Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2017, Blaðsíða 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 7. júlí 2017 Þ etta er ógeðslegt þjóðfélag. Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifæris- mennska, valdabarátta.“ Við viljum örugglega langflest trúa því að þessi fleygu orð Styrm- is Gunnarssonar, sögð við rann- sóknarnefnd Alþingis, hafi átt við ákveðið skeið í íslensku sam- félagi en séu ekki lýsandi fyrir ástandið eins og það er í dag. Í nýlegu viðtali í DV sagði Styrmir að enginn lærdómur hefði ver- ið dreginn af hruninu. Nú þegar fréttir af ofurlaunum og bón- usum upp á tugi og hundruða milljóna eru fyrirferðarmiklar er ljóst að við höfum ekki lært nógu mikið. Auk þess er eins og ákveðinn hópur sé beinlínis að sækjast eftir því að til verði jafn sjúkt ástand og var á árun- um fyrir hrun þegar græðgin tók öll völd. Þessi hópur er í klappkór Gordon Gekko, sem í kvikmyndinni Wall Street segir: „Græðgi er rétt. Græðgi virkar.“ Fólk sem hugsar á þennan hátt svífst einskis til að ná markmiði sínu og fer fimlega allar krókaleiðir til að komast framhjá reglum sem setja eiga þeim skorður. Viðvörunarljós blikka og mik- ilvægt er að bregðast við en ekki sitja þegjandi með hendur í skauti. Vissulega er gangur lífs- ins sá að menn uppskera misjafn- lega en þar verður eitthvert hóf að vera á. Við verðum að spyrja okk- ur hvers konar þjóðfélag við vilj- um skapa. Það er alveg örugglega ekki almennur áhugi á því að hér á landi verði til stétt prinsipplausra manna sem skaffi sér og sínum tugi og hundruða milljóna bónusa og kaupauka. Fréttirnar af því að fjórir stjórnendur eignarhalds- félagsins, sem heldur utan um eignir Gamla Landsbankans, fái samtals hundruð milljóna króna í bónusa minnir okkur harkalega á þessa gömlu tíma þegar allt snerist um peninga og of- urgróða. Íslenskur al- menningur er van- ur að láta ýmis- legt yfir sig ganga en er ekki líklegur til að þegja í þetta sinn. Forkólfar verkalýðshreyf- ingarinnar standa í lappirnar og sjá vitanlega enga ástæðu til að tala kurteislega um þessa þró- un og ofurlaun í fjármálakerfinu. Lítið heyrist hins vegar frá stjórn- málamönnunum sem eru komnir í sumarfrí og telja sig kannski um leið vera stikkfrí. Einstaka undan- tekningar eru þar frá og má nefna Lilju Alfreðsdóttur, sem orðar hlutina rétt þegar hún segir að engin þolinmæði sé í samfélaginu gagnvart taumlausri græðgi. Það er ekkert eftirsóknarvert við samfélag þar sem græðgin fær að grassera. Slíkt samfélag er að sönnu ógeðslegt. n Er þetta ógeðslegt þjóðfélag? Trumplegur dómsmála- ráðherra Viðbrögð dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, við mansals- skýrslu bandarískra stjórnvalda hafa vakið athygli en skýrslu- höfundar segja að ekki sé vel staðið að þeim málum hér á landi. Dómsmálaráðherra gef- ur lítið fyrir skýrsluna og segir að hún gefi ekki rétta mynd af stöðu mála hér á landi og telur ýmsu ábótavant í vinnubrögð- um skýrslu höfunda. Jafnframt lét dómsmálaráðherra hafa eftir sér að mögulegt væri að Ísland tæki ekki framar þátt í skýrslugerðinni. Vissulega geta stjórnmálamenn verið ósammála því sem kemur fram í einstaka skýrslum, en full- langt er gengið þegar hótað er að slíta samstarfi vegna þess. Jafn- vel má segja að það sé nokkuð trump-legt. MR-ingar veittu Krist- jáni aðhald Stjórnmálamenn þurfa aðhald og rétt er að fagna þegar þeim er veitt það. Starfs- fólk Menntaskól- ans í Reykjavík beið árangurs- laust eftir því að staða rektors við skólann yrði auglýst laus til umsókn- ar en Yngvi Pétursson, núver- andi rektor, lætur af störfum 1. ágúst næstkomandi. Skólafélag MR var orðið leitt á aðgerðar- leysi menntamálaráðuneytis- ins og auglýsti því í Fréttablað- inu stöðuna lausa til umsóknar. Netfang Kristjáns Þórs Júlíusson- ar menntamálaráðherra var látið fylgja með. Menntamálaráðherra var fljótur að taka við sér og stað- an hefur nú verið auglýst laus til umsóknar. Batnandi mönnum er best að lifa! Sameinuð stjórnarand- staða Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, er ósáttur við ríkisstjórn- ina og segir að að stjórnarand- staðan eigi að sameinast um mál- efni. Á vefsíðu sinni segir hann: „Skoðanakannanir benda til, að þjóðin vilji norræna velferð og uppboð veiðileyfa. Stjórnarand- staðan ætti að geta samið um slík atriði. Stundum þykjast flokkar, til dæmis Vinstri græn og Sam- fylkingin, hafa slíkar skoðanir, en renna ævinlega á rassinn, þegar til kastanna kemur. Út af valda- miklum íhaldsöflum innan flokk- anna.“ Er lækkandi vöruverð tímabundinn sumarsmellur sem rennur sitt skeið á enda? Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Sigurður Ingi Jóhannsson – Fréttablaðið Tómas Guðbjartsson um Rjúkandisfoss – visir.is Myndin Sumar Einhverjum kann að þykja sumarið hafa verið aðeins miðlungi gott, það sem af er. Allar líkur eru samt á því að helgarveðrið verði með þokkalegasta móti. Júlí og ágúst geta líka verið bestu mánuðirnir, þegar svo ber við. MYnd SIGTRYGGuR ARI „Auk þess er eins og ákveðinn hópur sé beinlínis að sækjast eftir því að til verði jafn sjúkt ástand og var á árunum fyrir hrun þegar græðgin tók öll völd. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is M yn di r S ig tr yg gu r A ri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.