Guðmundur Steinars. (83.) TÖLFRÆÐI SKOT AÐ MARKI SKOT Á MARKIÐ SKOT VARIN HORNSPYRNUR RANGSTAÐA GUL SPJÖLD RAUÐ SPJÖLD 20 9 2 4 1 2 1 6 7 6 5 7 7 7 6 7 6 7 VARAMENN: Andri Júlíusson (53.) - 5, Kári Steinn Reynisson (65.) (87.) - 5, Trausti Sigurbjörnsson (87.). VARAMENN: Högni Helgason (77.), Einar Einarsson (83.), Magnús Matthíasson (90.). Dómari: Kristinn Jakobsson - 7 Áhorfendur: Ekki uppgefið MAÐUR LEIKSINS: Vjekoslav Svadumovic Ómar guðjón milicevic guðmundur Jörgensen samuelsenHallgrímurBaldur kotilainen Þórarinn guðmundur Páll ellert Árni Cingel guðjón Heimir Helgi Jón Vilhelm svadumovic Bjarni Þórður BenediKT BóaS hinKriSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is allt vitlaust leikmenn Keflavíkur veittust að Bjarna eftir markið umdeilda. fikra sig áfram en illa gekk að fá al- mennileg marktækifæri. Skagamenn spiluðu mjög skynsamlega og má með réttu kalla þetta varnarsigur hjá þeim. Á lokakafla leiksins sauð síð- an allt upp úr eins og áður sagði og ljóst að einhverjir eftirmálar verða af þessu. Allt sAuð upp úr á skAgAnum 5. júlí 2007 Miklar truflanir á Stöð 2 Mikillar truflunar hefur orðið vart á úts ndingum Stöðvar 2 í vissum stöðum í Keflavík og í Vog- um á Vatnsleysu- strönd. Þetta hef- ur valdið mörgum áhorfendum óánægju. Jakob Ingi Jakobsson, íbúi í Keflavík, segist vera að gefast upp á þjónustunni hjá fyrirtækinu. „Þeir svara okkur ekkert og sinna þessu ekki á Stöð 2,“ segir Jakob Ingi. „Þegar ég reyni að hringja inn í þjónustu- verið lendi ég bara í biðröð og er tilkynnt að ég sé númer 201 í röðinni,“ segir Jón. Skarphéðinn Guðmundsson, upplýsingafulltrúi 365, kunni engar skýringar á truflununum en segir það miður að Jón hafi ekki náð sambandi. „Það eru auðvit- að mistök okkar megin sem við verðum að vinna í,“ segir Skarp- héðinn. „Þetta byrjaði með fikti en endaði í vitleysu,“ sagði Snæbjörn Magnús- son hótelrekandi í Laugarási í Árborg. Hann var dæmdur í sjö mánaða, skil- orðsbundið fangelsi, fyrir stórfellda kannabisræktun. Héraðsdómur Suð- urlands fann hann sekan um stór- fellda ræktun en á heimili hans fund- ust 163 kannabisplöntur, tól og tæki til ræktunar auk þess sem hann stal raf- magni. Það var í desember á síðasta ári sem lögreglu barst ábending um að Snæbjörn stundaði kannabisræktun á hóteli sínu í Árborg. Rannsóknar- lögreglan kom að heimili hans og fann megna kannabislykt koma frá glugga einum á hótelinu. Tveimur dögum síð r lagði lögreglan til atlögu. Snæ- björn var samvinnufús og sýndi þeim rýmið sem hann notaðist við ræktun- ina. Þar fundust fyrrnefndar plöntur auk fjölda lampa, afklipptum skunk ásamt kannabislaufum. „Ég eignaðist tvö fræ og ég setti fræin í mold fyrir forvitnissakir,“ segir Snæbjörn í dómsorði og lét hann þessi orð falla í yfirheyrslum lögreglunn- ar. Í framburði hans fyrir Héraðsdómi Suðurlands segist hann ekki hafa haft í hyggju að selja afurðir plantnanna. Hann segir að forvitnin hafi dregið hann áfram í ræktuninni en sú for- vitni hafi hreinlega hlaupið með hann í gönur. Aðspurður hvernig hann hafi aflað sér upplýsingar um ræktun kannabis segist hann hafa viðað þeim upplýsingum að sér á netinu. Í raun þyrfti enga visku til þess að hans sögn, kannabis yxi bara og yxi. