Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 45
Sonur Cowell innbláStur góðverkS Safnaði tónlistarmönnum saman til að gefa út lag Eldsvoðinn í Grenfell Tower í London þann 14. júní síð-astliðinn þar sem minnst 80 manns létust og fjöldi íbúa turnsins missti heimili sitt og aleiguna, er sorgaratburður sem skók bresku þjóð- ina. Í kjölfarið kom fjöldi einstaklinga fram og sýndi stuðning sinn í verki og með fjárframlögum. Á meðal þeirra er fyrrverandi American Idol-dómar- inn, Simon Cowell, en hann býr rétt hjá Grenfell Tower. Það sem rak Cowell fyrst og fremst áfram til að sýna stuðning sinn í verki var þriggja ára sonur hans, Eric. „Það að fara á staðinn og hitta foreldra sem misst höfðu börn sín í eldsvoðanum og börn sem voru orðin foreldralaus og tilhugsunin um að missa Eric á sambærilegan hátt, gerði það að verkum að Simon vildi gera allt sem hann gat til að hjálpa til,“ segir vinur Cowell í viðtali við breska blaðið Heat. Cowell, sem hefur alltaf styrkt góðgerðarmálefni, lagði um 13 millj- ónir íslenskra króna í söfnunina, en að þessu sinni vildi hann gera meira og fékk til liðs við sig 50 tónlistar- menn til að taka upp lag til styrktar fórnarlömbum eldsvoðans. Lagið sem varð fyrir valinu er lag Simon & Garfunkel, Bridge Over troubled Water, og var það tekið upp í Sarm-hljóðverinu í Notting Hill, og kom í sölu viku eftir brunann og náði toppsæti breska listans 23. júní síðast- liðinn. Lagið sló met þessa áratugar í sölu á útgáfudeginum. Lagið má kaupa og/eða styrkja með fjárframlögum á heimasíðunni artistsforgrenfell.com. Listamennirnir sem Leggja fram Lið sitt í Laginu eru: 5 After Midnight Angel Anne-Marie Bastille Brian May – Queen Carl Barât – The Libertines Craig David Deno Donae’o Dua Lipa Ella Eyre Ella Henderson Emeli Sandé Fleur East Gareth Malone & The Choir for Grenfell Geri Halliwell Gregory Porter James Arthur James Blunt Jessie J Jessie Ware John Newman Jon McClure – Reverend and the Makers Jorja Smith Kelly Jones – Stereoph- onics Labrinth Leona Lewis Liam Payne London Community Gospel Choir Louis Tomlinson Louisa Johnson Matt Goss Matt Terry Mr Eazi Nathan Sykes Nile Rodgers Omar Paloma Faith Pixie Lott Ray BLK RAYE Rita Ora Robbie Williams Shakka Shane Filan Stormzy The Who (Roger Daltrey, Pete Townshend) Tokio Myers Tom Grennan Tony Hadley Tulisa WSTRN Tupac „dömpaði“ madonnu af því að hún er hvíT Ritaði hjartnæmt afsökunarbréf úr fangelsi Í viðtali við Howard Stern árið 2015 staðfesti söng- konan Madonna tveggja áratuga gamlan orðróm um að hún og rapparinn tupac hefðu átt í ástarsambandi. Munu þau hafa verið í sambandi 1994–1995, en hvorugt þeirra gaf nokkuð upp opinberlega með það á sínum tíma, en tupac var skotinn til bana árið 1996. Í viðtalinu við Stern gaf Madonna engar fleiri upplýs- ingar um samband þeirra. Vefmiðillinn TMZ hefur nú birt brot úr bréfi sem Tupac skrifaði Madonnu meðan hann sat í fangelsi árið 1995 og samkvæmt því er ljóst að sam- bandið endaði þar sem Tupac sagði Madonnu upp þar sem hún er hvít. Í bréfinu biður hann hana innilega afsökunar og segir að þó að fólk hafi talið hana opna og frjálslynda fyrir að vera í sambandi með svörtum manni, hafi hann þvert á móti fundið fyrir pressu til að ljúka sambandinu til að verja ímynd sína. Hann nefnir einnig að hann sé ungur maður með takmarkaða reynslu, en hún heimsþekkt kyn- tákn. Þrettán ára aldursmunur var á parinu. Að lokum biðlar hann til Madonnu að koma og heimsækja hann í fangelsið og að reynslan hafi kennt honum að taka ekki tímann sem sjálfgefinn. Bréfið mun fara á uppboð 19. júlí næstkomandi og er byrjun- arboð 100 þúsund dollarar, eða ríflega 10 milljónir íslenskra króna. Talið er að það muni fara á mun hærra verði, en síðasta bréf Tupac sem selt var á uppboði fór á 170 þúsund dollara. Bréfið frá tupac Afmælisbarn hvetur til ástar- og friðaröldu Ringo Starr 77 ára í dag Fyrrverandi Bítillinn Ringo Starr á afmæli í dag og fagnar 77 ára afmæli sínu. Á Facebook-síðu sinni hvetur hann einstaklinga um allan heim til að taka þátt í að mynda öldu ástar og friðar með því að hugsa um, segja og/eða pósta friðarmerki með #peaceandlove á hádegi á staðar- tíma. Þannig mun alda ástar og friðar ná að færast um jörðina með því að byrja á há- degi í Nýja-Sjá- landi og enda á hádegi í Havaí. Í myndbandi sem Ringo birti á Facebook- síðu sinni, ringostarr- music, má sjá hann í bol sem inniheldur textabrot úr laginu It's Oh So Quiet sem Björk gerði ábreiðu af 1995. Við óskum Ringo til hamingju með daginn og hvetjum alla til að taka þátt. fjöLskyLdan Foreldrarnir Simon Cowell og Lauren Silverman ásamt syninum Eric.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.