Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 30
Jónsmessugleðin er fyrst og fremst menningarvið-burður Grósku í samstarfi
við Garðabæ,“ segir Laufey. „Á
Jónsmessugleðinni halda félagar
Grósku myndlistarsýningu og leyfa
með því gestum hennar að kynnast
listsköpun þeirra. Einkunnarorð
hátíðarinnar frá upphafi hafa verið
„Gefum, gleðjum og njótum“. Því
er allur undirbúningur hennar og
framkvæmd unnin með gleði og
án endurgjalds. Stjórn Grósku í
samvinnu við Garðabæ sér um allt
skipulag hennar, en til að svo viða-
mikill viðburður sem hún er orðin
nái fram að ganga sem best er líka
öllum sýnendum úthlutað ákveðnu
verkefni til að bera ábyrgð á. Það
eru því margir sem hjálpast að við
að þetta sumarævintýri Grósku
verði að veruleika ár hvert. Á
hverju ári leitum við líka til ólíkra
listamanna til að leggja okkur lið
með fjölbreytta viðburði. Hefur það
ávallt gengið vel og hafa bæði byrj-
endur sem og þekktari ljáð okkur
lið. Fyrir þann velvilja þeirra erum
við sannarlega þakklát fyrir.“
Gróska sett á laggirnar
Grasrótarstarf Grósku hófst 2007
en hún var formlega stofnuð 2009
og eru félagar í dag um 80 talsins,
af báðum kynjum, þó að konur séu
í meirihluta. Er sá yngsti 23 ára
og sá elsti um nírætt. Í félaginu er
mikil breidd, allt frá byrjendum
í myndlistinni til þekktari lista-
manna.
Þegar Laufey fékk hugmyndina
um að koma á fót samstarfi mynd-
listarmanna í Garðabæ á sínum
tíma nálgaðist hún símanúmer
annarra listamanna í Garðabæ hjá
Sambandi íslenskra myndlistar-
manna (SÍM). „Þegar við byrjuðum
hafði ég búið lengi í Garðabæ, hafði
nýlokið listnámi frá Listaháskóla
Íslands en þekkti enga starfandi
listamenn sem bjuggu í bænum.
Því ákvað ég að hringja í þá sem
ég fékk uppgefin símanúmer hjá
og athuga hvernig þeim litist á
hugmyndir mínar um að stofna
einhvers konar félag eða í það
minnsta að koma okkur saman
um að vera sýnilegri bæjarbúum,
sem og öðrum,“ segir Laufey. „Við
vorum 8–10 sem byrjuðum og
þekktumst lítið innbyrðis en í dag
eru þetta góðir vinir mínir.“
„Ég brenn einnig fyrir því að við
Garðbæingar eignumst listasafn,
þetta er bara framkvæmd sem þarf
að klára, finna undir það húsnæði
og setja markvissa stefnu því til
uppbyggingar og framþróunar,“
segir Laufey. „Ég á mér einnig þann
draum að Garðabær verði þekktur
sem menningar- og listabær því hér
býr fullt af frábærum listamönnum
með fjölbreyttan bakgrunn í sinni
listsköpun, svo sem tónlist, mynd-
list, ritlist og kvikmyndagerð – hér
er einfaldlega öll flóran.“
Jónsmessugleðin orðin eftirsóknarverð
meðal listamanna
„Félagsmenn Grósku skrá sig
til þátttöku í Jónsmessugleðinni
og einnig höfum við boðið til liðs
við okkur myndlistarmönnum úr
öðrum bæjarfélögum og er þátttaka
orðinð eftirsóknarverð. Í ár voru
til dæmis með okkur listamenn frá
Kópavogi, Suðurnesjum, Vest-
mannaeyjum og Akranesi,“ segir
Laufey. „Eins og áður segir leitum
við einnig til annarra listamanna
í Garðabæ með viðburði og hefur
sú beiðni okkar fengið frábærar
viðtökur. Þau sem leggja okkur lið
Árleg Jónsmessugleði Grósku, félags mynd-
listarmanna í Garðabæ, fór fram fimmtu-
daginn fyrir Jónsmessu á göngustígnum við
strandlengjuna í Sjálandshverfi Garðabæj-
ar. Sú sem átti hugmyndina að Jónsmessu-
gleðinni, ásamt stofnun Grósku, er Laufey
Jensdóttir, myndlistarmaður og formaður
Grósku.
„Gefum, gleðjum og njótum“
Eliza Reid forsetafrú, sem setti hátíðina,
ásamt formanni Grósku, Laufeyju Jens-
dóttur. Mynd © 2017 ValdiMar SaeMundSSon
Listmyndataka Það má taka mynd
af sér með listaverkunum.