Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 7. júlí 2017 H ildur hefur getið sér gott orð fyrir ævintýralegar sýningar, draumkennd prent, kvenlegan fatn- að með hönnun sem hefur skír- skotanir í gamalt handverk og ís- lenska náttúru. Fyrr á þessu ári opnaði Hildur sína eigin verslun á Skólavörðustíg undir nafninu Yeoman og hyggur á útrás á er- lenda markaði. Hún hefur komið víða við, til dæmis unnið fatalínu með 66°Norður og gert fatnað fyr- ir dansverk Íslenska dansflokks- ins og sviðsfatnað fyrir Björk Guð- mundsdóttur og kennir jafnframt fatahönnun við Listaháskóla Ís- lands. Bjó til ævintýraheima Hildur er fædd árið 1983 og starfar sem fatahönnuður, en vinnur einnig með fólki úr öðrum list- greinum. Tónlist, myndlist, dans og ljósmyndun eiga stóran þátt í að gera hugarheim hennar áþreif- anlegri og segja söguna sem hún vill tjá hverju sinni. Hildur seg- ist hafa verið listrænt barn, alin upp í Seljahverfinu í Breiðholti og Foldahverfinu í Grafarvogi. „Ég var alltaf að teikna og skrifa sög- ur, ég var ekki mikið að sauma þegar ég var barn en meira að búa til einhverja heima og ævin- týri. Ég kem ekki frá heimili þar sem voru starfandi listamenn í kringum mig en þar ríkti samt ákveðin sköpunargleði, þetta eru litríkir karakterar og þar er mikill drifkraftur, til að mynda varðandi matargerð, kennslu og fleira. Ég var ósköp venjuleg stelpa, frekar rólegt barn en hafði alltaf mikinn áhuga á listum. Í Foldaskóla var mjög góð myndlistarkennsla sem höfðaði til mín. Ég byrjaði síðan í Menntaskólanum í Reykjavík en flutti mig í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og kláraði stúdent það- an á listnámsbraut.“ Tilviljun að Hildur lærði fata- hönnun Að stúdentsprófi loknu hóf Hild- ur nám í Listaháskóla Íslands. Hún segir það næstum hafa ver- ið tilviljun að hún endaði í fata- hönnun, hún hafi alls ekki ver- ið ákveðin þegar að því kom að sækja um nám. „Valið stóð á milli myndlistar eða fatahönnunar en ég ákvað síðan að sækja um í fatahönnun og komst inn. Ég var spennt fyrir mystískum glamúr sem mér fannst einkenna tísku, hafði haft mikinn áhuga á tísku- heiminum og að klæða mig og það rak mig áfram til að taka ákvörðunina. Ég hafði í raun ekki hugmynd um hvað þetta snerist þegar ég byrjaði, ég átti eftir að reka mig á það að starf hönnuðar- ins er að minnstum hluta tengt glamúr. Þegar ég var í myndlist- arnámi vann ég verk sem hægt var að flytja beint yfir á textíl. Það var þá sem ég áttaði mig á því að fatahönnun gæti verið spennandi strigi fyrir mína listsköpun.“ Námið skapandi og lærdóms- ríkt Hildur segir námið hafa verið mjög gott, skapandi og lærdóms- ríkt og það sé grunnur að henn- ar hönnun í dag. Þá hafi skólinn verið afskaplega skemmtilegur. „Ég fílaði mig rosa vel í skólanum, námið var mjög krefjandi og átti mjög vel við mig. Ég kunni vel við kennarana og fólkið í bekknum mínum var frábært, þau eru enn- þá vinir mínir. Námið þar gerði mér kleift að fara út í þá hönnun og sköpun sem ég hef unnið með en einnig starfsnámið sem ég fór í, þar lærði ég mjög mikið,“ en Hildur var bæði í starfsnámi í London hjá hinum virta Jonath- an Saunders og einnig í París hjá Yasbukey. „Ég var líka, eins og ég sagði, svo heppin með bekk. Þar var fólk fullt af eldmóði, við hvött- um hvert annað áfram en vorum líka í smá keppni sem skiptir máli í þessu.“ Hildur segir að Íslendingar búi vel því Listaháskólinn sé mjög góður skóli en hún hefur sjálf kennt við hönnunardeild skól- ans um nokkurt skeið. „Við erum líka svo fá að aðgengi okkar að kennurum er ótrúlega mikið og miklu meira en annars staðar. Úti hittir maður kannski kennara einu sinni í mánuði en hérna er það næstum því daglega. Við höf- um mikið rými í skólanum og það er ákveðin orka við að læra og starfa á Íslandi, líklega er það vegna smæðar þjóðarinnar og lítillar stéttaskiptingar. En hér gerast hlutirnir hraðar og það er auðveldara að fá fólk til þess að vinna þverfaglega að ýmsum ver- kefnum.“ Þarf að koma Listaháskólanum undir eitt þak Listaháskólinn býr við þá erf- iðu stöðu að húsnæðismál hans eru í algjörum ólestri, deildir eru dreifðar í mismunandi húsum um allan bæ og sumar hverjar í óboð- legu húsnæði. Því, segir Hildur, er ekki eins mikið listrænt samstarf milli deilda og gæti verið. „Það er ekki eins mikið og gæti verið, og ætti að vera, því húsnæðismál skólans eru auðvitað í ólestri. Ef við værum öll undir sama þaki þá myndi þetta vera mun meira, það er ég viss um. Það verður að fara að klára húsnæðismál skólans, koma honum öllum á sama stað í rými sem virkar fyrir allar list- greinar. Það mun styrkja íslenskar listir verulega þegar af verður.“ Þurfum að setja miklu meiri peninga í listir Hvað með umhverfið sem hönnuðir og listamenn búa við á Íslandi? Styðjum við nóg við bak- ið á þeim? Hvaða máli hafa til dæmis styrkir sem þú hefur feng- ið skipt í þinni vinnu? „Þeir hafa skipt mjög miklu máli. Ég hugsa að ég væri auðvit- að ennþá að gera eitthvað í þess- um efnum, að hanna, að skapa, en ég væri ekki komin svona langt. Að fá stuðning til að halda sýningar, að vinna að listsköpun, það skiptir öllu máli til að þró- ast og koma undir sig fótunum. Þetta eru ekki stórar upphæðir en þær skipta máli. Flestir þurfa að vinna mikið meðfram listsköpun- inni, sérstaklega snemma á ferl- inum, en ég hef verið svo heppin Sækir innblástur í náttúruna og landið „Það er ekki spennandi að leita að innblæstri á netinu.“ MyNd SigTryggur Ari „Það var hollt að átta sig betur á stéttaskiptingunni sem var innan tískuheims- ins og fórnunum sem ég þyrfti að færa ef ég ætl- aði mér lengra í þessum bransa. Ný lína Ný lína Hildar er að detta í hús þessa dagana. MyNd SigTryggur Ari Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.