Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 7. júlí 2017fréttir Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira É g fæ enga hjálp,“ segir Svan- ur Elí Elíasson, sem býr ásamt hundinum sínum, Kleó, í bíl á tjaldsvæðinu í Laugardal. Svanur, sem leigði herbergi á höf- uðborgarsvæðinu síðasta vetur, var sagt upp leigunni í vor. Hann seg- ir ástæðu uppsagnarinnar meðal annars þá að hann á hund. Svan- ur þarf að greiða leigu út ágúst- mánuð. Það eru 80 þúsund krón- ur á mánuði. Hann getur þó ekki hugsað sér að losa sig við hundinn, sem er ekki velkominn í húsið, eftir að nágrannar hans kvörtuðu undan dýrinu. Heppinn að fá símatíma Svanur kýs því heldur að sofa í bíln- um þar sem hann má ekki leng- ur vera með Kleó í herberginu. „Ég er mjög háður hundinum mínum. Mér þykir óendanlega vænt um Kleó og hún treystir alfarið á mig,“ segir Svanur og bætir við að hann hafi þungar áhyggjur af því hvað verði um sig. Hingað til hefur Svani enn ekki tekist að finna nýtt her- bergi á viðráðanlegu verði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Svanur er á götunni en hann hef- ur í gegnum tíðina átt erfitt með að fóta sig í samfélaginu. Svanur er ör- yrki og á við geðræn vandamál að stríða. Hann gagnrýnir harðlega hvað honum standa fá úrræði til boða í félagslega kerfinu. „Ég hringdi í hverfastöðina mína. Þar er maður heppinn ef maður fær símatíma. Hvað þá viðtalstíma. Ráðgjafinn minn segir einfaldlega að það sé ekkert hægt að gera fyr- ir mig. Þau geta ekki einu sinni að- stoðað mig við að greiða af tjald- svæðinu, sem kostar 3.000 krónur nóttin. Ég á varla fyrir mat. Mér líð- ur eins og flóttamanni í mínu eig- in landi.“ Það sem Svani þykir hvað erfiðast er að vita ekki hvað gerist næst. Hann á mjög lítið eftir þegar hann er búinn að borga leigu og aðra reikninga um hver mánaða- mót. Þá þarf hann að borga tjald- svæðinu í Laugardal 3.000 krónur á dag. Svanur furðar sig á því að kerf- ið komi ekki betur til móts við fólk í hans stöðu. „Það er engin reisn fólgin í því að búa í bíl. Að hafa ekki í nein hús að venda. Auðvitað ætti borgin að vera fyrir löngu búin að útvega mér öruggt húsnæði. Það eru mjög margir þarna úti sem eiga hvorki í sig né á. Og enginn gerir neitt. Eins og staðan er núna sé ég ekki fram á annað en að ég verði í bílnum það sem eftir er.“ Ástandið er slæmt Svanur er langt frá því að vera einn í þessari erfiðu stöðu. Daglega venur hann komur sínar í kaffistofu Sam- hjálpar í Borgartúni. Þar hefur hann kynnst þó nokkuð mörgum heimil- islausum karlmönnum sem búa í bíl sínum, eða í tjöldum. Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, staðfestir í samtali við DV að fjölmargir einstaklingar séu heimilislausir á Íslandi. Samhjálp rekur, meðal annars, nokkur áfangaheimili sem eru ætl- uð utangarðsfólki á borð við Svan. Fjármagnið sem Samhjálp fær í verkefnin eru af mjög skornum skammti og að mati Varðar í litlu samræmi við þörfina. Því sé óger- legt að hjálpa öllum, sem sé stórt vandamál út af fyrir sig. Þar að auki hefur utangarðsfólki fjölgað síðustu ár. Á sama tíma hefur staðan á hús- næðismarkaðinum aldrei verið jafn erfið. „Það er ekkert leyndarmál að ástandið er