Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 16
16 umræða Helgarblað 22. september 2017 É g heimsótti New York fyrr í sumar og alltaf er eitthvað magnað við að koma til þeirrar borgar, og í þetta sinn var ég dálítið á slóðum sem ég hafði ekki kynnst fyrr; maður er mest í svona heimsóknum á Man- hattan, frá Central Park og niður úr, en í þetta sinn var það Brook- lyn, sem ein og sér er ein fjöl- mennasta borg Bandaríkjanna og skartar ólíkum en mjög litríkum svæðum. Mér var til dæmis geng- ið í óratíma í gegnum hverfi þar sem engir bjuggu nema rétttrúaðir gyðingar; þeir voru margir á gangi á götunum og engir aðrir nema ég og kona og dóttir; það var laugar- dagur (sabbat) og allir karlmenn í síðum svörtum frökkum og með barðastóra svarta hatta og undan þeim löfðu slöngulokkar fram á kinnarnar. Manni fannst ein- hvern veginn eins og maður hefði í ógáti gengið inn á heimili annars fólks og væri að reyna að finna út- gönguleið áður en heimamenn færu að amast við þeim óboðna. Fólkið á götunni skipti sér reyndar ekkert af okkur, hvorki til að heilsa eða kvarta, og reyndar skilst mér að það vilji ekkert hafa saman við vantrúaða að sælda; dóttir mín, sem bjó í Brooklyn ekki langt frá þessu hverfi, sá eitt sinn svona gyðingakonu hrasa í brautarpalli rétt fyrir framan sig; íslenska stelp- an hljóp að sjálfsögðu til og vildi rétta konunni hjálparhönd en hún bandaði frá sér hendinni í skelf- ingu, vildi ekki þurfa að afbera snertingu frá einhverjum sem að- hylltist annan sið. „Urban Jungle“ En það var reyndar á Manhattan sem ég upplifði tvennt mjög eftir- minnilegt í þessari vesturför fyrr á árinu. Og það voru óvæntar sýnir úr dýralífinu – á þessum stað sem er eiginlega eins manngerður og hugsast getur. Eitt síðdegi vorum við á gangi nálægt Washington- torginu þar sem er mikill og há- vaxinn trjágróður, þegar snögg- lega bar fyrir augu, eins og skuggi sem líður hratt yfir, stórvaxinn fugl og furðu mikinn að umfangi. Maður áttaði sig ekki strax á hvað var að gerast, en svo fóru að hrynja fjaðrir úr tré nokkru ofar og fram- ar. Og þá sat þar stærðar förufálki með nýveidda dúfu í klónum, var að gogga bráðina í hjartastað að fálkasið. Brátt komu að japanskir túristar og stóðu með okkur og fylgdust með fálkanum, og dúf- unni sem enn blakaði vængj- unum; Japanarnir hófu að taka myndir í gríð og erg og með mikl- um undrunarhljóðum. Ég reyndi líka með klaufabárðsfasi að taka mynd á minn síma, en hún var hreyfð. Nokkrum dögum seinna lá leiðin um Miðgarð, Central Park, og þar bar fyrir auga annað undur úr náttúrunni, en uppi á rusladalli úr málmi sat þvottabjörn, sem þar- lendir kalla „raccoon“, og gæddi sér á pítsusneið. Og var hinn ró- legasti, þótt fólk stæði hjá og gæfi honum auga. Reyndar var mér sagt eftir á að þeir færi sig ekki þótt fólk komi að þeim og klappi þeim á hausinn, en hins vegar séu þeir útsettir með að glefsa til þannig fólks, sem ekki boði gott því að þeir séu oft smitaðir af hundaæði. Þessi merkilega bók Þegar ég hafði séð þessa villtu náttúru inni í stál- og glerborginni miðri með öllu sínu mannhafi, þá rámaði mig í að ég hefði einhvers staðar lesið um þetta, og svo rifjað- ist upp að það var í stórmerkilegri bók sem heitir Mannlaus veröld, og kom út á íslensku í stórgóðri þýðingu Ísaks Harðarsonar árið 2009 (e: Elan Weisman – The World Without Us). Þar er einmitt sagt frá innreið dýralífs óbyggðanna í New York og sagt að inn í borgina séu ekki aðeins komnir förufálkar og þvottabirnir, heldur einnig stærri dýr eins og sléttuúlfar. Höfundur- inn rannsakar svo, með aðstoð og vitnisburðum vísindamanna og staðkunnugra, hvað myndi verða um svona feiknarlega heimsborg eins og Nýju-Jórvík ef mannfólk hyrfi þaðan, og merkilegt nokk yrði hún eiginlega að engu á furðu stuttum tíma. Neðanjarðarlestar- kerfið myndi til dæmis næstum samstundis fyllast af vatni og eyðileggjast þegar hætt yrði að fylgjast með og stjórna þeim 758 öflugu dælum sem starfa á fullu við að skola út grunn- og regn- vatni. Þegar hætt yrði að hreinsa lauf og rusl úr niðurföllum myndi holræsakerfið sömuleiðis hætta að virka, vatnsleiðslur myndu gefa sig í næstu frosthörkum og sömuleiðis gasleiðslur með miklum sprengingum, gler myndi molna í rúðum, eldingar kveikja í rusli og gróðurleifum, undir- stöður húsa ryðga hratt, en áfoks- mold og gróður fljótt byrja að hylja Nýja-jórvík lífs og liðiN Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „Þegar ég hafði séð þessa villtu nátt- úru inni í stál- og gler- borginni miðri með öllu sínu mannhafi, þá rámaði mig í að ég hefði einhvers staðar lesið um þetta, og svo rifjaðist upp að það var í stórmerkilegri bók. Og bókin Mannlaus veröld New York Alltaf er eitthvað magnað við að koma til þeirrar borgar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.