Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 18
18 sport Helgarblað 7. júlí 2017 G uðlaugur Victor Pálsson samdi í vikunni við félagið, FC Zürich í Sviss en hann gerði þriggja ára samning við félagið. Guðlaugur kemur til Sviss frá Esbjerg í Danmörku þar sem hann var fyrirliði liðsins en eftir fall úr dönsku úrvalsdeildinni var ljóst að Guðlaugur myndi fara. Hann var gríðarlega eftirsóttur enda átti hann frábært tímabil með Esbjerg þrátt fyrir að liðinu hafi gengið illa. Guðlaugur var besti leikmaður liðsins og tvö fé- lög í Hollandi buðu honum samn- ing auk liða í Danmörku. Þessi ný- bakaði faðir ákvað hins vegar að fara á vit ævintýranna og semja við Zürich. ,,Þetta var mjög stuttur aðdrag- andi, ég og umboðsmaður minn fréttum af áhuga frá þeim fyrir nokkrum dögum. Daginn eftir var tilboð frá þeim komið til Esbjerg og næsta dag var ég bara mættur hingað að klára þetta. Þetta gerð- ist mjög hratt en ég var mjög spenntur fyrir þessu um leið og ég heyrði af áhuganum,“ sagði Guð- laugur Victor í samtali DV. Hafnaði liðum í Hollandi Guðlaugur hefur leikið víða á ferli sínum en meðal annars lék hann með NEC í Hollandi en hann fékk tilboð frá Willem II og Sparta Rott- erdam í Hollandi en kaus að fara til Sviss, lands sem hann hefur ekki spilað í ennþá. ,,Þetta var mest spennandi möguleikinn sem ég hafði, það voru tilboð frá Hollandi og Danmörku sem ég gat valið úr en ef ég horfi á þetta frá fótbolta- legu sjónarmiði þá var þetta besta skrefið að mínu mati. Þetta er líka betri möguleiki ef maður horfir á lífsstíl og fyrir fjölskylduna, ég held að við munum hafa það mjög gott í Zürich. Þetta var besti heildar- pakkinn sem var á borðinu fyrir mig á þessu augnabliki.“ ,,Það spilaði alveg inn í ákvörðun mína að fara í aðra borg og annað land þar sem maður lær- ir inn á aðra menningu, tilboðin sem komu frá Hollandi voru líka spennandi og borgirnar þar heill- uðu en ég hef verið í Hollandi og heildarpakkinn sem Zürich setti upp var klárlega betri. Bæði klúbburinn og hvernig þeir sjá mig sem fótboltamann, mitt mat var að þetta væri betra skref en að fara til Hollands. Það eru miklir möguleikar hérna ef maður er að standa sig vel, ég hef spilað í Dan- mörku og Hollandi og það verður spennandi að prófa Sviss. Það er geggjað að fara í nýja menningu og borg, ég get ekki beðið eftir því að byrja.“ Nýliðar í úrvalsdeildinni sem eru stórhuga FC Zürich er sögufrægt félag en liðið var þó í næstefstu deild á síðustu leiktíð en vann hana með yfirburðum, liðið er stór- huga núna og eru kaupin á Guð- laugi Victori liður í því að styrkja liðið. ,,Hér eru menn stórhuga, þeir eru í fjórða sæti yfir þau fé- lög sem hafa unnið deildina oft- ast hérna. Liðið vann bikarinn og kom sér í Evrópukeppni þegar það var í næstefstu deild. Núna er liðið komið upp og menn ætla sér stóra hluti, það er verið að styrkja liðið og væntingarnar fyrir tímabil- inu eru miklar. Þetta er virkilega spennandi. Basel hefur unnið deildina núna mörg ár í röð og eru í algjörum sérflokki, síðan eru fimm eða sex lið sem eru að berj- ast um hin Evrópusætin. Það er tíu liða deild hérna en það eru fleiri góð lið en slök, deildin er mjög jöfn fyrir utan Basel. Hér reyna öll lið að berjast um Evrópusæti.