slæmt. Við gerum okk- ar besta til að aðstoða alla sem koma til okkar. Auðvitað spilar það inn í að bara hjá Reykjavíkurborg eru yfir 1.000 manns á biðlista eft- ir félagslegum úrræðum. Auðvitað ættum við að gera miklu meira fyr- ir þá sem eru utangarðs í samfé- laginu,“ segir Vörður. Bjarni Geir Alfreðsson, verk- efnastjóri kaffistofu Samhjálp- ar, bendir á að enginn ætli sér að verða utangarðs í samfélaginu. Það sé gríðarlega mikilvægt að skoða vel og rækilega af hverju fólk endar í þessari stöðu og hvort sé hægt að grípa fyrr inn í aðstæð- urnar. „Sveitarfélögin og ríkið eiga að leggja sitt af mörkum í þennan málaflokk. Ekki varpa öllum kostn- aðinum yfir á frjáls félagasamtök eins og okkur. Setjum heldur meira í þennan málaflokk og hjálpum þessu fólki í eitt skipti fyrir öll.“ n Heimilislausum fer fjölgandi Nýjustu tölur eru frá árinu 2012 Í niðurstöðum rannsóknar, Kortlagning á fjölda og hög- um utangarðsfólks/ og eða heimilislausra í Reykjavík, sem Erla Björg Sigurðardóttir gerði fyrir velferðarsvið Reykja- víkurborgar árið 2012, kemur fram að 179 einstaklingar féllu undir skilgreiningu um heim- ilislausa árið 2012 í Reykjavík. Karlar voru í meirihluta, eða 62,56 prósent. Fjöldi kvenna var 64 og fjöldi karla 112. Til viðbót- ar kom kyn ekki fram hjá þrem- ur einstaklingum. Árið 2009 þegar sambærileg rannsókn var gerð var 121 einstaklingur ut- angarðs/ og eða heimilislausir. Heildarfjöldi þessa hóps hafði því aukist um 32,4 prósent. Konur voru 24 prósent af heildarfjölda árið 2009 en voru 35,8 prósent árið 2012. Þeim hafði því fjölgað nokkuð. Flestir sem eru heimilislaus- ir, eða 89,4 prósent, á Íslandi áttu uppruna sinn á Íslandi. Pólskir ríkisborgarar voru 6,7 prósent og aðrir um 1 prósent og færri. Samtals voru 10,6 pró- sent heimilislausra árið 2012 af erlendum uppruna. Áfengis- og annar vímuefna- vandi var talin helsta orsök þess að viðkomandi einstaklingar voru utangarðs og/eða heimil- islausir. Þar á eftir voru geðræn vandamál algengasta orsökin. Heimilislausum einstakling- um er boðið upp á fjölbreytta þjónustu. Hjá þjónustumið- stöðvum Reykjavíkurborgar er veitt félagsleg ráðgjöf, stuðn- ingsviðtöl, virkniráðgjöf, endurhæfing og hluti heimil- islausra á rétt á fjárhagsaðstoð. Þá sjá þjónustumiðstöðvarn- ar um aðstoð vegna húsnæð- ismála. Þar á meðal umsókn- ir um félagslegt leiguhúsnæði, sérstakar húsaleigubætur og stuðning vegna búsetuúrræða. Samhjálp veitir neyðar- gistingu, snyrtiaðstöðu, mál- tíðir og ýmsan stuðning. Þá reka samtökin meðferðar- og áfangaheimili sem og ýmsan stuðning. Rauði kross Íslands veitti neyðargistingu, snyrtiað- stöðu, máltíðir, úthlutun hreinna sprautunála og ýmsan stuðning. Lögreglan veittti neyðargistingu og akstur á milli staða. n Svanur Elí Elíasson býr á tjaldsvæðinu í Laugardal n Sér ekki fram á að fá húsnæði á viðráðanlegu verði n Getur ekki hugsað sér að vera án hundsins síns, Kleó „EnGinn GErir nEitt“ Kristín Clausen kristin@dv.is Heimilislaus Svanur sér ekki fram á að staða hans batni á næstunni. Mynd dV Sigtryggur Ari Svanur býr í bílnum sínum Gat ekki hugsað sér að yfirgefa hundinn sinn. Mynd dV Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.