Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Side 17
Helgarblað 15. september 2017 fréttir 17
sé einfaldlega sú að ekkert
sem ég hef gert var í tísku á meðan
ég gerði það.
Ég geri þá kröfu til minnar
tónlistarinnar að í henni finnist
ákveðin orka. Ef hún er ekki til
staðar þá verð ég strax áhugalaus.
Ég er með afar góðan mælikvarða
á tónlist, sem er mjaðmirnar á mér,
ef þær fara í gang og ég fer líkam-
lega að telja taktinn með laginu, þá
erum við á réttri leið. Þegar meló-
dían er komin og ég farinn að
blístra með laginu, þá get ég treyst
öðru fólki til að gera það líka. Þetta
eru mælikvarðarnir sem ég hef
alltaf notað á lögin, mjaðmirnar á
mér og blístrið.“
Hvaða lag er í uppáhaldi?
Þegar Páll Óskar er beðinn um
að velja á milli „barnanna“ sinna
og velja sitt uppáhaldslag verður
hann hugsi um stund. „Það er lag
sem var á plötunni Allt fyrir ástina
sem kom út árið 2007 og heitir
Betra líf. Ég elska þetta lag, ég næ
alltaf sömu fínu jarðtengingunni –
fallegur boðskapur sem ég þarf að
minna sjálfan mig á. Gríðarlega vel
heppnuð melódía– skotheld popp
melódía. Ég þreytist aldrei á að
syngja þetta lag,“ segir Páll Óskar
um lagið sem kom til hans frá
Örlygi Smára og Niclas Kings, Páll
Óskar gerði síðan íslenskan texta
og lagið smellpassaði við hann.
„Þetta var bara röð tilviljana. Ég
finn það strax ef lög eru að kalla
nafn mitt. Að sama skapi, ef ég fæ
prufuupptökur og demó af ein-
hverjum lögum sem ég tengi ekk-
ert við, er ég mjög snöggur að gefa
þau lög áfram til söngvara sem ég
veit að geta gert þeim betri skil en
ég. Ég mæli ekki með að söngvarar
troði sér í lög sem þeir valda ekki,
það er eins og að troða sér í spari-
skó sem eru of litlir. Söngvari þarf
að finna sjálfur hvort hann hefur
burði til að syngja lagið eða ekki.“
Jólatónleikar og Rocky Horror
taka við
Páll Óskar hefur lítinn tíma fyrir
annað en tónlistina og að koma
fram. „Eftir tónleikana hef ég tíma
til að slaka aðeins á, svo byrjar
undirbúningur fyrir jólatónleika,
ég verð gestur á jólatónleikum
Björgvins, ég og Monika ætlum að
halda jólatónleika í Háteigskirkju,
það höfum við gert síðan árið 2002.
Síðan hefst undirbúningur fyrir
Rocky Horror í Borgarleikhúsinu,
æfingar fara á fullt um áramótin
og við frumsýnum 16. mars 2018.“
Þar bregður Páll Óskar sér aftur í
búning Frank-N-Furter, 27 árum
eftir að hann lék hann í uppfærslu
Menntaskólans í Hamrahlíð árið
1991.
„Oft var þörf en nú
er nauðsyn,“ segir Páll Óskar að-
spurður hvernig það sé að taka aft-
ur þátt í Rocky Horror. „Við verðum
að skoða þetta verk núna í okkar
samtíma,“ segir hann með áherslu.
Við, sem stöndum að þessu, ætlum
inn í kjarnann á Rocky Horror-
verkinu, skoða hann í krók og kring
og sýna áhorfendum hann, við vilj-
um gera bragðmikla Rocky Horror-
sýningu. Styrkur söngleiksins felst í
því að lögin eru svo brjálæðislega
vel samin að þú gætir sungið þau í
gallabuxum og bol og þau myndu
samt svínvirka. Ég hlakka til að fara
í þetta ferðalag í Borgarleikhúsinu
og að fara í nýtt, kærkomið vinnu-
umhverfi.“
Spurður klassísku spurningar-
innar, hvenær hann muni taka
aftur þátt í Eurovision, svarar Páll
Óskar að hann geti ekki svarað því.
