Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 31
Stemningin var góð Góð stemning var á Sjálandi á Jónsmessugleðinni. Mynd © 2017 ValdiMar SaeMundSSon
„en hvað það var Skrýtið“ Listav
erkin voru
svo sannarlega fjölbreytt þó að þau féllu ö
ll undir þema
Jónsmessugleðinnar, en í ár var þemað „En
hvað það var
skrýtið“.
Jón lagði Sitt af mörkum Tónlistarmaðurinn geð-
þekki, Jón Jónsson, er Garðbæingur og lagði Grósku lið
með tónlistarflutningi sínum.
eru ýmist byrjendur eða þekktir
listamenn.“
Jónsmessugleðin var nú haldin
í níunda sinn og hefur alltaf verið
haldin á sama stað, á göngustígn-
um við strandlengjuna í Sjálands-
hverfinu í Garðabæ. Veðrið hefur
ávallt leikið við listamenn og gesti
þeirra og engin undantekning var
á því í ár. „En þó að myndi aðeins
rigna á okkur þá þola verkin það,
þau eru flest úr olíu eða akríl.“
Nýtt þema á hverju ári
„Sýningin er alltaf unnin út frá
þema og er því nýtt þema á hverju
ári,“ segir Laufey. Í ár var þemað
„En hvað það var skrýtið“ og því
þurfa sýnendur að vinna verk út
frá því. „Eitt árið var þemað „Jón“
og þá fengu allir Jónar í Garðabæ
16 ára og eldri sent boðsbréf sem
þeir þurftu að koma með á gleðina
til að komast í Jónapottinn. En úr
honum voru svo dregnir út Jónar
sem fengu listaverk að gjöf. Vakti
þetta mikla lukku.“ Auk þemans í
ár var óskað eftir að listamenn sem
og gestir myndu koma skringilega
klæddir og skreyta sig fjöðrum.
Flestir listamannanna sýndu verk
sín á striga, en innsetningar og
skúlptúrar voru líka með.
Jónsmessugleðin sýnir vel fjöl-
breytileika listsköpunar
Það var sem sagt ekki bara boðið
upp á myndlist á Jónsmessugleði
Grósku. Tónlistarmenn, bæði byrj-
endur og þekktari, lögðu Gróskufé-
lögum lið, sá þekktasti í ár er hinn
geðþekki Jón Jónsson. Óþekktari,
en ungar og efnilegar söngkonur,
voru systurnar Alexandra Rós og
Salóme Sól Norðkvist, sem skipa
Kvist, og Rakel Björk Björnsdóttir
og Sara Ósk Þorsteinsdóttir sem
skipa Artemis, en þær taka þátt í
Skapandi sumarstarfi Garðabæjar.
Alexandra Rós er einnig í Jazztríó-
inu Einsdagsfyrirvari sem kom
fram, ásamt Emil Árnasyni og
Jóni Unnari Hannessyni.
„Við höfum alltaf í
okkar starfi lagt okk-
ur fram við að tengja
okkur við æskuna.
Auk þeirra ungmenna
sem að framan eru
talin lagði Rebekka
Sif Sigurðardótt-
ir, söngkona með
meiru, okkur lið í
fjórða sinn og fékk
til liðs við sig Daniel
Jones píanóleikara.
Í ár var ljóðakveð-
skapur en þar var
ungur drengur,Þórð-
ur Brynjólfsson, sem
kvað ljóð Ingólfs
Ómars Ármanns-
sonar. Danshópur frá
Leikfélaginu Draumar
hefur líka verið með okkur frá
byrjun. Margir þessara hæfileika-
ríku unglinga eru að stíga sín fyrstu
skref, “ segir Laufey. „Einnig
eru einstaklingar sem hafa lagt
okkur lið frá upphafi og þar
má helst nefna Jóhann Björn
Ævarsson lúðrablásara, sem
hefur í gegnum árin blás-
ið gleðina inn og af með
alls kyns blásturshljóð-
færum, ásamt
Emil Snæ
Eyþórs-
syni.“
Í lok
gleðinnar
hefur
skapast
sú hefð
að
framkvæmdur er gjörningur
sem í ár bar nafnið „Fjaðrafok og
furðufuglar á hjartastað“. „Það er
ávallt reynt að hafa hann tákn-
rænan á einhvern hátt og í ár tóku
allir sýnendur höndum saman og
mynduðu hjarta. Upp úr miðju
hjartans flögruðu síðan yfir þrjátíu
hvítar dúfur, sem tákn um sam-
stöðu, framgang og það jákvæða
sem listsköp-
un
gefur umheiminum öllum.“
„Jónsmessugleðin hefur
farið fram úr okkar björtustu
vonum,“ segir Laufey, „og
við munum halda upp
á tíunda árið
á veglegan
hátt að ári.“
Skringilegur klæðnaður Lista-
menn voru beðnir um að mæta skringi-
lega til fara og mætti hulda hreindal
Sigurðardóttir með þennan skemmti-
lega bláa hatt.
rebekka Jenný reynisdóttir við verk sitt „Spegill“.
anna Björnsson við verk sitt.
hJartanS mál hrægramma laufey var með aðra af tveimur innsetn-ingum og ber verkið nafnið Hjartans mál hrægramma.
nikkan þanin hilmar hjartarson hefur
verið með öll árin, utan eitt. Hann tyllti sér niður
hér og þar og lék á nikkuna.