Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 8
8 Helgarblað 15. september 2017fréttir E ftir að fellibylurinn Irma reið yfir Karíbahafið og inn á meginland Bandaríkj­ anna hefur fólk fyllst óhug um að hér sé að festast í sessi ákveðið mynstur. Fellibyljir verða sífellt tíðari og stærri og valda eyði­ leggingu sem tekur mörg ár að bæta og þá eru ótalin öll þau mannslíf sem þeir kosta. Er þetta okkur að kenna? Höfum við með útblæstri gróðurhúsalofttegunda breytt veðrakerfinu að þessu leyti? Þetta er vandamál sem við Íslendingar ættum sérstaklega að huga að, því við lendum í beinni skotlínu Atl­ antshafsfellibyljanna sem koma upp með ströndum Ameríku. Irma drepur í Karíbahafinu Miðvikudaginn 30. ágúst mynd­ aðist fellibylurinn Irma undan ströndum Grænhöfðaeyja við vesturströnd Afríku og snemma varð mönnum ljóst að um skrímsli væri að ræða. Hann óx hratt og eftir aðeins fimm daga var styrk­ leikinn kominn í fimmta og efsta flokkunarþrep. Irma stefndi inn á Karíbahafið og íbúar eyjanna reyndu að gera ráðstafanir til að takast á við óveðr­ ið. Þann 6. september reið bylur­ inn yfir Sankti Martin, nýlendu sem Hollendingar og Frakkar eiga. Ellefu létust og talið er að á bilinu 75–95 prósent allra bygginga á eyj­ unni hafi annaðhvort skemmst eða orðið rústir einar. Fellibylurinn gekk inn Karíba­ hafið og sýndi eyjunum þar mis­ mikla miskunn. Barbúda, minni eyjan í ríkinu Antígva og Barbúda, varð sérstaklega illa fyrir barðinu á honum og nær allir íbúarnir 1.500 voru fluttir til Antígva. Irma gekk yfir norðurströnd Kúbu og kom að Flórída þann 10. september. Aldrei í sögunni hefur verið eins mikill viðbúnaður fyrir fellibyl, og fjölmörgum íbúum var gert að yfir gefa heimili sín. Irma gekk síðan yfir Flórída­ skaga og inn í Georgíufylki en dregið hefur úr styrk byljarins eftir að hann kom inn á meginlandið. Talið er að 55 manns hafi látist af völdum Irmu og margar eyjar eru rústir einar. Ekki leið þó lang­ ur tími uns næsti fellibylur, José, hafði myndast og stefndi á sömu eyjar og Irma hafði lagt í rúst. Of kalt til að myndast hér Fellibyljir eru hluti af veðra­ kerfi jarðarinnar en margir hafa áhyggjur af því að þeir séu orðn­ ir tíðari og stærri vegna gróður­ húsaáhrifa og hlýnunar jarðar­ innar. Gætu þeir farið að sjást á áður óþekktum svæðum eins og til dæmis Íslandi? Elín Jónasdóttir, veðurfræðing­ ur hjá Veðurstofu Íslands, segir að slíkt sé ekki í kortunum. „Felli­ byljir myndast ekki við Ísland og koma ekki hingað í óbreyttu formi. Þeir eru takmarkaðir við ákveðin svæði á hnettinum, norðan eða sunnan við miðbaug þar sem er mjög hlýtt. Til að myndast þurfa þeir mjög háan sjávarhita og lítinn snúningskraft jarðar.“ Sjávarhiti Atlantshafsins og heimshafanna allra hefur hækkað töluvert á undanförnum árum og áratugum, um eina gráðu á celsíus að meðaltali. Sjávarhiti þarf að vera um 26 gráður til að fellibylur geti myndast en hér við Ísland nær hann ekki nema 10 gráðum. Elín segir þó að fellibyljir gætu vel myndast á áður óþekktum myndunarsvæðum ef aðstæð­ urnar verða fyrir hendi, það er rúmlega 26 gráðu sjávarhiti og næg fjarlægð frá miðbaug. Nú sé Atlantshafið óvenju hlýtt. Hér heima fáum við flestar fréttir af fellibyljum í Karíbahafinu en þeir myndast einnig í Kyrrahafinu. Þar ganga þeir vestur til Indónesíu, Indlands og Ástralíu. „Fellibylur­ inn Haiyan var fram að Irmu sterk­ asti fellibylur sem vitað var um og hann lagði Filippseyjar í rúst.