Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 58
34 Helgarblað 7. júlí 2017 L ola Montez átti ekki langa ævi en viðburðarík var hún sannarlega. Hún fæddist á Írlandi árið 1821 og hét réttu nafni Elísa Gilbert. Móðir henn- ar hugðist gifta hana karlskröggi á sjötugsaldri en hinni fimmt- án ára gömlu dóttur hennar leist afar illa á þá hugmynd og stakk af með hermanni sem var þó nokk- uð eldri en hún. Þau fluttu saman til Indlands en Lola yfirgaf hann eftir fjögurra ára samband. Hún hélt síðan til Spánar þar sem hún lærði spænska dansa og tók upp nafnið Lola Montez. Þaðan lá leiðin til Englands þar sem hún dansaði á sviði við litlar undirtekt- ir. Hún sá fram á að eiga ekki fram- tíð fyrir sér á bresku sviði og hélt til Þýskalands. Í Dresden hitti hún ungverska tónskáldið Frans Liszt. Með þeim tókust ástir en samband þeirra var stormasamt og stóð í skamman tíma. Lola var afar fögur, gáfuð, málsnjöll og hnyttin. Á móti kom að hún mátti ekki heyra sér and- mælt. Ef það gerðist trylltist hún af bræði. Hún hafði enga sjálfstjórn og lét hendur skipta af minnsta tilefni. Hún var sjálfhverf og eig- ingjörn en gat einnig sýnt af sér mikla gæsku, sérstaklega ef börn og fátæklingar áttu í hlut. Hún var óvenjuleg manneskja að öllu leyti. Ástkona konungs Lola hélt til Parísar þar sem gagn- rýnendur gáfu henni þá einkunn að hún væri annars flokks dansari. Hún kynntist gagnrýnandanum Henri Dujarier sem varð elskhugi hennar. Hann lést í einvígi og Lola harmaði hann en hélt til Bæj- aralands til að hefja nýtt líf. Með henni fór splunkunýr elskhugi en þau urðu fljótlega ósátt og sam- bandinu lauk þegar Lola skaut í bræðiskasti úr byssu sinni að hon- um. Í Bæjaralandi ríkti Lúðvík I konungur sem á þessum tíma var sextugur. Lolu tókst að fá áheyrn hjá honum og hann varð gagn- tekinn af henni. Milli þeirra tók- ust ástir og Lola fór að skipta sér af stöðuveitingum og gerðist æði afskiptasöm. Hún öðlaðiast póli- tísk völd og tókst að hrekja úr embætti einn af helstu ráðherr- um ríkisstjórnarinnar og losa sig við nokkra háttsetta óvildarmenn. Konungur veitti henni aðalstign en hrokafull framkoma hennar gerði að verkum að alþýða lands- ins snerist gegn henni og óvin- sældir konungs jukust að mikl- um mun. Kvöld eitt söfnuðust um sex þúsund manns saman fyrir framan íbúð Lolu og gerðu hróp að henni. Lola gekk að gluggan- um með kampavínsglas og skálaði við mannfjöldann til að ögra hon- um. Skál hennar var svarað með steinakasti. Konungur kom á vett- vang og dvaldi um stund hjá Lolu. Þegar hann hélt síðan til hall- ar sinnar elti mannfjöldi hann og æpti að honum. Kvöld eitt hélt fjölmenni að húsi Lolu. Hún kom út á svalir og var heilsað með hrópum og háðs- yrðum. Nokkru síðar kom hún út úr húsi sínu með skammbys- su í hönd og hrópaði: „Hér er ég. Drepið mig ef þið þorið.“ Fólkið henti steinum að henni. „Þið hitt- uð ekki,“ æpti hún, „ef þið ætlið að hitta eigið þið að miða hér,“ sagði hún og benti á hjarta sitt. Vinir hennar og þjónustufólk þutu út og drógu hana aftur inn í húsið. Stuttu síðar báru vinir Lolu hana æpandi og öskrandi út úr húsinu og hentu henni inn í vagn sem síðan var ekið burt á miklum hraða. Lýðurinn rak upp fagnaðaróp. Lola var farin. Kvatt með tárum Lola hélt til Sviss og þaðan sendi hún konungi bréf og bað hann að koma og búa með sér. Þegar ekk- ert svar barst frá honum dulbjó hún sig sem karlmann og hélt til München. Lögreglu barst tilkynn- ing um manneskju með falskt yfir- skegg og handtók Lolu og fór með hana á lögreglustöð. Þangað kom konungur og Lola bað hann að fylgja sér. Hann neitaði því og þau kvöddust með tárum. Konungur hafði glatað trausti þjóðar sinnar og ást hans á Lolu hafði þar nokkuð að segja. Til að koma á ró í landinu afsalaði hann sér krúnunni til son- ar síns. Lola var komin til Bretlands og þar giftist hún ungum manni sem hún skildi fljótlega við. Leið hennar lá til Ameríku þar sem hún giftist en skildi fljót- lega. Hún bjó í Ástralíu um tíma og þegar hún hélt það- an til Banda- ríkjanna tók hún með sér elskhuga sem var kvæntur maður. Eina nótt fór elskhuginn upp á dekk og sneri ekki aftur. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð en aðrir sögðu að hann hefði stokkið í hafið vegna erfiðs sambands við Lolu. Leit á sig sem synduga konu Lola tók að sér nýtt hlutverk sem fyrirlesari og talaði um ýmis efni, eins og fegrunarlyf, konur í mann- kynssögunni og kaþólska kirkju. Hún var orðin mjög trúuð og leit á sig sem synduga konu sem þarfn- aðist fyrirgefningar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að sjálfhverfa sín og hégómleiki hefði orðið til þess að hún hefði troðið miskunnar- laust á þeim sem stóðu í vegi fyr- ir henni. Hún lagði sig fram við að öðlast samkennd og auðmýkt. Henni gekk það ekki alltaf jafnvel en hún var sannfærð um að Guð myndi taka viljann fyrir verk- ið. Síðustu tvö árin sem Lola lifði bjó hún við fátækt. Hún fékk hjartaáfall sem hún jafnaði sig á en síðan fékk hún lungnabólgu sem varð svo skæð að hún vissi að hún myndi ekki lifa hana af. Hún lét sækja prest sem veitti henni síð- asta sakramentið. Hún lést í jan- úarmánuði 1861, þrjátíu og níu ára að aldri. Vinkona Lolu skrif- aði Lúðvíki, fyrrverandi konungi, og bað hann að kosta girðingu um gröf Lolu. Henni barst ekki svar. n Ævintýrakonan Lola Lola Montez Hún var óvenjuleg manneskja að öllu leyti. Sinnaskipti Síðustu árin sem hún lifði leit Lola á sig sem synduga konu. Ein umdeildasta kona 19. aldar endaði ævi sína sem iðrandi syndari„Nokkru síðar kom hún út úr húsi sínu með skammbyssu í hönd og hrópaði: „Hér er ég. Drepið mig ef þið þorið.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is menning - KjarnaKonur úr fortíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.