Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Side 64
40 menning Helgarblað 15. september 2017
J
óna Guðbjörg Torfadóttir og
Ásgerður Jónasdóttir hafa
stofnað vefinn skald.is. Vefur
inn er tileinkaður konum og
skáldskap þeirra. Þar birtast við
burðir, fréttir, greinaskrif og fagur
fræðilegir textar auk gagnabanka
um íslenskar skáldkonur.
„Fyrir margt löngu ræddum við
Ásgerður þá hugmynd að búa til
eins konar gagnabanka um skáld
konur. Við vildum gera þeim hærra
undir höfði,“ segir Jóna Guðbjörg.
„Ég hafði tekið saman lista yfir
gamlar íslenskar skáldkonur og
fór að hugsa með mér hvað hefði
orðið um þessar konur og hvar
bækurnar þeirra væru,“ segir Ás
gerður. „Jóna hafði einnig verið að
velta þessu fyrir sér og svo ákváð
um við að gera eitthvað í þessum
málum. Okkur langaði til að smíða
líflegan vef um íslenskar skáld
konur og verk þeirra.“
Jóna og Ásgerður segjast fagna
öllum ábendingum um íslenskar
skáldkonur og skáldskap þeirra: „Í
sveitum landsins leynist til dæmis
ýmislegt sem ekki hefur ratað í
neina bókmenntasögu og ekki
fengið neitt rými. Það væri mikill
fengur að því að fá slíkt efni á vef
inn. Fólk er að hafa samband við
okkur til að benda okkur á skáld
konur. Um daginn fengum við
til dæmis póst frá manni í Vest
mannaeyjum sem benti okkur á
skáldkonu, Unu Jónsdóttur. Hann
sendi mynd af henni og upplýs
ingar sem við settum á vefinn.
Hann var afar þakklátur fyrir að
vakin skyldi athygli á henni.“
Þær vinkonur hafa haft sam
band við fólk sem mun veita þeim
liðsinni. „Sigríður Albertsdóttir
ætlar að birta gagnrýni sína á
vefnum, Soffía Auður Birgisdóttir
er að senda okkur efni og Helga
Kress hefur gefið okkur leyfi til að
birta efni eftir sig. Við birtum líka
skáldskap eftir konur, bæði nýjan
og gamlan. Við hugsum þennan
vef sem vettvang fyrir kvennabók
menntir og kvenskáld. Við sönkum
að okkur efni og setjum í sarpinn.
Þetta er mikil vinna en skemmti
leg. Við erum rétt að byrja en höf
um strax fengið frábærar móttök
ur. Við ætlum að gera þennan vef
að lifandi vettvangi fyrir kvenna
bókmenntir,“ segja þær stöllur. n
„Fólk er að hafa
samband við okk-
ur til að benda okkur á
skáldkonur.
Lifandi vettvangur kvennabókmennta
n Jóna og Ásgerður hafa stofnað vefinn skald.is n Tileinkaður konum og skáldskap þeirra
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Bækur
Saga af hjónabandi
Höfundur: Geir Gulliksen
Þýðandi: Halla Kjartansdóttir
Útgefandi: Benedikt – Bókaklúbburinn Sólin
191 bls.
Maðurinn er einkvænisvera
Þ
að verða alltaf skrifaðar sög
ur um hjónabönd, framhjá
hald og skilnaði, því allt er
þetta svo ríkur þáttur í mann
lífinu. Oft er þetta sama sagan upp á
nýtt, hvort sem það er í skáldsagna
formi, bíómynd, sjónvarpsþætti eða
einfaldlega fréttum af fólki úti í bæ í
kaffitímanum, og er það að meina
lausu. En skáldsagan Saga af hjóna
bandi eftir norska höfundinn Geir
Gulliksen er af öðru tagi, líklega
óvenjulegasta og frumlegasta saga
sem ég hef lesið um þetta efni.
