Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Qupperneq 20
20 sport Helgarblað 15. september 2017 Þ að voru margir hræddir um að árangur íslenska karla- landsliðsins í fótbolta yrði ekki jafn góður og hann hafði verið eftir að Evrópumótið í Frakklandi var á enda. Liðið hafði komist í nýjar hæðir og eftir slíkt getur verið erfitt að halda sjó, þar að auki hætti Lars Lagerbäck sem þjálfari liðsins og óttuðust margir að myndi hafa mikil áhrif. Sumir efuðust um að Heimir Hallgríms- son hefði það sem þurfti til að stýra liðinu einn. Það virðist vera deginum ljóst að slíkar áhyggjur voru óþarfar enda hefur árangur Íslands aldrei verið betri eftir að Heimir tók einn við þjálfun liðsins. Lagerbäck og Heimir voru ráðnir til starfa árið 2011 og þeirra fyrsta stóra verkefni var undankeppni Heimsmeistara- mótsins í Brasilíu árið 2014. Sú keppni hófst haustið 2012 og var árangurinn í þeirri keppni góður, íslenska liðið var að koma upp eftir erfið ár og þjóðin fór að styðja liðið af miklum krafti. Nálægt því að komast til Brasilíu Íslenska liðið var mjög nálægt því að komast á HM í Brasilíu en liðið féll úr leik í umspili um laust sæti gegn Króatíu. Liðin gerðu marka- laust jafntefli á Laugardalsvelli áður en haldið var til Zagreb, þar var verkefnið of stórt fyrir ís- lensku strákana sem voru margir hverjir í sárum í fleiri vikur í kjöl- farið. Leikmenn áttu margir í vandræðum með félagsliðum sínum eftir að hafa fallið úr leik enda erfitt að kyngja niðurstöðu umspilsins. Draumurinn varð að veruleika Fyrir undankeppni EM kom Heimir inn sem aðalþjálfari ásamt Lagerbäck og hlutirnir urðu enn betri, liðið var komið lengra og draumurinn um að komast á fyrsta stórmótið varð að veruleika. Í Frakklandi stóð liðið sig svo frá- bærlega og komst í átta liða úrslit en þar varð Frakkland of öflugur andstæðingur. Margir óttuðust að íslenska liðið missti nú flugið og ætti enga möguleika á að komast á HM í Rússlandi. Heimir hefur sannað sig enn betur Ef einhver hafði efast um Heimi Hallgrímsson sem þjálfara fyrir undankeppni Heimsmeistara- mótsins í Rússlandi hefur sá þurft að endurskoða mat sitt. Heimir hefur sannað að hann hefur heilmargt fram að færa og gott bet- ur. Eftir að Lagerbäck lét að störfum hefur Heimir tekið stórar ákvarð- anir og þær hafa virkað. Heimir hefur ekki verið fastur í því að spila kerfið 4-4-2 sem var það eina sem kom til greina undir stjórn Lager- bäcks og það hefur skilað árangri. Einnig hefur hann þorað að skipta út eldri mönnum fyrir yngri. Heim- ir hefur líka þurft að eiga við fleiri meiðsli en voru í tíð hans og Lag- erbäcks; Kolbeinn Sigþórsson hef- ur til að mynda ekki verið leikfær eftir að Heimir tók einn við liðinu. Í fyrri tíð var Kolbeinn einn af allra mikilvægustu leikmönnum liðsins. Þessi vandræði hefur tannlækn- irinn frá Vestmannaeyjum leyst vel. Þegar sigurhlutfall síðustu ára er skoðað hjá landsliðinu kemur í ljós að því hefur aldrei vegnað betur eftir að Heimir tók einn við liðinu, sú staðreynd er reyndar mögnuð. Liðið er í erfiðasta riðli sem það hefur verið í síðustu ár. Á með- al andstæðinganna eru Tyrkland, Úkraína og Króatía sem öll voru á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra- sumar og segir það sitt um styrk riðilsins. Heimi hefur hins vegar tekist að finna réttu blönduna til að máta risana frá Austur-Evrópu, hann þarf svo að setja upp hina fullkomnu skák þegar liðið heim- sækir Tyrkland í byrjun október. n Lagerbäck Undankeppni HM 2014 - 10 leikir Fyrir þessa undankeppni var Lars Lagerbäck einn aðalþjálfari liðsins og Heimir Hallgrímsson var aðstoðar- maður hans, leikur liðsins tók fram- förum og komst það í umspil um laust sæti á HM í Brasilíu árið 2014 en datt út eftir leik gegn Króatíu. Sigrar Ísland 2 - 0 Noregur Albanía 1 - 2 Ísland Slóvenía 1 - 2 Ísland Ísland 2 - 1 Albanía Ísland 2 - 0 Kýpur Jafntefli Noregur 1 - 1 Ísland Sviss 4 - 4 Ísland Töp Kýpur 1 - 0 Ísland Ísland 0 - 2 Sviss Ísland 2 - 4 Slóvenía Umspil fyrir HM 2014 - 2 leikir Jafntefli Ísland 0 - 0 Króatía Tap Króatía 2 - 0 Ísland Sigurhlutfall: 41,66% Heimir Undankeppni HM 2016 - 8 Leikir Það var löngu ákveðið að Heimir myndi taka einn við liðinu þegar Lars Lagerbäck hyrfi á braut. Hann fékk Helga Kolviðsson inn sem aðstoðar- mann sinn og eftir það hefur árangur liðsins orðið betri en áður. Sigurhlut- fall Íslands hefur ekki verið jafn gott síðan Heimir kom að þjálfun liðsins. Riðill Íslands er afar erfiður og það gerir afrekið enn meira. Sigrar Ísland 3 - 2 Finnland Ísland 2 - 0 Tyrkland Kósóvó 1 - 2 Ísland Ísland 1 - 0 Króatía Ísland 2 - 0 Úkraína Jafntefli Úkraína 1 - 1 Ísland Töp Króatía 2 - 0 Ísland Finnland 1 - 0 Ísland Sigurhlutfall: 62,5% Sigurhlutfallið betra eftir að lagerbäck fór n Heimir hefur sannað sig sem frábær þjálfari n Óhræddur við breytingar Lagerbäck og Heimir Undankeppni EM 2016 - 10 leikir Fyrir undankeppni Evrópumótsins í Frakk- landi varð sú breyting að Lagerbäck og Heimir urðu báðir aðalþjálfarar liðsins. Ár- angurinn varð betri og á endanum komst Ísland inn á sitt fyrsta stórmót í karlaflokki þar sem liðið náði góðum árangri. Eftir mótið hætti Lagerbäck störfum. Sigrar Ísland 3 - 0 Tyrkland Lettland 0 - 3 Ísland Ísland 2 - 0 Holland Kasakstan 0 - 3 Ísland Ísland 2 - 1 Tékkland Holland 0 - 1 Ísland Jafntefli Ísland 0 - 0 Kasakstan Ísland 2 - 2 Lettland Töp Tékkland 2 - 1 Ísland Tyrkland 1 - 0 Ísland Evrópumótið 2016 í Frakkland: - 5 leikir Sigrar Ísland 2 - 1 Austurríki Ísland 2 - 1 England Jafntefli Portúgal 1 - 1 Ísland Ungverjaland 1 - 1 Ísland Tap Frakkland 5 - 2 Ísland Sigurhlutfall: 53,3% Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Frábær árangur Árangur Íslands hefur verið góður síðustu ár en sigurhlutfallið hefur aldrei verið betra eftir að Heimir tók einn við liðinu. MyND Epa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.