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að framburður Snæbjörns sé í alla staði ótrúverðugur. Þar segir orðrétt: „All- ar þessar skýringar ákærða eru ótrú- verðugar og þykir dóminum ekki mark takandi á þeim. Þá er með ólíkindum að til að svala forvitni um það hvern- ig kannabisplanta vaxi, skuli vera not- aðar yfir 160 plöntur, af minna má nú læra.“ Héraðsdómur fann hann í kjölfarið sekan um ræktun og að hafa stolið raf- magni frá Rarik. Hann var dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir forvitnina en refsingu er frestað og fellur hún niður haldi hann skilorð í tvö ár. valur@dv.is mánudagur 2. júlí 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Byrjaði á tveimur fræjum en endaði með á annað hundrað kannabisplantna:Forvitni bar kannabisræktanda ofurliði Kannbis Hóteleigandi var dæmdur fyrir að rækta á annað hundrað kannabisplantna í árborg á síðasta ári. Fá að sitja í stjórn Samkeppniseftirlitið hef- ur orðið við beiðni Símans að ógilda ákvörðun sína um að stjórnarmenn, forstjóri eða fram- kvæmdastjórar fyrirtækisins fái ekki að sitja í stjórn Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá Einn. Eftir að Samkeppniseftirlit- ið féllst á beiðni Símans er for- stjóra eða einum framkvæmda- stjóra Símans nú heimilt að sitja í stjórn Íslenska sjónvarpsfélags- ins. Skilyrðin fyrir stjórnarset- unni tóku gildi þan 1.júlí í fyrra vegna samruna fyrirtækjanna. Taka 28 milljarða lán Fjárfestingafélagið FL Group undirritaði á föstudag 28 millj- arða króna lánssamning til þriggja ára við Morgan Stanley vegna fjármögnunar á hluta- bréfaeign félagsins í Glitni. Eftir því sem fram kemur í fréttatil- kynningu frá félaginu hefur FL Group nú fjármagnað alla hlutafjáreign sína í Glitni með l ng- tímalánum. Hlutur FL Group í Glitni er stærsta eign fé- lagsins. Flýr af netinu Helgi Rafn Brynjarsson sem sakaður hefur verið um að hafa orðið valdur að dauða hunds- ins Lúkasar með hrottafengnum hætti á Akureyri, hefur neyðst til þess að loka tveimur blogg- síðum á netinu sem hann kom að. Fjöldi alvarlegra hótana um líkamsmeiðingar og jafnvel morð hafa borist manninum, meðal annars í gegnum bloggsíðurnar. Helgi Rafn hefur neitað staðfast- lega að hafa misþyrmt hundin- um. Atburðurinn er sagður hafa verið tek n upp á myndband. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Sjóvá til að greiða manni tæpar níu milljónir króna í bætur vegna geðröskunar sem hann varð fyrir vegna umferðarslyss. Maðurinn getur ekki séð um sig sjálfur að öllu leyti og breyttist úr virkum einstaklingi í óvirkan eftir slysið að sögn lækna. TÓLF ÁRA BARÁTTA „Þetta er löng og ströng barátta, það er góður sigur að vinna mál- ið,“ segir Óðinn Elísson, héraðs- dómslögmaður. Óðinn er lögmað- ur karlmanns sem vann fyrir helgi mál gegn Sjóvá eftir að hafa lent í bílslysi fyrir tólf árum síðan. Mik- il barátta hefur verið í þessi tólf ár um að fá réttláta málsmeðferð og að andlegt ástand mannsins væri tekið með sem afleiðing af slysinu. Manninum voru dæmdar rúmar átta og hálf milljón í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Maðurinn getur ekki séð um sig sjálfur að öllu leyti samkvæmt greinargerð tveggja lækna sem fengnir voru til að meta hann og dómurinn tók gilda. Þar sagði að áverkar sem maðurinn hlaut í slys- inu hefðu orðið til þess að hann breyttist úr virkum einstaklingi í óvirkan. Flókið mál og mikil bið „Það skiptir auðvitað miklu máli fyrir manninn að vinna málið loks- ins, því hann er mjög illa farinn og óvinnufær,“ segir