Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 47
Helgarblað 7. júlí 2017 KYNNINGARBLAÐ Gott í gogginn 3 „Allt hið góða sem getur gerst, það mun gerast“ Álftanes Kaffi: líffræðingurinn sem fór að reKa Kaffihús Mörgum þykir gott að geta haft það huggulegt á kaffi- húsi í göngufæri við heimilið. að sama skapi þykir fólki gott eftir langan vinnudag að geta tekið heim með sér tilbúinn mat á stað sem er skammt frá heimilinu, það er óneitanlega heppilegra en að aka í korter með pítsuna í bílnum.“ Þetta segir skúli guðbjarnarson sem rek- ur kaffihúsið Álftanes Kaffi ásamt eiginkonu sinni, sig- rúnu Jóhannsdóttur. stað- urinn hefur fengið afar góðar viðtökur allt frá því hann var opnaður síðla árs 2015. skúli er líffræðingur að mennt og áður var fátt sem benti til að hann ætti eftir að reka kaffihús. en þar spilar inn í að fyrir nokkrum árum fékk hann brennandi áhuga á brauðbakstri. Á Álftaneskaffi baka þau hjónin brauð, pítsur, sítrónukökur, súkkulaðikökur, vöfflur og fleira. „Það sem við seljum mest af eru pítsur, súpur og brauð sem við bökum sjálf. ein- hverra hluta vegna þykir fólki brauðmetið okkar einstaklega gott. Ég skil stundum ekkert í því, af því ég er ekki lærður bakari heldur líffræðingur að mennt. en ég fékk á sínum tíma mikinn áhuga á brauð- bakstri og það vill oft verða þannig að það sem maður sinnir af ástríðu heppnast vel. Ég hef alltaf gaman af því sem ég geri hverju sinni og sökkvi mér niður í það. Við notum súrdeig í brauð og pítsur en þurrger í snúð- ana. í súrdeigsbrauðinu erum við bæði með spelt og hveiti, graskersfræ, hörfræ og nigella-fræ. Þessi brauð eru bara skrambi góð. svo erum við með þetta fína kaffi frá Kaffitári og fólk er mjög ánægt með það. í síðustu viku kom til dæmis hópur af Bandaríkjamönnum sem langaði í latte og þeir sögðu að þetta væri besti latte sem þau hefðu bragðað.“ að sögn skúla voru það fyrst og fremst Álftnesingar sem sóttu kaffihúsið í fyrstu en fljótlega fór orðspor þess að berast til nágrannabyggð- anna og gestum fjölgaði mjög þaðan. en fjölmargir erlendir ferðamenn koma líka á Álftanes Kaffi enda hefur staðurinn fengið frábærar umsagnir á tripadvisor og pítsurnar á staðnum, sem þykja einstakar, eru orðn- ar frægar. sagan á bak við staðinn er ævintýri. skúli hefur kynnst því á lífsleiðinni að lífið getur verið mjög ófyrirsjáanlegt og það er til lítils að ætla að skipuleggja starfsferil sinn í framtíðinni þegar maður er ungur. hann leggur áherslu á það í samræðum við ungt fólk að aðalat- riðið sé að gera vel það sem maður gerir hverju sinni, þá muni lífsins straumur bera mann sjálfkrafa á réttu staðina. hann lifir eftir spakmælinu „allt hið góða sem getur gerst, það mun gerast“ því það hefur sannað gildi sitt hvað hann snertir: „Ég var í útlegð í noregi og stýrði fisk- eldisfyrirtæki uppi í fjöllum skammt frá skíðastaðnum geilo. Við vorum að rækta urriða til að sleppa í ár og vötn. síðan fór það svo fjárfestingarver- kefni í fiskeldi, sem ég hafði verið beðinn um að taka þátt í, varð ekki að veruleika og í kjölfarið bauð aðalfjárfestir- inn mér að hann tæki þátt í einhverju verkefni með mér heima á íslandi því hann taldi sig greina að mig langaði heim. Ég sagði að vissulega væri ég með mikla heimþrá því konan mín var á íslandi og mig langaði til að vakna aftur við hliðina á henni á morgnana. Þessi fjárfestir á núna 25% í Álftanes Kaffi en án hans hefði ég aldrei getað farið út í þetta. Þegar ég og konan mín fórum að skoða fjárfestingarmöguleika þá var ég búinn að vera að fást við brauðgerð í frístundum í þó nokkuð langan tíma og hafði til dæmis prófað mig áfram með aðferðir sem líkj- ast steinbakstri, með búnaði sem ég hafði keypt mér. Ég sagði við konuna mína: hvað með húsið þarna á Álftanesi sem stendur alltaf autt? Það er til sölu en kostar ekki mikið. mér virtist að þetta gæti gengið. Ég gerði nokkra útreikninga sem stóðust nokkurn veginn. maður myndi vinna þarna nánast einn til að byrja með en ráða starfs- fólk ef salan færi að aukast. Og nákvæmlega það hef- ur gengið eftir en við erum með starfsfólk núna. Við keyptum síðan húsið vorið 2015 en opnuðum ekki fyrr en í nóvember. Þetta urðu meiri viðgerðir en við höfðum reiknað með og auk þess tók sinn tíma að finna réttu rým- islausnirnar.“ ævintýrið heldur áfram því velgengni Álftanes Kaffis er sívaxandi. staðurinn er opinn frá þriðjudegi til föstudags, annars vegar frá 11 til 14 og hins vegar frá 17 til 21. um helgar er opið óslitið frá 11 til 21. afgreiðslutíminn er hins vegar sveigjanlegur því ef nægilega margt fólk situr inni á staðnum klukkan níu á kvöldin er því velkomið að sitja lengur og stundum er glatt á hjalla allt til 11 á kvöldin. nánar má lesa um Álftanes Kaffi á facebook- síðunni Álftanes Kaffi. stað- urinn er til húsa að Breiðu- mýri, Álftanesi. símanúmer er 777-8844.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.