Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Qupperneq 14
14 Helgarblað 15. september 2017fréttir - erlent F æstir vita að Íslendingar og Grænlendingar hafa háð blóðugt stríð þar sem afhöfð- un er daglegt brauð. Þetta stríð er þó hvorki háð á Íslandi né á Grænlandi heldur í smáþorpum í Nígeríu. Sagan er um margt lygileg en þó lýsandi fyrir þá ringulreið sem ríkir í mörgum Afríkuríkjum. Ólíkleg byrjun Sagan hófst á ólíklegum stað, Ibadan- háskólanum í vesturhluta Nígeríu árið 1952. Jafnvel furðulegri er sú staðreynd að það var Wole Soyinka sem hratt henni af stað en hann varð fyrsti svarti Afríku- maðurinn til að vinna Nóbels- verðlaun í bókmenntum árið 1986. Hann og sex aðrir félagar hans í há- skólanum komu á fót bræðralagi sem nefndist Pyrates (Sjóræningj- arnir). Tilgangurinn með bræðra- laginu var að brjóta upp hefð- ir sem höfðu myndast innan há- skólans þar sem flestir vinguðust einungis við nemendur úr þeirra eigin ættbálki. Þá fannst þeim skólafélagar þeirra einnig líta of mikið upp til bresku nýlenduherr- anna. Deildir bræðralagsins voru opnaðar í fleiri háskólum landsins og í tvo áratugi áttu Sjóræningj- arnir enga keppinauta. Í upphafi áttunda áratugarins klofnaði Pyrates í tvennt eftir að nokkrum meðlimum var vikið úr bræðralaginu. Til urðu tvö ný bræðralög, Seadogs og Buccaneers. Mikil spenna mynd- aðist á milli þeirra og slagsmál brutust út við háskólana. Á níunda áratugnum spruttu ný bræðralög upp eins og gorkúlur víðs vegar um landið eins og til dæmis Svarta Öxin, Klanið og Víkingarnir. Herforingjar landsins sáu tæki- færi á borði og vígvæddu bræðra- lögin til að hafa hemil á róttækum nemendum skólanna. Þessi vopn notuðu þau hins vegar einnig í deilum sín á milli. Á þessum tíma fór einnig að bera á því að bræðra- lagsmeðlimir iðkuðu vúdú og farið var að tala um trúarreglur eða költ í því samhengi. Samgönguráðherra vopnar Íslendinga Skömmu eftir árið 1990 var orðið ljóst að bræðralögin voru komin ansi langt frá því sem Nóbelskáldið hafði hugsað sér þegar hann stofnaði Sjóræningja- klúbbinn sinn. Meðlimir eins bræðralagsins, Fjölskyldunnar, horfðu til ítölsku mafíunnar sem fyrirmyndar og starfsemin varð eftir því. Á þeim tíma var mörgum bræðralagsmeðlimum vikið úr háskólunum og því fluttist starf- semin að mestu leyti á götuna. Farið var að tala um költista, eða vúdú-glæpagengi. Þessum gengjum fjölgaði með hverjum deginum. Hvítu Biskup- arnir, Herramennirnir, Svarti sporðdrekinn, Trójuhestarnir, Annar sonur satans og Vina- bandalagið voru meðal gengja sem spruttu upp. Eitt þeirra gengja sem urðu til á þessum tíma voru Hinir miklu víkingar í Fljóta- héraðinu í suðausturhluta lands- ins þar sem búa um fimm milljón- ir manna. Leiðtogar þess stofnuðu dóttur félag, Íslendingana, sem varð að lokum öflugra en móður- félagið. Leiðtogi Íslendinganna var Tom Ateke og hann naut stuðn- ings samgönguráðherra Níger- íu við að vígvæða og byggja upp gengið. Að launum hjálpuðu Ís- lendingarnir flokki hans, PDP, að halda völdum í Fljótahéraðinu í aðdraganda kosninga árið 2003. Íslendingarnir voru þá ekki lengur gengi heldur skæruliðahreyfing. Hreyfingin varð ein sú öflugasta í héraðinu og beitti sér af hörku gegn andstæðingum sínum með árásum, nauðgunum og morðum. Grænlendingar sýna enga miskunn Árin 1967 til 1970 geisaði blóðug borgarastyrjöld í suðausturhluta Nígeríu eftir að aðskilnaðarsinn- ar í Igbo-ættbálknum klufu sig frá landinu og stofnuðu eigið ríki, Bíafra. Þessi uppreisn var brotin á