Óðinn. „Málið er einfaldlega að hann lendir í slysi árið 1995. Það er keyrt inn í hlið- ina á bílnum hans, þetta var talsvert harður árekstur. Einkennin fara að þróast eftir slysið og eins og í mörg- um svona slysum getur liðið lang- ur tími þar til einkennin koma fram að fullu. Í þessu máli er svo margt sem kemur inní sem dregur mál- ið á langinn. Maðurinn var metinn og lögmenn hans voru ekki ánægðir með niðurstöðu fyrsta matsins. Við dómkváðum matsmenn og getum vel unað niðurstöðunni sem kem- ur úr því mati, því þá er meðal ann- ars tekið tillit til andlegra afleiðinga slyssins en tryggingafélagið sætti sig ekki við það. Tryggingafélagið dóm- kvað yfirmatsmenn og þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu að andlegi þátturinn væri ekki vegna slyss- ins. Þeir vildu meina að um væri að ræða skyndilegan geðklofa sem við gátum engann veginn fallist á,“ seg- ir Óðinn. Þetta var því orðið snúið og ansi langt mál en áfram hélt þófið. „Því næst tók við ákveðið samingaþóf við tryggingafélagið en ekkert gekk. Þá var málinu stefnt fyrir dómstóla og síðan leitað til læknaráðs. Álit læknaráðs var fengið á því hvaða mat er réttast. Það tók mjög langan tíma en læknaráðið komst að þeirri niðurstöðu að matið sem ég bað um og við vildum styðjast við, þar sem tekið er tillit til andlegra afleið- inga af slysinu, er tekið til greina. Í framhaldi af því er málið flutt og fyrir helgi kom dómur þar sem er fallist algjörlega á okkar sjónarmið og honum dæmdar fullar bætur og verulegir dráttarvexti,“ segir Óðinn. Andlegar afleiðingar með Óðinn segir að málið sé sérstakt á margan hátt. „Þetta er því mjög ánægjulegt og að mörgu leyti sérstakt mál því um það var deilt hvort langvar- andi líkamlegir verkir geti haft andleg- ar afleiðingar og því er slegið föstu í þessum dómi,“ segir Óðinn. „Þetta er því mjög ánægjulegt og það reyndi á marga lögfræðilega þætti í þessu máli,“ segir Óðinn. Helsta ástæðan fyrir því hversu lengi málið hefur dregist er sú að það er mjög flókið. „Það þurfti að afla margra matsgerða,“ segir Óðinn. „Eðli málsins var einnig slíkt að áverkarn- ir voru lengi að koma fram og tíminn var til að byrja með alls ekki að vinna gegn manninum heldur frekar með honum. Síðar kom betur í ljós hversu alvarlegir þessir áverkar voru í raun,“ segir Óðinn. KRISTÍN HREFNA HALLDÓRSD. blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is Óðinn Elísson mikill sigur er í höfn hjá Óðni eftir að dómur féll í Héraðsdómi reykjavíkur sem dæmdi skjólstæðingi hans rúmar átta og hálfa milljón í skaðabætur vegna umferðarslys og andlegra áverka sem hann hlaut í kjölfar slyssins. FL GRoup tÓk 28 miLLj Rð að Láni Hinn 2. júlí greindi DV frá því að FL Group he ði gert 28 milljarða kr na lánasamning við Morgan Stanley ve na fjármögn- unar á hlutabréfaeign félagsins í Glitni. Í tilkynningu FL Group sagði að lánveitingin undirstrik- aði traust FL Gro p á Glitni banka til framtíðar og það traust sem FL Group hafði áunnið sér á alþjóð- legum fjármála örkuð . Þess var þó ekki langt að bíða að stoð- ir þessa trausts br stu. Á ið 2008 var tilkynnt um að tap FL Group árið 2007 hafi numið 67 milljörð- um króna, sem var þá mesta tap á rekstri eins félags á einu ári í Ís- landssögunni. Ekki skánaði stað- an árið 2008 þeg r hlu bréf fé- lagsins í Glitni urðu verðlaus í september, þ.e. þau hlutabréf sem eins og í fréttinni