Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Page 12
12 Helgarblað 15. september 2017fréttir
Á
rið 1966 stóðu til miklar
framkvæmdir í miðborg
og austur bæ Reykjavíkur.
Þétta átti byggð í mið-
borginni og reisa háhýsi en lægri
og eldri hús áttu að víkja. Hluti
af deiliskipulaginu var að byggja
við Landsímahúsið til suðurs að
Kirkjustræti. En þá var óhjákvæmi-
legt að byggja inn í hinn forna
Víkurgarð sem kallast nú í dag-
legu tali Fógetagarður. Sá garður er
nú aftur kominn í deigluna vegna
fyrir hugaðrar hótelbyggingar á
reitnum.
Ströng skilyrði
Víkurgarður var grafreitur Reyk-
víkinga í 800–900 ár, við Víkur-
kirkju á horni Aðalstrætis og
Kirkjustrætis. Hólavallagarðurinn
við Suðurgötu tók að mestu leyti
við árið 1838 en heimildir geta
þess að ein manneskja hafi verið
jörðuð við Víkurgarðinn árið 1882.
Ári seinna, 1883, fékk Hans J.G.
Schierbeck landlæknir garðinn að
leigu eftir að hann lét reisa timb-
urhús við Aðalstræti 11. Skilyrði
fylgdu þó leigunni og Schierbeck
mátti ekki raska garðinum á neinn
hátt. Hann mátti einungis rækta
þar tré og blóm en ekki matjurtir.
Eftir allmörg ár var fallist á að garð-
urinn væri erfðafestuland hússins.
Póstur og Sími eignaðist Að-
alstræti 11 árið 1940 og forsvars-
mennirnir töldu stofnunina þá
eiga garðinn og mega ráðstafa hon-
um að vild. Borgaryfirvöld töldu
þó að sömu skilyrði og Schierbeck
gekk að hlytu að eiga enn við.
Helgi Þorláksson, sagnfræðingur
og prófessor emiritus, sem barist
hefur fyrir verndun Víkurgarðs
segir að mikil togstreita hafi stað-
ið um garðinn á milli Reykjavíkur-
borgar og Pósts og síma. Haustið
1966 gerðu borgin og Póstur og
sími samkomulag um að garður-
inn yrði í umsjá borgarsjóðs. Þá
varð niðurstaðan að viðbygging
risi við Landsímahúsið, og var það
mun minni bygging en Póstur og
sími hafði farið fram á.
Minni viðbygging
Ári áður en borgin fékk garðinn
afhentan hóf Kristján Eldjárn,
þjóðminjavörður og síðar for-
seti, rannsóknir á garðinum og
hversu langt í austur hann náði.
Komst hann að því að jarðneskar
leifar lágu undir því svæði þar
sem fyrirhuguð viðbygging Land-
símahússins átti að rísa.
Kristján var þá í Skipulags-
nefnd kirkjugarða ásamt Sigur-
birni Einarssyni biskupi, Herði
Bjarnasyni, húsameistara ríkis-
ins, og tveimur öðrum. Nefndin
setti sig upp á móti viðbyggingu
Landsímahússins á þeim grunni
að hún myndi raska Víkurgarðin-
um og þeim beinum sem þar und-
ir liggja. Forsvarsmenn Pósts og
Síma beittu hins vegar skærum til
að reyna að fá sínu framgengt. Þeir
grófu í garðinum og settu þar und-
ir símalínur og kapla. Loks var sest
að samningaborðinu til þess að fá
lausn sem allir gátu sætt sig við.
Helgi segir: „Þetta endaði undir
lok ársins 1966 með því að Pósti og
síma var leyft að reisa mun minni
byggingu, það er viðbyggingin
eins og hún er núna, og raskið varð
miklu minna en upphaflega leit
út fyrir“. Skilyrðin sem skipulags-
nefndin setti fyrir viðbyggingunni
voru þau að hún næði ekki jafn
langt suður og samþykkt hafði
verið í deiliskipulaginu, að það
yrði grafið mjög takmarkað fyrir
sökkli byggingarinnar og ekki leyft
að grafa fyrir kjallara.
Kristján Eldjárn og
Þjóðminjasafnið höfðu vökult auga
með framkvæmdinni og tryggt var
að tiltölulega lítið horn af garðin-
um færi undir bygginguna. Forn-
leifafræðingar sáu um að fjarlægja
minjarnar þegar grafið var fyrir
sökklinum. Í ljós komu 5-6 beina-
grindur. „Undir viðbyggingunni
eiga að vera grafir, það var ekki
leyft að grafa þar fyrir kjallara“.
