Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 12
12 Helgarblað 22. september 2017fréttir
henni íslensku enda hefur hún tek-
ið miklum framförum í tungumál-
inu síðustu mánuði.
Listræn og ljúf
Þessa dagana kemst lítið annað að
hjá Haniye og vinkonum hennar
en fyrirhuguð ferð að Reykjum.
Hún ljómar öll þegar talið berst
að skólabúðunum enda er undir-
búningur nú í fullum gangi. „Við
förum með rútu og verðum í fimm
daga. Ég hlakka til að fá að gista og
vera með vinkonum mínum,“ segir
Haniye en líkt og hjá flestum stúlk-
um á hennar aldri skipta vinkon-
urnar hana gríðarlega miklu máli.
Aðspurð hvað hún geri eftir skóla
og á kvöldin, þegar hún er ekki úti
með vinum sínum, svarar Haniye að
henni þyki mjög gaman að föndra,
lita, mála og teikna. Hún er augljós-
lega mjög listræn en í herberginu
hennar prýða litríkar myndir, borð-
ar og annað föndur veggina. Þá
kemur líka upp úr krafsinu að henni
þyki gaman að elda og baka. „Uppá-
haldsmaturinn minn er samt KFC-
kjúklingur og hamborgari,“ segir
hún hlæjandi. Haniye lætur áhyggj-
ur sínar af framtíðinni ekki í ljós við
blaðamann heldur einblínir á það
jákvæða sem er að gerast í lífinu.
Innt svara við því hvað hún hræðist
mest, segir hún brosandi. „Kakka-
lakka og mýs, það er ógeð.“
„Þorir að vona“
Þrátt fyrir ungan aldur býr Haniye
yfir lífsreynslu sem við getum fæst
gert okkur í hugarlund. Að sögn
Guðmundar Karls Karlssonar,
sem er vinur feðginanna og hefur
aðstoðað þau hér á landi, hefur
Haniye verið í sálfræðimeðferð við
kvíða og áfallastreituröskun. Þegar
hann kynntist henni fyrst var hún
mjög lokuð og feimin. Hann segir
það þó heldur betur hafa breyst
síðustu vikur. „Hún er allt önnur.
Brosir mikið, tjáir sig meira og
virðist mun afslappaðri. Ég held
að hún sé farin að þora að vona
og treysta fólki. Svo er hún farin
að hegða sér eins og barn. Það er
dásamlegt að fylgjast með henni
blómstra en á sama tíma skelfilegt
ef þetta verður tekið af henni.“
Mary vill ekki deyja
Mary Lucky hefur dvalið á Ís-
landi í tvö ár. Hún er fædd árið
2009 í flóttamannabúðum á Ítalíu
en er ríkisfangslaus. Mary kom
til landsins ásamt foreldrum sín-
um, Sunday Iserien og Joy Lucy,
en búið er að vísa Sunday úr
landi. Fjölskyldan, sem er búsett
í Njarðvík, kom hingað til lands í
leit að öryggi og betra lífi. Óttinn
við að lenda aftur í þeim aðstæð-
um, sem foreldrar Mary flúðu í
heimalandi þeirra Nígeríu, hefur
þó heltekið mæðgurnar í óvissu-
ástandinu. Móðir Mary er fórnar-
lamb mansals og vændis en hún
óttast mjög að dóttir hennar lendi
í sama hryllingnum ef þær verða
sendar aftur til heimalandsins.
Leikur við mömmu sína eftir skóla
Mary er í Akurskóla í Njarðvík.
Henni gengur ágætlega að aðlagast
íslenska skólakerfinu og er farin að
skilja þónokkra íslensku. Óöryggið
sem vofir yfir þeim hefur sett mark
sitt á móður hennar sem vill helst
ekki líta af dóttur sinni. Mary hefur
því til þessa ekki fengið að lifa hefð-
bundnu lífi átta ára stúlku.
Þegar blaðamann ber að garði
á heimili Mary stendur hún bros-
andi í glugganum og veifar. Hún er
svolítið stressuð og finnst óþægi-
legt að svara spurningum blá-
ókunnugrar konu. Hún kveðst þó
vera ánægð með skólann og finnst
Ester, kennarinn sinn, skemmti-
leg og góð. „Ég skrifa í skólanum,
leik mér úti, borða, les og svo er
skólanum lokað,“ segir Mary sem
er líka búin að eignast marga vini.
Eftir skóla er hún vön að læra
heima, leika sér við mömmu sína
og horfa á sjónvarpið. „Mér finnst
skemmtilegast að horfa á Mashiu
og björninn, vin hennar.“
Vill vera á Íslandi
Þá kveðst Mary vera mjög hrifin
af Frozen-prinsessunum Elsu og
Önnu. Hún biður mömmu sína til
skiptis um Elsu- eða Önnu-fléttur
í hárið og uppáhaldslagið hennar
er Let it go. Þá langar hana mikið
að eignast Elsu- og Önnu-dúkkur.
Þegar talið berst að því hvað
Mary hræðist mest þá stressast
hún öll upp, grípur fastar um
dúkkuna sína, og byrjar að rugga
sér í sófanum. „Ég vil vera á Ís-
landi. Mig langar ekki að fara til
Nígeríu með fjölskyldunni minni.
Ég er ekki frá Nígeríu. Ég er frá
Ítalíu og mig langar ekki að deyja.“
Það er ógnvekjandi að hlusta á
svo nöturleg orð koma frá átta ára
gömlu barni. Mary er hrædd við
að vera rifin á brott frá vinum sín-
um, skóla og heimili þar sem hún
er örugg. n
„Ég vil vera
á Íslandi.
Mig langar ekki
að fara til Nígeríu
með fjölskyldunni
minni.
Á skólalóðinni Mary er búin að læra þónokkuð mikið í íslensku.
Hlakkar til að fara að Reykjum með vinum sínum
Haniye er nú þegar farin að líta á Ísland sem heimaland sitt.