greinir vor fjár- mögnuð með 28 milljarða króna láni frá Morgan Stanley. Fljótlega í kjölfarið óskaði félagið, sem þá hafði breytt nafni sínu í Stoðir hf., eftir greiðslustöðvun hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur. 2. júlí 200 stRá Bandið LuxoR stoFnað Hi n 6. júlí sagði DV frá því að Ein r Bárðarson hefði lokið við að kipa meðlimi nýs strákabands sem fundust eftir áheyrnarprufur rúmum mánuði áður. Sveitin hlaut nafnið Luxor og gaf út plötu um veturinn. Sveitin varð hins vegar skammlíf og lagði upp laupana snemma árs 2008. föstudagur 6. júlí 200756 Helgarblað DV Tó isT Gay Pride styrkt- arball á Nasa Brjálað stuð verður á Nasa á laugardag- inn (07.07.07) þar Páll Óskar mun standa fyrir styrktartónleikum fyrir Hinsegin daga. Nú er rétt rúmur mánuðir í hátíðina sem verður að sögn aðstandenda sú glæsilegustu frá upphafi. styrktardansleikir eru einn mikilvægasti fjáröflunarliður Hinsegin daga og því er rétt að hvetja alla til að mæta, skemmta sér vel og styðja gott málefni. Það kostar einungis 1000 krónur inn en aðgangseyririnn mun renna óskiptur til Hinsegin daga. forsala aðgöngumiða fer fram virka daga frá kl. 13 til 17. Tónlistarakademía DV segir: Hlustaðu á þessar! arcade fire - Neon Bible Velvet revolver - libertad Queens of the stone age - Era Vulgaris jógvan Hansson - jógvan b.sig - good morning Mr. Evening U2 tónleikar á DVD u2 mun seinna á árinu gefa út nýjan dVd disk. Á disknum eru upptökur af tónleikum sem haldnir voru í Mexíkóborg fyrir 10 árum síðan. „live from Mexico City“ er heiti disksins, en hann tónleikarnir hafa áður verið gefnir út á myndbandi. diskurinn mun innihalda 21 lag, flest af tónleikunum í Mexico en einnig má finna upptökur af tónleikum í rotterdam í Hollandi og Edmonton í Canada. Á disknum má auk þess finna upptökur af fjórum ferðalögum þeirra u2 manna. Syngur með 50 Cent justin timberlake mun slást í lið með 50 Cent á nýjustu plötu hans sem er væntanleg í byrjun september. saman munu þeir syngja lagið „ayo techno- logy“ sem átti upphaflega að heita “ayo Pornography“ en nafninu var breytt að kröfu plötuúgef- andans. lagið fjallar um það hversu pirrandi það er að horfa á klámmynd, vitandi það að leikkonan er aðeins á skjánum en ekki raunverulega inni í herberginu eða stofunni. Búast má við því að myndbandið við lagið verði bannað þegar það verður tekið til sýninga. Nýi sönghópur Einars Bárða sonar, LUXOR, verður skipaður fimm miklum söngfugl- um með mismunandi bakgrunn. Strákarnir munu ráðast í gerð plötu í ágúst og er platan væntanleg í verslanir þan 29. október næstkomandi. Einar Bárðarson er him- inlifandi með nýju sveiti a. „Ég er hæstánægður með hópinn enda eru þetta mikil söngljón,“ segir Einar Bárðarson, hjá Concert ehf. Í gær var tilkynnt um hvaða fimm herramenn fengju sæti í nýjustu söngsveit Ein- ars, sem mun bera nafnið LUXOR. Þann 29. maí síðastliðinn boðaði Einar til áheyrnarprófs þar sem leitað var eftir fimm söngvurum á aldrinum 18-35 ára og er afraksturinn af því prófi kominn fram. „Eina vandamálið við þessar prufur var að allir sem tóku þátt voru rosalega góðir. Það hefði verið hægt að gera góða hljómsveit úr nánast öll- um sem komu og tóku þátt.