Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 70
46 fólk Helgarblað 15. september 2017 Fjárréttir í Fullum gangi um land allt n ungir sem aldnir tóku til hendinni í miðfjarðarrétt H elgarnar í september eru þéttsetnar af fjárréttum um allt land en alls eru 206 slíkar skipulagðar. Fyrstu fjárréttirnar fóru fram laugar- daginn 2. september síðastliðinn en fjölmargar fóru fram daganna 9.–11. september. Þar á meðal var Miðfjarðarrétt í Miðfirði en ljós- myndari DV átti þar leið hjá og tók skemmtilegar myndir af því sem fyrir augu bar. n Fjör Hinn tíu ára gamli Freyr Eaton Pétursson mætti í fyrsta skipti í réttir úr höfuð- borginni. Hann var afar ánægður með upplifunina. Mynd BB Þjóðarrétturinn Atgangurinn í réttum er mikill og því er mikilvægt að taka hraustlega til matar síns. Boðið var upp á pylsuveislu sem vakti eðlilega mikla lukku. Mynd BB Vígalegur Bóndinn og myndalistamaðurinn Jón Eiríksson á Búrfelli lét sig ekki vanta. Mynd BB Fundið fé Það er tilkomumikil sjón þegar göngumenn koma ríðandi af fjöllum með fjárhópana Mynd BB næsta kynslóð Ungir sem aldnir taka til hendinni í réttum og hér má sjá fulltrúa næstu kynslóðar meta stöðuna Mynd BB Heimakær Magnús Ari Jónsson frá Skarfshóli lét sig ekki vanta. Magnús Ari er hrifinn af sinni heimasveit en að sögn kunnugra hefur hann aðeins einu sinni heimsótt höfuðborg landsins. Það var á aldamótarárinu 2000 og þangað hefur Magnús Ari ekkert að sækja.Mynd BB Frumkvöðull Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk hefur í tæp fjörtíu ár rekið hestaleigu fyrir norðan. Óhætt er að full-yrða að hann hafi verið á undan sinni samtíð í þeim efnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.