Gulliksen, sem er fæddur árið
1963, er þekktur höfundur í Noregi
en fyrir Sögu af hjónabandi var
hann tilnefndur til Bókmenntaverð
launa Norðurlandaráðs árið 2016. Í
sögunni er því lýst hvernig molnar
undan samband hjóna þegar eigin
konan stofnar til kynna við annan
mann. Eiginmaðurinn er fyrsta
persóna í sögunni, en sér auk þess
inn í hugskot eiginkonunnar og lýs
ir atburðum frá hennar sjónarhóli,
en í sinni frásögn. Þetta er ekki það
eina óvenjulega í frásagnartækni
sögunnar því sögumaður leggur
ekkert upp úr því að takmarka vit
neskju um það sem koma skal til að
halda lesandanum spenntum, þess
í stað veit maður allan tímann hvað
á eftir að gerast, en sagan gengur
þá meira út á að sýna lesandanum
hvernig það gerðist og hvers vegna.
Bókin fær þannig á sig yfirbragð
rannsóknar fremur en sögu.
Það er alþekkt úr hjónabands
sögum lífsins, bókmenntanna og
kvikmyndanna að ástareldurinn
tekur að kulna eftir því sem lengra
líður á hjónabandssögurnar. Það er
hinn óhjákvæmilegi gangur lífsins.
En á meðan ástríða hjónabands
ins dofnar sitja einstaklingarnir
eftir með sína meðfæddu ástríðu
þrá sem getur beinst annað. Stund
um verður grasið grænna hinum
megin. Stundum skilja slíkar sögur
eftir handa okkur boðskap um að
rækta þurfi sambandið. Þetta er allt
gott og vel. Kunnuglegt en satt. En
Saga af hjónabandi er skemmtilegt
frávik frá þessum kunnugleika.
Hjónin í þessari sögu eiga sér
óvenjulega ástríðufullt samband
eftir nær 20 ára sambúð og barn
eignir. Sambandið hófst á framhjá
haldi en fólkið kynntist á meðan
bæði voru gift öðrum. Sögumanni
er mikið í mun að lifa ekki hefð
bundnu lífi, komast út úr kassanum.
Af þeim sökum hafa hjónin þróað
með sér mikla hreinskilni um hugs
anir sínar, langanir og hugaróra.
Sameiginlegir órar þeirra, aðallega
knúnir af manninum, snúast með
al annars um að konan sé með öðr
um manni. Þetta er ekki algengt efni
í bókmenntum en þekkt „minni“ úr
klámheiminum, ekki síst nú, á dög
um blómstrandi heimilisiðnaðar í
svokölluðu „amatöraklámi“. Rétt
er að taka það fram að þessi saga er
ekki klámfengin þrátt fyrir þessa óra
og mjög opinskáar kynlífslýsingar,
markmiðið er ekki að örva lesand
ann heldur skoða mannssálina,
ástina og ástríðuna.
Þegar eiginkonan kynnist öðrum
manni og hefur með honum ein
hvers konar kunningja eða vina
samband, þá leynir hún eiginmann
sinn engu. Hann hvetur hana til
að ganga lengra, þykist viss um að
hjónabandið þoli hliðarspor, telur
sig lausan við smáborgaralega af
brýðisemi, en þetta reynist feigðar
flan.
Hvað sem líður nútímalegri og
frjálslyndislegri nálgun sögunnar á
viðfangsefnið talar niðurstaðan af
þessari hættulegu tilraun hjónanna
máli gamla skólans: Maðurinn er
einkvænisvera. Ástinni verður ekki
deilt.
Saga af hjónabandi er með
eindæmum vel skrifuð, þraut
hugsuð og meitluð saga. Hún ætti
að höfða til allra sem hafa áhuga á
hjónabandinu og ástinni, og eigin
lega líka til þeirra sem einfaldlega
hafa gaman af að lesa flottan og
djúphugsaðan texta. n
Ágúst Borgþór Sverrisson
agustb@dv.is
„Saga af
hjónabandi
er með eindæm-
um vel skrifuð,
þrauthugsuð og
meitluð saga.