Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 15. september 2017
vinnandi á meðan konurnar voru
heima með börnin. Sem betur fer
hefur það breyst en það þýðir ekki
að fólk eigi að vinna sólarhringum
saman, myrkranna á milli, án þess
að hitta fjölskyldu sína.“
Þá kveðst Nichole aldrei hafa
upplifað eins mikla gagnrýni á
persónur fólks, heyrt jafn mikið
talað niður til þess og snúið út úr
orðum þess eins og eftir að hún
hóf störf á Alþingi. „Ég naut miklu
meiri virðingar í samfélaginu sem
leikskólastjóri en ég geri í dag
sem þingmaður. Ég heyri líka, aft-
ur og aftur, að það sé mikilvægt í
þessu starfi að hafa harðan skráp.
Þetta er leiðinlegur fylgifiskur þess
að vera í pólitík. Það hefur verið
erfitt að venjast því að vera alltaf
í skotlínunni, enda er ég mikil til-
finningamanneskja. Ég hef fengið
mína skelli og gagnrýni en ólíkt
mörgum sem ég starfa með þá
hika ég ekki við að viðurkenna
mistök. Það mættu fleiri gera.“
Nichole segir jafnframt að
„skrápurinn“ svokallaði, geri þing-
mönnum betur kleift að baktala
og skjóta skoðanir annarra þing-
manna í kaf þar sem þeir feli sig á
bak við þennan ósýnilega verndar-
vegg. „En fyrir hverju erum við að
eiginlega vernda okkur? Við erum
bara venjulegt fólk. Ég bý í Efra-
Breiðholti, borga af lánum og við
erum á einum bíl. Ég á sömu ná-
grannana og ekkert hefur breyst í
okkar samskiptum. Ég fer reglulega
út að hjóla með börnunum mínum
og stoppa hjá reykingafólkinu, sem
stendur fyrir framan hverfispöbb-
inn, til að spjalla. Ég ætla ekki að
láta starfið breyta því sem ég er.“
Erum öll manneskjur
Fylgi Bjartrar framtíðar, líkt og ríkis-
stjórnarinnar, hefur dalað töluvert
frá kosningum. Nichole undrar sig
á mikilli gagnrýni frá almenningi
sem segir Bjarta framtíð, nú þegar,
hafa svikið hin ýmsu kosninga-
loforð. „Við erum bara venju-
legt fólk. Ég hefði haldið að fólk
myndi sýna okkur meiri skilning.
Við erum ekki tengd neinum hags-
munaöflum og ætlum að láta verk-
in tala í stað þess að segja alls konar
hluti til að ná fylginu upp. Við erum
búin að vera við völd í aðeins sex
mánuði. Það er ekki raunhæft að
leysa allt á svona stuttum tíma. En
þetta kemur, ég hef fulla trú á því.“
Ólíkt mörgum Íslendingum
sem sleiktu sólina og nutu lífsins í
sumar varði Nichole sínu fríi fjarri
fjölskyldu og vinum. Hún dvaldi í
mánuð á Grikklandi þar sem hún
kynnti sér aðbúnað hælisleitenda.
Þessi mikla lífsreynsla er Nichole
ofarlega í huga en í framtíðinni
langar hana að tala fyrir málstað
hælisleitenda. „Ástæðan fyrir því
að ég fór til Grikklands er sú að
umræðan um hælisleitendur er
yfirleitt bundin skoðun annarra og
því sem ratað hefur í fjölmiðla. Ég
vildi fara út og mynda mér mína
eigin skoðun á málefnum hælis-
leitenda. Á sama tíma fannst mér
mikilvægt að leggja mitt af mörk-
um til að auðvelda fólki lífið við
þessar hörmulegu aðstæður.“
Nichole fór á vegum alþjóðlegs
neyðarstarfs SOS Barnaþorpanna.
Upplifunin hafði djúpstæð áhrif á
Nichole sem tók þátt í starfi á leik-
skóla og á heimilum fyrir fylgdar-
laus börn. „Það er svo dýrmætt
að geta sett sig í spor annarra. Á
meðan ég var með fólkinu hélt ég
andliti en þegar ég var komin upp
á hótel, eða sat ein úti að borða,
byrjuðu tárin að streyma. Og gera
það enn. Það mikilvægasta er að
muna að við erum öll manneskjur.
Hvar sem við fæðumst á jörðinni.“
Leggur fram frumvarp
Nichole er að lokum spurð um mál
ungu stúlknanna Haniye og Mary
og fjölskyldna þeirra sem mjög
hefur verið í umræðunni undanfar-
ið. Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, hefur sagt að flokk-
urinn hygðist leggja fram frumvarp
um íslenskan ríkisborgararétt til
handa stúlkunum og foreldrum
þeirra.
„Ég vonast enn til að farsæl
lausn finnist á máli fjölskyldn-
anna,“ segir Nichole. „Ég er með
tilbúið frumvarp með sama mark-
miði og frumvarpið sem er hér
til umræðu, með tilliti til áhrifa
á stöðu stúlknanna. Frumvarpið
nær til allra í sömu stöðu, ekki
bara þessara tilvika. Auk þess fel-
ast í því varanlegar úrbætur og
jafnræðis er gætt. Á miðvikudags-
kvöld lýsti dómsmálaráðherra því
yfir að hann vildi „taka á móti öll-
um tillögum þingmanna hvað
varðar lagabreytingar“. Ég trúi ekki
öðru en að unnið verði að laga-
breytingum sem eru í frumvarp-
inu okkar í samstarfi með ráðu-
neytinu.
Mér finnst erfitt að taka tvö mál
fram fyrir öll önnur sem bíða af-
greiðslu. Ég veit að fleiri, sem eru
jafnvel verr sett, hafa fengið synj-
un en þyrftu líka svona meðferð.
Mál margra fara ekki hátt, þau eru
rekin í hljóði. Ég ætla ekki að vera
meðal meðflytjenda í frumvarpi
Loga Einarssonar. Ég hef jafnframt
sagt að ef okkar frumvarp og vinna
nær ekki að aðstoða þessa einstak-
linga sem við í Bjartri framtíð ætl-
umst til að það geri, þá muni ég
styðja frumvarp um ríkisborgara-
rétt í atkvæðagreiðslu.
Svo finnst mér mikilvægt að
þverpólitísk nefnd starfi að því að
tryggja að framkvæmd nýju lag-
anna um málefni útlendinga verði
fylgt eftir og að lögin nái því mark-
miði sem ætlast var til. Það stóð
alltaf til að slík nefnd starfaði sam-
hliða innleiðingu laganna. Ef slík
nefnd hefði verið starfandi þá trúi
ég því að tillögur að breytingum á
lögum hefðu verið lagðar fram fyrir
löngu. Þá værum við ekki að ræða
neyðar úrræði, sem veiting ríkis-
borgararéttar til fimm einstaklinga
umfram aðra er svo sannarlega.“ n
„Mér fannst myrkr-
ið yfirþyrmandi,
ég skildi ekki orð í tungu-
málinu og var mjög ein-
mana. Besta vinkona mín
á þessum tíma var 16 ára
mágkona mín. Eina starf-
ið sem mér bauðst, af því
að ég talaði ekki tungu-
málið, var að þrífa skrif-
stofur á kvöldin.
Eleonas, hælisleitendabúðir í
Aþenu Nichole dvaldi í búðunum í sumar.
Leikskólinn Ösp í Fellahverfi Myndin er tekin haustið 2016.
Nichole Leigh Mosty „Það
er svo dýrmætt að geta sett
sig í spor annarra.“ MyNd BryNjA