Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 15. september 2017fréttir U m nýliðna helgi stóð Lög- fræðingafélag Íslands fyrir afar áhugaverðri uppákomu þegar réttað var á nýjan leik í sakamálunum gegn Agnesi Magnús dóttur, Friðriki Sigurðssyni og Sigríði Guðmundsdóttur. Agnes og Friðrik voru dæmd til dauða árið 1830, fyrir morðin á Natani Ketils- syni og Fjárdráps-Pétri. Sigríður var einnig dæmd til dauða en var síðar náðuð og dæmd til ævilangrar þrælkunarvinnu. Agnes og Friðrik voru síðan afhöfðuð á hrottafenginn hátt en um var að ræða síðustu af- tökurnar á Íslandi. Agnes var 34 ára þegar hún var tekin af lífi en Friðrik aðeins 19 ára gamall. Það var Eyrún Ingadóttir, fram- kvæmdastjóri Lögfræðingafélags Ís- lands, sem fékk þá hugmynd að rýna í söguslóðirnar með félagsmönnum, fara í vettvangsferð og endurvekja síðan réttarhöldin með nútíma réttarfari. Áhuga Eyrúnar má rekja til þess að hún er frá Hvammstanga og er að auki sagnfræðingur að mennt. „Fyrir nokkrum árum birti tímaritið Saga frábærar greinar eftir virta sagnfræðinga þar sem farið var yfir málið frá mörgum hliðum. Það varð kveikjan að þessari hugmynd sem ég bar undir stjórn félagsins og hlaut góðar undirtektir. Ég er afar ánægð með hvernig til tókst og núna óska ég þess að sálfræðingar landsins leggist yfir dómskjölin og gefi sitt álit á málinu,“ segir Eyrún glaðlega. Taldi lærbrotið vera happ Einn áhrifamesti viðburður dagsins var framsögn Magnúsar Ólafssonar, fyrrverandi bónda á Sveinsstöðum, á vettvangi aftökunnar, við Þrístapa í Vatnsdal. Fyrir utan þá staðreynd að Magnús hefur alla tíð alið mann- inn í sveitinni þar sem harmleik- urinn átti sér stað þá tengist hann málinu á sérstakan hátt. Afi hans og faðir fundu höfuðkúpur og bein Agnesar og Friðriks eftir að maður að nafni Guðmundur Hofdal hafði fengið hjálparbeiðni að handan frá Agnesi sjálfri. Með leiðsögn Guð- mundar fundust beinin fljótt en þau höfðu horfið eftir aftökuna. Þá lýsti Magnús aftökunum sjálfum og hversu mikil raun þær voru fyrir þá sem voru skikkaðir til þess að fylgjast með. Alls voru 150 bændur og vinnumenn úr nærliggjandi sveitum boðaðir á aftökustað og þeir látnir fylgjast með hryllingnum. Afar áhrifarík voru þau orð Magnúsar að ungur maður frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal hafi síðar sagt frá því að hans mesta lán í lífinu hefði verið að hestur hans hnaut á leið til af- tökunnar með þeim afleiðingum að maðurinn lærbrotnaði. Hann komst því ekki á aftökustað en að telja það lán að lærbrotna árið 1830 þegar lítið var um lækna og lækn- ingar segir ýmislegt um þann hryll- ing sem þarna átti sér stað. Þá lét Magnús gesti raða sér í þrefalda röð í kringum ímyndaðan aftökupallinn. Þá varð öllum ljóst hversu nærri menn stóðu þegar höfuð Agnesar og Friðriks fengu að fjúka. Blóð spýttist í allar áttir og hryllingurinn hefur verið óbæri- legur. Það var skipun yfirvaldsins að enginn skyldi líta undan. Þegar einn viðstaddra gerði það þá laust sýslumaður hann kinnhesti með hanska sínum og hrópaði: „Það má enginn undan líta.“ Dómar mildaðir Því næst var ferðinni haldið til Hvammstanga þar sem sjálf rétt- arhöldin fóru fram en þau voru, að sögn viðstaddra, allt í senn, fræð- andi og skemmtileg. Lögmennirnir sem tóku þátt höfðu lagt mikla vinnu í undirbúning sinn en að sama skapi var reglulega slegið á létta strengi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari sóttið málið og fór ákæru- valdið fram á hámarksrefsingu, sextán ára fangelsi fyrir Agnesi og átta ára fangelsi fyrir Friðrik og Sig- ríði, fyrir morð, brennu og þjófnað. Guðrún Sesselja Arnardóttir varði Agnesi og Sigríði. Hún fór fram á vægustu mögulegu refsingu og byggði vörnina á því að konurnar hafi búið við heimilis- og kynferðis- ofbeldi af hendi Natans. Þá hafi að- stöðumunur verið gífur legur þar sem þær voru í lægsta þrepi sam- félagsins. Guðrún Sesselja vísaði í fjölmörg dómafordæmi þar sem slíkar aðstæður leiddu til refsilækk- unar. Gestur Jónsson varði Friðrik af krafti og benti meðal annars á ungan aldur hans og skýlausa játn- ingu. Þessi atriði voru síðan metin til refsilækkunar og hlaut Agnes fjórtán ára dóm fyrir sína aðild að málinu en Friðrik sjö ára fangelsi. Sigríður, sem aðeins var sextán ára gömul, hlaut fimm ára dóm. n „Það má enginn líta undan“ n Velheppnaður viðburður Lögfræðingafélags Íslands n Réttað á ný yfir Agnesi og Friðriki Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Sögulegt handaband Gestur Jónsson og Ólafur Haukur hafa marga hildina háð í dómsal í tengslum við ýmis sakamál. Oft hafa þung orð fallið en kollegarnir heils- uðust kumpánalega á Hvammstanga. Kjarnakonur Alþingismennirnir fyrrverandi, Vigdís Hauksdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, létu sig ekki vanta. Hlýddu á réttarhöldin Ragnheiður Elín Clausen, Helga Vala Helgadóttir, Sólveig Pétursdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir voru ánægðar með hvernig til tókst. Dómarar Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari, Ingibjörg Benediktsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við mannréttindadómstólinn í Strassborg, sáu um að dæma í málinu. Magnús Ólafsson, fyrrverandi bóndi á Sveinsstöðum Magnús hélt magnað erindi á aftökustað. Afi hans og faðir fundu bein og höfuðkúpur Agnesar og Friðriks rúmri öld eftir aftökurnar. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari Að sögn viðstaddra fór hún á kostum í hlut verki sínu sem saksóknari. Lögðu hönd á plóg Leikararnir Jóhann Sigurðarson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir hjálpuðu gestum í réttarsal að fá innsýn í málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.