“ Misjafn bakgrunnur LUXOR sveitina skipa þeir Rúnar Kristinn Rúnarsson, Sigursveinn Þór Árnason, Heim- ir Bjarni Ingimarsson, Arnar Jónsson og Edgar Smári Atlason. Við valið á sveitinni segir Einar að ekki síst hafi verið horft til einstaklinga sem mynduðu góðan hóp. „Þetta eru strákar sem eiga vonandi eftir að vinna saman í mörg ár og því skipti miklu máli að hafa hópinn skemmtilega samsettan. Þetta eru skemmtilegir strákar sem ég tel að myndi flottan hóp,“ segir Einar. Strákarnir sem mynda sveitina eru á aldrin- um 20 til 27 ára og hafa allir einhverja reynslu af tónlist og söngi. Rúnar Kristinn Rúnarsson er sá yngsti í hópnum og hefur hann lagt stund á klass- ískan söng og hefur hann nánast eingöngu lagt áherslu á söng frá 16 ára aldri. Það vekur athygli að tveir söngvarar úr hópnum koma frá Akureyri en það eru þeir Sigursveinn Þór og Heimir Bjarni. Sigursveinn er 24 ára gamall og hefur hann sinnt tónlistinni af fullum krafti frá 18 ára aldri þar sem hann hefur meðal annars sungið í uppsetningu Verkmenntaskólans á Akureyri á Rocky Horror. Hinn Akureyringurinn er Heimir Bjarni Ingimars- son sem er jafnframt aldursforsetinn í hópnum. Heimir lærði um tíma hjá Ingimar Eydal heitnum en hann hefur auk þess lært söng erlendis. Heim- ir var einnig söngvari hljómsveitarinnar Sent sem nú er hætt störfum. Edgar Smári er 25 ára gamall og hefur hann lært söng frá tíu ára aldri og sungið með Gospelkór Reykjavíkur í sjö ár. Í hópnum er einnig Arnar Jónsson, 22 ára gamall Árbæingur. Arnar er sjálflærður söngvari en hann ákvað að slá til og mæta í prufurnar og árangurinn lét svo sannarlega ekki á sér standa. Plata í október „Við stefnum á að fara í stúdíó núna í ág- úst og taka upp fyrstu plötuna og er áætlað að platan verði komin í verslanir þann 29. októb- er næstkomandi,“ segir Einar Bárðarson. Þor- valdur Bjarnir Þorvaldsson mun stýra upptök- um á þessari fyrstu plötu Luxor ásamt Vigni Snæ Vigfússyni. Undirbúningur að plötunni er þegar hafinn og er stefnt að því að taka plötuna upp að hluta til erlendis. „Ég reikna með að við förum annað hvort til Englands eða jafnvel til Bratislava í Slóvakíu. Á báðum stöðunum eru stór og góð hljóðver,“ segir Einar. Hin nýja hljómsveit er bókuð á stórtón- leika um miðjan ágúst en Einar vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar um tónleikana að svo stöddu. Um þessar mundir eru liðin þrjú ár síðan Einar boðaði til áheyrnarprufu á Nordi- ca Hotel þar sem stúlkur á aldrinum 18-25 ára var boðið að taka þátt. Afraksturinn af þeim áheyrnarprufum er hljómsveitin Nylon sem hefur verið að gera það gott undanfarin miss- eri. einar@dv.is Sá dagur rennur mér seint úr minni er ég heyrði í Interpol í fyrsta skiptið. Ég hafði vitað af tilvist sveitar- innar, en það var ekki fyrr en um jólin 2004 sem félagi minn kynnti mig fyr- ir Turn On The Bright Lights og Ant- ics plötunum. Ég varð dolfallinn og gat ekki beðið eftir að heyra meira frá sveitinni. Núna er biðin á enda og ný plata frá þeim félögum fer formlega í sölu í næstu viku og ber hún heitið Our Love To Admire. Við fyrstu hlustun er ljóst að Int- erpol er að feta slóðir sem þeir hafa ekki fetað áður. Fyrsta lag plötunnar ber heitið Pioneer To The Falls og er mjög rólegt en jafnframt mjög gríp- andi. Lagið gefur ágætis fyrirheit um það sem koma skal því afgangurinn af plötunni rennur ljúflega í gegn án þess þó að platan heilli mann upp úr skónum. Í laginu No I In Threesome syngur Paul Banks; „Babe It‘s Time We Try Something New,“ og eru það orð að sönnu því hljómurinn í Inter- pol