“ Flóðin ganga nú lengra inn í land Hlýnun jarðar skapar aðstæður sem gera fellibyljina alvarlegri en áður. „Hlýnun jarðar mun aðallega hafa þau áhrif að fellibyljir á áður­ nefndum svæðum verða sterkari og stærri. Flóðin ganga lengra inn í land vegna þess að sjávarstaðan við strendurnar hefur hækkað því hlýrri sjór bólgnar út.“ Aukinni hlýju fylgir einnig auk­ in úrkoma. „Gufuvarminn í felli­ byljunum eykst um sjö prósent fyrir hverja gráðu sem sjórinn hitn­ ar. Það rignir þá þeim mun meira úr fellibyljum sem fara yfir hlýrra haf.“ En fellibyljir þurfa hlýju til að styrkjast og halda sér gangandi og því deyja þeir út þegar þeir fara yfir kaldari sjó. Karíbahafsfellibyljir fara margir hverjir upp með norður­ strönd Bandaríkjanna og geta gert óskunda þar. Elín nefnir sérstak­ lega fellibylinn Sandy, haustið 2012, sem gekk norður til New York. „Sandy var snjófellibylur sem er mjög óvenjulegt.“ Þrumuveður í Holuhrauni leifar af fellibyl Hingað til lands koma aldrei nema leifar af miklum Karíbahafsfelli­ byljum. Nöturleg er þó sú hugsun að ganga úti í haustlægð sem mað­ ur veit að hefur valdið manntjóni í annarri heimsálfu. „Í fyrra rigndi gríðarlega mikið í október. Það voru leifarnar af fellibylnum Matthew.“ Talið er að Matthew hafi orðið á bilinu 500–1.500 manns að bana á Haíti snemma í október 2016. Trausti Jónsson veður­ fræðingur tók saman tölur um leifar fellibylja og áhrif þeirra hér á landi. Hann komst að því að 35 fellibyljir hafa valdið umtals­ verðum áhrifum hér á landi síð­ an 1874. Á bloggsíðu sinni segir hann: „Í stöku tilviki er það vatna­ vöxtur og úrfelli sem er óvenjulegt, eins og t.d. 17. september 2008 þegar úrkomumet voru slegin (fellibylurinn Ike) eða þegar lægsti loftþrýstingur í ágúst á landinu mældist í Hólmum í Hornafirði, 960,9 hPa.“ Í veðrinu 1927 fórst norskt skip á Grímseyjarsundi og bryggjur brotnuðu við Siglufjörð. Elín nefnir einnig leifarnar af fellibylnum Kristobel sem gekk yfir landið sunnanvert síðsumars árið 2014. „Þá var mjög óstöðugt loft fyrir norðan Vatnajökul og birtist í miklu þrumuveðri yfir Holuhrauni, rétt eftir gosið.“ Hún segir aukna tíðni, kraft og meiri stærð fellibyljanna í Karíba­ hafinu vissulega hafa áhrif hér á landi. „Ef það er meiri úrkoma í leifunum sem koma til Íslands þá eykst rigningin hér. Ef felli byljirnir eru öflugir þá eru þeir lengur að ganga niður.“ Veðurfræðingar Veðurstof­ unnar liggja mismikið yfir gögn­ um frá fellibyljasvæðum. Það eru þó til viðbragðsáætlanir ef virki­ lega stórar leifar stefna hing­ að. „Við fylgjumst með þeim að ákveðnu leyti. Sérstaklega ef þeir eiga möguleika á að verða að ein­ hverju veðri sem við þurfum að hafa áhyggjur af.“ n Hlýnun jarðar knýr fellibylji áfram og eykur á áhrif þeirra n Fólk uggandi eftir Irmu n Fellibyljir geta valdið usla á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Fellibyljir myndast ekki við Ísland og koma ekki hingað í óbreyttu formi. Þeir eru takmarkaðir við ákveðin svæði á hnettinum, norðan eða sunnan við miðbaug þar sem er mjög hlýtt. „Í fyrra rigndi gríðarlega mikið í október. Það voru leifarnar af fellibylnum Matthew. Elín Jónasdóttir „Ef það er meiri úrkoma í leifunum sem koma til Íslands þá eykst rigningin hér.“ Mynd ÞOrMar VIGnIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.