bak aftur á grimmdarlegan hátt af stjórnarhernum og um 100.000 manns féllu í átökunum. Talið er að á bilinu 1–2 milljónir Bíafram- anna hafi soltið til bana eftir að landið var sett í herkví. Óánægja Bíaframanna var þó enn til staðar og íbúarnir kvörtuðu sáran yfir olíumengun, arðráni og skorti á uppbyggingu. Árið 1998 hófust vopnaðir bar- dagar á svæðinu og Fljótahéraðið lenti í átökunum miðjum. Átök milli ýmissa stríðsherra og skæru- liðahreyfinga brutust út og Ís- lendingarnir, undir stjórn Ateke, tóku þátt í þeim bardögum. Eftir áralanga bardaga gaf Ateke sig vilj- ugur fram við stjórnvöld í höfuð- borginni Abuja þann 1. október árið 2009 en sú uppgjöf var leik- rit til að friða fólk á svæðinu. Ís- lendingarnir voru ekki leystir upp og bardagarnir á héldu áfram. Um þetta leyti stigu nýir leik- menn inn á sviðið, Aswana-sam- tökin eða Grænlendingarnir, sem kröfðust þess að fá yfirráð yfir öllu Bíafra-svæðinu. Leiðtogi Græn- lendinganna, Olomubini Kakara- kokoro, betur þekktur sem Engin miskunn, gaf út yfirlýsingu sem byrjar svo: „Ef ríkisstjórn Nígeríu sam- þykkir ekki skilmála okkar um allt svæðið við Níger Delta-fljót þá munum við sprengja Bonga-olíu- stöðina, Asaba-Onistha-brúna og allar aðrar brýr í suðurhluta lands- ins … til að byrja með.“ Því var fyrirséð að Græn- lendingarnir, sem einnig stunda vúdú, myndu þurfa að kljást við Ís- lendingana, dyggustu stuðnings- menn ríkisstjórnarinnar á svæð- inu. Költista-stríð var í vændum. Blóðug átök í smábæjum Hreyfingarnar lenda iðulega saman í opnum en fámennum bardögum og einnig eru árásir einstaka meðlima afar tíðar. Hreyf- ingarnar ráðast einnig á óbreytta borgara og fjölskyldur sem þær telja að styðji andstæðinga þeirra. Flestar þessar árásir eiga sér stað í litlum bæjum í Fljótahéraðinu þar sem löggæsla er lítil eða engin. Ibaa er dæmi um bæ sem hefur lent sérstaklega illa í deilunum þrátt fyrir að herstöð sé á svæðinu. Árið 2014 réðust bæði Íslendingar og Grænlendingar inn í bæinn og drápu samtals tíu manns og særðu enn fleiri. Þremur árum seinna voru átta drepnir í bænum, þar af fimm Íslendingar. Helmingur þeirra sem voru drepnir fannst af- höfðaður. Í maí 2016 féllu 19 manns í átökum hreyfinganna í bænum Idoha. Grænlendingarnir drápu fjögurra manna fjölskyldu og af- höfðuðu einn Íslending skömmu seinna. Íslendingarnir gerðu þá umsátur um Grænlendingana á svæðinu og drápu 15 þeirra. Allir íbúar bæjarins flúðu á meðan átökin áttu sér stað. Sumir eru drepnir með sveðjum og aðrir með byssum og sprengj- um. En mörg drápin eru fram- kvæmd með frumstæðari aðferð- um. Mjög algengt er að lík finnist með kramið höfuð eftir stóra steina eða steypuhnullunga. Kirkj- ur og samkomuhús lítilla bæja eru staðir sem verða iðulega skotmörk hreyfinganna og oft á sér stað van- helgun tengd vúdú. Þrátt fyrir að margar skæruliða- hreyfingar og vúdú-gengi starfi á svæðinu hafa Íslendingarnir og Grænlendingarnir ávallt litið á sig sem höfuðandstæðinga. Stríðið milli þeirra hefur nú staðið yfir í mörg ár og ekki sér fyrir endann á því. Engar tölur eru til um heildar- mannfall í átökunum. n AFhöFðun Algeng í stríði íslendingA og grænlendingA n sjóræningaklúbbur nóbelskáldsins n olían og Bíafra „ef ríkis- stjórn nígeríu sam- þykkir ekki skil- mála okkar um allt svæðið við níger delta- fljót þá mun- um við sprengja Bonga-olíustöð- ina, Asaba-on- istha-brúna og allar aðrar brýr í suðurhluta landsins … til að byrja með Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.