er öðruvísi en oft áður þó breyt- ingarnar séu langt frá því að vera rót- tækar. Það eru einkenni góðra hljóm- sveita að með tímanum þroskast þær og virðist sem Interpol séu komnir yfir gelgjuskeiðið á sínum ferli. Í stað- inn fyrir að notast eingöngu við hrá- an gítarinn eru fleiri hljóðfæri komin í spilið og virðist sem sveitin hafi náð að þróa með sér plötu sem ristir dýpra heldur en áður. Þegar á heildina er lit- ið eru lögin hægari. Sveitin kom sér einmitt á kortið með fjörugum lög- um á borð við Obstacle One og Evil. Lag eins og The Heinrich Maneuver minna mann samt á það að sveitin kann að spila fjörug lög ennþá. Það er svo ekki fyrr en endalagið Lighthouse fær að hljóma að endar ná saman á plötunni og maður fyrirgefur þeim rólegheitin sem á undan eru gengin. Þegar lagið spilast er best að lygna aft- ur augunum og hlusta á textann sem fjallar um einangrun í vita út á ólgu- sjó. Nýja platan frá Interpol er skóla- bókardæmi um hvernig hljómsveitir eiga að þróast, því það skiptir máli að þróa tónlistina í rétta átt, án þess þó að gera of róttækar breytingar. Komnir yfir gelgjuskeiðið Our Love To Admire Interpol PlötUDómUr H H H H H HINIR FIMM FRÆKNU „Ég reikna með að við förum annað hvort til Englands eða jafnvel til Bratislava í Slóvakíu.“ Flottur hópur Þessir fimm strákar skipa söngsveitina luXOr sem er nýjasta sköpunar- verkið frá Einari Bárðarsyni. mánudagur 2. júlí 200714 Sport DV f tíðarstj nu í l ds Það var mikið um dýrðir í Vest- mannaeyjum um helgina þegar hinu árlega Shellmóti lauk. Keppendur á mótinu komu víðs- vegar að af landinu e keppt r í 6. flokki. Í úrslitaleik A-liða mættust ÍBV og Breiðablik þar sem Kópavogsbúar unnu 2-0. Í úrslitaleik B-liða áttust við Stjarnan og HK þar sem fyrr- nefnda liðið vann 5-2. Sö u úr- slit urðu í úrslitaleik C-liða þar sem Breiðablik van Þór. Þórs- arar unnu hins vegar gullverð- laun í keppni D-liða þar sem þeir nnu Þrótt 4-1. Efnilegur KR-ingur albert guðmundsson sýndi góða takta. Fylgst með syninum Eiður Smári og ragnhildur, kona hans, voru mætt til að fylgjast með syni sínum. Efnilegur Mosfellingur afturelding var með öflug lið á Shellmótinu. Barátta um boltann ásgeir úr íBV stendur af sér hörku tæklingu. DV Sport mánudagur 2. júlí 2007 15 Hverjir eru bestir? Þessir ungu HK-ingar voru hressir. Stöngin í góðri gæslu nökkvi dan sá um að taka stöngina í hornum. Alex Jóhann Tekur sig vel út við hlið ívars Ingimarssonar. Úrslit A-liða Breiðablik lagði íBV í úrslitaleik a-liða. Efnilegur markvörður andri Steinarr er efnilegur markvörður í 6. flokki Vals. Shellmótsliðið 2007 liðið var að þessu sinni skipað alberti guðmundssyni úr Kr, andra Þór Sólbergssyni úr Fram, Brynjari Orra Briem úr Þrótti, grétari Snæ gunnarssyni úr Haukum, gunnari Sigurðssyni úr Val, jökli Blængssyni úr Fjölni, Pétri Steinari Þorsteinssyni úr gróttu, richard Sæþóri Sigurðssyni úr Selfossi, Vigni jóhannssyni úr Þór og Viktori Karli Einarssyni úr Breiðabliki. Hinu árlega Shellmóti í Eyjum (í dag Orkumótið) lauk í byrj- un júlí. DV birti veglega mynda- syrpu frá mótinu þann 2. júlí, þar á meðal mynd af úrvalsliði mótsins. Meðal leikmanna liðsins var Al- bert Guðmundsson, sem er nú, 10 árum síðar, orðinn atvinnumaður í Hollandi og einn efnilegasti leik- maður Íslands. sHeLLmÓtsLi ið 2007 6. júlí 2007 2. júlí 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.