Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 2
2 Helgarblað 22. september 2017fréttir Spurning vikunnar Ertu búin(n) að ákveða hvaða flokk þú ætlar að kjósa 28. október? Nei, og ég veit ekki hvort nokkuð breytist í nýjum kosningum. Rúnar Smárason Vandamálið er hvort ég eigi virkilega að kjósa það sama og síðast eða hvort ég eigi að fara inn á nýjar brautir. Jakob Páll Jóhannsson Já, ég kýs það sama og síðast, en mér líst illa á að ganga aftur til kosninga. Sigríður Sigurbergsdóttir Nei, ég er ekki búin að því. Svo finnst mér of stutt liðið frá síðustu kosningum. Þórdís Þórarinsdóttir G uðbjörg Friðbjörnsdóttir hefur undanfarin tvö ár starfað sem þjónn í hinu sögufræga hljóðupptöku- veri Abbey Road í London. Á daginn færir hún stórstjörnum á borð við Paul McCartney, George Clooney og Harry Styles kaffi og samlokur og á kvöldin þjónar hún á hinum ýmsu viðburðum í stúdíóinu. Þó svo að Guðbjörg sé í návígi við margar af helstu stjörn- um samtímans á hverjum degi þá segir hún að vinnan sé rétt eins og hvert annað þjónustustarf. Abbey Road er þekktast fyrir að vera hljóðupptökuverið þar sem Bítlarnir tóku upp samnefnda plötu árið 1969. Síðan þá hefur ógrynni heims- þekktra tónlistarmanna og framúr skarandi einstaklinga innan kvik- myndabransans lagt leið sína í stúdíóið til að taka upp tónlist og hljóð af ýmsum toga. Lítið starfsöryggi Guðbjörg hefur búið í London undanfarin 20 ár en áður starfaði hún í markaðsmálum og vörumerkjastjórnun innan tískugeirans fyrir hágæða vörumerki á borð við Louis Vuitton og Jimmy Choo. Guðbjörg sá meðal annars um að koma vöru- merki Jimmy Choo inn í sjón- varpsþættina Sex and the City. Fyrir nokkrum árum ákvað Guð- björg hins vegar að taka sér hlé frá tískuheiminum og finna starf þar sem hún upplifði minni streitu, gæti safnað orku og fengið meiri frítíma. „Tískubransinn er eins og að horfa á The Devil Wears Prada í einn dag. Nema hvað ég gerði það í 30 ár.“ Guðbjörg segir bransann að sama skapi hafa breyst gríðar- lega mikið frá því hún byrjaði. Samkeppnin sé töluvert harðari, ósvífnari og starfsöryggi lítið sem ekkert. Var ráðin á staðnum Eftir að Guðbjörg sagði starfi sínu lausu hafði hún litla hugmynd um hvaða hana langaði að gera. Þar sem Abbey Road er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá heimili henn- ar ákvað hún að athuga hvort ekki vantaði þar fólk í vinnu. „Ég gekk inn og spurði hvort þau gætu ekki fundið eitthvað fyrir mig að gera. Ég var beðin um að koma aftur næsta dag og þegar ég mætti aftur var ég spurð hvort ég kynni að útbúa samlokur. Ég hélt það nú og var ráð- in á staðnum. Vinnan hentar mér vel. Ég er algjört fiðrildi og get kjaft- að við hvern sem er um hvað sem er. Það kemur sér vel hér.“ Þrátt fyrir að viðskiptavina- hópur Guðbjargar sé mörgum framandi þá segir hún þær stjörnur, sem hún hefur kynnst í gegnum starfið, mjög viðkunnan- legar. „Það sem situr mest í mér er þegar við Yoko Ono sátum dágóða stund yfir kaffibolla og kjöftuð- um um hitt og þetta. Svo hef ég til dæmis rætt við Sting um íslenska hestinn, en hann er mikill hesta- maður, og farið á barinn með Kate Moss. Hún er frábær.“ Þá hefur Guðbjörg hitt Bítlana Paul McCartney og Ringo Starr. „Paul er miklu alvarlegri týpa en Ringo. Ringo er algjör húmoristi. Fyrir nokkru var ég beðin um að færa manni kaffi inn í stúdíó. Ég var örugglega búin að spjalla við hann í 30 sekúndur þegar ég fattaði að þetta var George Clooney. Svo þegar hann kom síðast bað hann sér- staklega um kaffi frá mér en hann er mikill kaffiunnandi. Það var mjög skemmtilegt.“ Maraþon og 50 ára afmæli Þrátt fyrir að hafa dvalið lang- dvölum í Bretlandi þá heimsækir Guðbjörg Ísland eins oft og hún getur. Síðast kom hún til lands- ins í ágúst. Þá sló hún tvær flugur í einu höggi þegar hún hljóp mara- þon á Menningarnótt og hélt upp á fimmtugs afmælið sitt sama kvöld. Morguninn eftir gerði Guðbjörg sér svo lítið fyrir og bauð gestunum upp á breskan morgunverð. „Þetta var æðislegt. Ég er þakklát fyrir tækifærin sem ég hef fengið í lífinu og hlakka til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“ n Guðbjörg þjónar fræga fólkinu í Abbey Road n Hefur hitt þekkta tónlistarmenn n Segir Ringo Starr mun skemmtilegri en Paul McCartney Kristín Clausen kristin@dv.is „Tískubransinn er eins og að horfa á The Devil Wears Prada í einn dag. Nema hvað ég gerði það í 30 ár. Guðbjörg Friðbjörnsdóttir Var ráðin á staðnum þegar hún sótti um vinnu í Abbey Road-stúdíóinu. Mynd Úr einKasaFni abbey road studios Margir ferðamenn legg ja leið sína að stúdíóinu á hverjum degi. Mynd abbeyro ad.CoM Gatan fyrir framan hljóðverið Bítlarnir ganga yfir Abbey Road í London. George Clooney Kann að meta gott kaffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.