Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 48
Helgarblað 7. júlí 2017KYNNINGARBLAÐ4 Gott í gogginn Borgari sem vekur bragð- laukana með látum ChuCk Norris Grill, ekki bara fyrir þá allra hörðustu sagt er að hann felli ekki tár við að skera lauk, heldur sé það laukurinn sem væli. einnig ganga sögur um að hann hafi eitt sinn verið bitinn af baneitruðum snák, sem lést síðan sjálfur af völdum eitrunar eftir að hafa engst um í fjóra klukkutíma. þeir eru margir naglarnir í hollywood en Chuck Norris er án efa sá harðasti af þeim öllum. það er líka sagt að ham- borgararnir frá Chuck Norris Grill séu þeir bestu í bænum, en þar er um að ræða lítinn en kröftugan veitingastað í miðbænum, sem selur frábæra borgara, samlokur, steikur og salöt á heiðarlegu verði. Einstakt chili-majónes og sult- aður laukur. Banvæn blanda! „kjötið sem við notum er alltaf fyrsta flokks. einnig látum við sérbaka fyrir okkur brauð fyrir borgarana og samlokurnar. það sem gerir hamborgar- ana okkar sérstaka er sultaði laukurinn sem við sultum samviskusamlega á hverjum morgni. hann gefur smá kikk á meðan chili-majónesið okk- ar gefur léttan kinnhest til að vekja bragðlaukana. sultaði laukurinn vinnur sérlega vel á móti chili-majónesinu og gef- ur gott jafnvægi í bragði og styrkleika. Úr verður banvæn blanda sem gerir borgarann epískan eins og Chuck Norris sjálfan,“ segir Jón bjarni, eig- andi Chuck Norris Grill. Sósubarinn fyrir þá sem vilja „spæsa“ upp matinn þeir sem vilja færa matinn sinn upp á næsta stig geta tekið hring á sósubarnum víðfræga sem Chuck Norris Grill býður gestum sínum upp á. „þetta er opinn bar með 20–30 gerðum af sósum sem eru tilvaldar til þess að „spæsa“ upp matinn. Við erum með spicy sriracha- sósu, bbq-sósu, hot sauce og margt fleira. Við látum það ekki fréttast að einhver hafi fengið bragðlausan borgara á Chuck Norris Grill,“ segir Jón bjarni. Heiðarlegir hamborgarar fyrir eiturharða nagla eins og Chuck Norris sjálfan, þá mælir Jón bjarni sérstaklega með tvöfaldum Wabamm með bræddum óðalsosti, sultuðum lauk, tómat, fersku salati og chili-majónesi. honum fylgja franskar og var hann sérstaklega hannaður með snillinginn Chuck Norris í huga. en Chuck Norris Grill er ekki bara fyrir eiturharða nagla sem kalla ekki einu sinni ömmu sína ömmu sína. þessi rómaði veitingastaður er fyrir alla sem hafa smekk fyrir bragðgóðum og vel gerð- um mat. skammtarnir eru rausnarlegir og verðið kemur skemmtilega á óvart. þannig er Chuck Norris-andinn kraft- mikill, heiðarlegur, bragðmikill, hreinn og beinn því á Chuck Norris Grill færðu einfaldlega góðan mat á góðu verði. Vilji menn gera sérstaklega vel við sig þá er líka hægt að fá sér sæti á Dillon Whisky bar á efri hæðinni og panta mat- inn þangað upp og súpa á einhverri þeirra 180 tegunda af whisky sem boðið er upp á þar. Chuck Norris Grill er staðsettur við miðjan lauga- veg, 101 reykjavík. opið alla daga frá 11.00–01.00 nema sunnudaga, þá er opið til miðnættis. sími: 561-3333 email: chucknorrisgrill@gmail. com Nánari upplýsingar má nálgast á facebook-síðunni Chuck Norris Grill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.