„Ég veit ekki hvað Rocky Horror
gengur lengi, eitt eða tvö ár. Ef ég
ætla að taka þátt í Eurovision verð-
ur lagið að koma fyrst, svo tekur við
yfirlega ef maður ætlar að gera það
vel. Fyrst og fremst þarf lagið að
hafa kjöt á beinunum og sigra mig
fyrst. Ef það gerist þá mun ég leggja
af stað í Eurovision-ferðina.“
Löngu orðinn þjóðareign
Páll Óskar er löngu orðinn þjóðar-
eign og segir það ekkert mál. „Ég
þarf auðvitað að taka ábyrgð á
minni eigin athyglissýki og ef hún
felst í því að krakkar vilji sjálfu eða
áritun þá segi ég aldrei nei. Eina
hættan, sem er nýtilkomin með
snjallsímunum, er þegar fólk, sér-
staklega á föstudags- eða laugar-
dagskvöldum, búið að fá sér í glas,
keyrir þétt upp að mér í umferðinni
og tekur snapp eða sjálfu út um bíl-
gluggann. Þetta er stórhættulegt og
mér stendur ekki á sama. Ég hægi
bara á mér og leyfi hinum að keyra
áfram og fara.“
Listamaður og framleiðandi
„Ég vissi alltaf frá því að ég var barn
að ég yrði listamaður. Ég vissi ekki í
hverju listsköpunin var fólgin og var
svo sem slétt sama um það,“ segir
Páll Óskar. „Núna held ég risatón-
leika þar sem ég þarf að syngja og
dansa á sama tíma, með leikræn-
um tilburðum, þarf að hafa álit á
búningahönnun, sitja yfir grafískri
hönnun og myndböndum sem
eru notuð eins og leikmynd, fara
yfir útsetningar með hljómsveitar-
stjóranum og liggja yfir Ísa í Senu
og plotta markaðsmál. Þannig að
starfið mitt núna gengur ekki út á
að halda á míkrófón og syngja. Ég
er algjörlega í essinu mínu að fá að
hafa yfirumsjón með öllum þess-
um þáttum. Þannig að rétta orðið
yfir mig er að ég er framleiðandi,
svokallaður „producer“, þar er mér
rétt lýst. Þar líður mér best.“
Um leið og sýningin byrjar
gleymir Páll Óskar sér gjörsam-
lega. „Ég fæ alltaf auka orku, ein-
hvern veginn í ósköpunum fyllist
tankurinn alltaf og ég gef og gef af
mér, tæmi tankinn eins og ég þurfi
aldrei oftar að troða upp í lífinu. Ég
get ekki hamið þessa orku og mig
langar ekki til þess.“
Langbesta lífernið er
reglusamt líferni
Sjö til átta klukkustunda svefn á
dag dugar Páli Óskari til að halda
orkunni, hann lyftir líka tvisvar í
viku og hugsar um mataræðið. „Ég
nota giggin eins og brennslutíma.
Langbesta lífernið er reglusamt líf-
erni, alveg sama hver reglan er, þú
finnur hana bara fyrir sjálfan þig.
Ef ég finn að skrokkurinn er
þreyttur þá kann ég upphitunar-
aðferðir til að hita hann upp, sem
og röddina. Ekkert ósvipað og box-
arinn sem fer í hringinn og allur
heimurinn er að horfa á, þótt bar-
daginn taki bara þrjár mínútur, þá
er hann allan daginn að undirbúa
sig. Sama geri ég á tónleikadegi,
um leið og ég vakna eru tónleik-
arnir byrjaðir; þannig verð ég að
nálgast þetta. Út af þessum ströngu
umgengnisreglum við sjálfan mig
þá tekst mér að vinna þetta starf
og hefur tekist það í jafnmörg ár
og raun ber vitni. Þetta hefst ekki
öðruvísi, ég get ekki gert þetta í
einhverju flippi,“ segir Páll Óskar
kankvís. n
Páll Óskar er löngu orðinn þjóðareign,
afkastamikill og athafnasamur.
Stífar dansæfingar „Við erum búin að dansa fimm tíma á dag eftir vinnu, þannig að maður er aðeins lúinn þegar maður kemur heim.“
Snemma beygist krókurinn Páll Óskar orð
inn dj þriggja ára.
Kórdrengur Tólf ára kórdrengur í Skálholtskirk
ju.
„ Fann á ný betra líf
Af því ég fór loks
að trúa því
Að það væri eitthvað
annað
Eitthvað meir og miklu
stærra
– ÚR Laginu BetRa Líf