Jarðsprengjusvæði
Samkvæmt núverandi
deiliskipulagi svæðisins á að reisa
hótel á Landsímareitnum þar sem
stærri viðbygging Pósts og Síma
átti að rísa fyrir hálfri öld. Frestur
til að skila inn athugasemdum
rennur út 15. september og ef
framkvæmdin verður ekki stöðv-
uð eru áætluð verklok vorið 2018.
Félagið Lindarvatn, sem er í
eigu Iceland Air, sótti um leyfi til
Minjastofnunar um að grafa bein-
in upp. Það leyfi var veitt og Vala
Garðarsdóttir fornleifafræðingur
sá um uppgröftinn. Vala segir alla
hafa gert sér grein fyrir því að þetta
væri viðkvæmt mál. Hún segir:
„Í upphafi var það gert algerlega
skýrt, því að allir vissu við hverju
mátti búast, að ef það yrði tilefni
til að hætta eða minnka svæðið þá
væri það ákvörðun Minjastofnun-
ar.“
Vala telur eina af meginástæð-
unum fyrir leyfisveitingunni vera
slæmt ástand garðsins. „Í minni
heimildarvinnu sá ég hvað var
búið að fara illa með garðinn í
gegnum tíðina.“ Grafir voru fjar-
lægðar þegar styttunni af Skúla
fógeta var komið fyrir, þarna voru
settar jarðsprengjur og mikið rask
þegar hús Schierbecks var reist.
Reglurnar eru skýrar þegar
kemur að uppgreftri jarðneskra
minja. Eftir 70 ár má færa þær um
set og ef það er gert eru beinin
færð Þjóðminjasafninu. Vala segir
að þetta sé ekkert einstakt mál. „Á
sama tíma er verið að setja upp
stórskipahöfn á Dysnesi í Eyjafirði
þar sem er verið að fjarlægja kuml
frá 9. öld og það er enginn sem
reisir rönd við því. Ég sem forn-
leifafræðingur á erfitt með að skilja
af hverju þeir sem gagnrýna núna
vilja ekki hafa jafnræði með okkar
menningararfi.“ Víða um land hafi
jarðneskar minjar verið fjarlægðar.
Þar á meðal á Bakka þar sem heilt
bæjarstæði var fjarlægt til að koma
fyrir kísilverksmiðju.
Skúla burt
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar
hefur mótmælt fyrirhugaðri
byggingu hótels á Landsímareitn-
um og Marínó Þorsteinsson, for-
maður nefndarinnar, hefur stað-
fest að málsókn komi til greina ef
ekki verður orðið við beiðninni.
Grundvöllur mótmælanna er sá
að Dómkirkjan sé arftaki hinnar
gömlu Víkurkirkju og garðurinn
tilheyri því Dómkirkjunni.
Ein af þeim kröfum sem
sóknarnefndin gerir er að styttan
af Skúla Magnússyni fógeta, sem
stendur nærri miðjum garðin-
um verði færð. Helgi tekur undir
þessa kröfu. „Það voru mistök að
setja niður styttuna þarna því að
hún lenti ofan í gömlu kirkjunni.
Þetta var athugunarleysi“.
Styttan var reist árið 1954 og
hefur garðurinn síðan verið nefndur
Fógetagarður en ekki Víkur garður.
Reykjavíkurborg hefur gengist við
þessum mistökum og árið 1992 var
það samþykkt í borgarráði að færa
styttuna um set. Það hefur hins
vegar ekki enn þá verið gert.
„Fólk heldur að þessi garð-
ur tengist Skúla og veit ekki að
þetta var kirkjugarður. Með því
að færa Skúla á Ingólfstorg og
breyta nafninu í Víkurgarður í stað
Fógeta garður myndi fólk átta sig
betur á þessu“. Það eru þó ýmis-
legt í garðinum sem minnir á að
þetta var kirkjugarður. Bæði eru
það minningarmörk frá því um
1830 og minnismerki eftir Pál á
Húsafelli sem var sett þarna árið
2000 í tilefni af 1000 ára afmæli
kristnitökunnar.
Sem dæmi nefnir Helgi Kvosar-
skipulagið frá 1986. Þá hugsuðu
engir embættismenn eða nefndir
út í það að þarna hefði verið kirkju-
garður. „Aðeins 20 árum eftir þessa
miklu atburði árið 1966.“ n
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Helgi Þorláksson Sagnfræðingur og
prófessor emiritus.
Kristján
Eldjárn
barðist fyrir
beinunum í
Víkurgarði
n Jarðsprengjur og símalínur í garðinum
n Vilja styttuna af Skúla burt
Kristján Eldjárn
Þjóðminjavörður
og síðar forseti
lýðveldisins.
Víkurgarður Styttan af Skúla fógeta.