“ Glatað að vera fyrirliði og falla Eins og fram hefur komið féll Guð- laugur með Esbjerg úr dönsku úr- valsdeildinni á síðustu leiktíð en hans frammistaða skilaði honum skrefinu til Sviss. ,,Ég horfi á þetta þannig að það er auðvitað glötuð staðreynd að vera fyrirliði liðs sem fellur, það er eitthvað sem er erfitt að taka. Það er hins vegar ákveðin ástæða fyrir því að það voru lið sem vildu fá mig eftir fall, það er vegna þess að ég spilaði vel og það var eftir því tekið. Zurich var til- búið að borga fyrir mig, ég horfi til baka á þetta tímabil svekktur, en ég gerði mitt besta og get ver- ið stoltur af minni frammistöðu. Ég held vonandi áfram að bæta mig sem leikmaður hér í Sviss. Ég upplifi það sjálfur þannig að ég fann miklu meiri stöðugleika í leik mínum síðasta árið en hafði verið, oft hefur maður tekið nokkra leiki í röð góður og svo dottið niður. Á síðasta tímabili var ég að spila mjög vel heilt yfir allt tímabilið, ég fékk mikið hrós fyrir leik minn í Danmörku. Ég er byrjaður að sýna stöðugleika, ég held stöðunni miklu betur. Það var vandamál hjá mér áður að ég var of mikið að hlaupa úr stöðu sem er ekki gott fyrir varnarsinnaðan miðjumann. Í dag hef ég fundið jafnvægi í leik- inn og þá er auðveldara að spila leik eftir leik í sama gæðaflokki.“ Svekktur að vera ekki í lands- liðinu Guðlaugur á að baki sex lands- leiki fyrir Ísland en hann hefur ekki fengið mörg tækifæri síðustu ár, hann fékk tækifæri í janúar þegar liðið fór til Kína en þá voru leik- menn í hópnum sem fá sjaldan að vera með. ,,Maður vill auðvitað vera í landsliðinu og það er alltaf í huganum hjá manni að vinna sér inn sæti í þessum hópi. Samkeppn- in er hins vegar gríðarleg og þú sérð bara hvaða miðjumenn eru þarna, þú ert með Aron Einar og Gylfa Þór þarna. Emil Hallfreðsson og Birk- ir Bjarnason geta svo einnig leyst þessar stöður og síðan ertu með Rúnar Már Sigurjónsson og Ólaf Inga Skúlason, þarna eru sex frá- bærir leikmenn í hópnum að elt- ast um tvær stöður. Maður gerir sér því grein fyrir því að það er ekkert grín að vinna sér inn sæti í þessum hópi. Það eina sem ég hef vald á er að hugsa um mína spilamennsku með félagsliði og vona að það heili Heimi Hallgrímsson og Helga Kol- viðsson, núna er ég mættur í betra lið og í betri deild sem gefur mér vonandi meiri möguleika. Ég var mjög sáttur með það hvernig ég nýtti Kínaferðina, ég fékk góð við- brögð eftir hana en eins og staðan er í dag þá telja þjálfararnir að aðrir séu betri en ég í dag, ég þarf bara að breyta þeirri skoðun þeirra.“ Föðurhlutverkið hefur breytt lífinu Á dögunum varð Guðlaugur faðir í fyrsta sinn þegar lítill strákur kom í heiminn og hann segir hlutverkið magnað þótt það taki líka á. ,,Þetta eru búnar að vera fjórar svefnlaus- ar vikur, það tekur alveg tíma að venjast nýju hlutverki en ég myndi ekki skipta þessu út fyrir neitt ann- að. Núna snýst lífið ekki bara um mann sjálfan, það sem er í for- gangi hefur breyst. Drengurinn er í fyrsta sæti hjá manni, þetta er til- finning sem er ólýsanleg. Þetta er meiri háttar, þetta er alls ekki allt saman auðvelt en þetta er virki- lega gefandi.“ n Nýtt ævintýri í Sviss n Guðlaugur Victor flytur til Sviss n Ný áskorun innan og utan vallar 2009–2011: Liverpool á Englandi (var lánaður ti Dagen- ham & Redbridge um tíma) 2011–2012: Hibernian í Skotlandi 2012: New York Red Bulls í Bandaríkjunum 2012–2014: NEC í Hollandi 2014–2015: Helsingborg í Svíþjóð 2015–2017: Esbjerg í Dan- mörku 2017– FC Zürich í Sviss Guðlaugur mun í Sviss spila í sjöunda landinu á ferli sínum en hann hefur farið víða þrátt fyrir ungan aldur. Hefur farið víða á ferlinum: Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is MyNd dV SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.