Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 17
umræða 17Helgarblað 22. september 2017 rústirnar. Dýr og fuglar myndu streyma á svæðið, og merki- legt nokk myndi það dýralíf sem kannski er nú um stundir mest af fljótt hverfa af sjónarsviðinu; rottur og kakkalakkar myndu ekki afbera brotthvarf síns vinar, mannsins. Hlutlaus belti, yfirgefnar borgir Þótt bókin, eða höfundur hennar, dragi upp mjög dökka mynd af ástandi jarðarinnar nú á tímum iðnaðar og hátækni, og sem er til þess fallin að gera les- andann svartsýnan eftir lestur á herfilega menguðum svæðum og stórhættulegu eitri og rusli sem dreifist æ meir um lönd og höf, þá var samt áhugaverðast að lesa um einhvers konar sig- ur lífsins sem hann lýsir á svæð- um sem mannfólkið hefur yfirgef- ið af einhverjum ástæðum, eins og þar sem hlutlaus og mannlaus belti hafa verið ákveðin vegna hernaðar átaka. „Villiblágresi og klifurjurtir gægjast fram þar sem húsþökin voru og dembast síðan niður húsveggina. Logatré, kínaber og þykkni læknakólfa, lárviðarrósa og dísarunna gægjast fram úr kimum þar sem innandyra og ut­ andyra er farið að renna saman í eitt. Hús sökkva í blárauðar breiður þríburablóma. Eðlur og svipusnákar skjótast um þykkni af villispergli, fíkjukaktusum og háu grasi. Sítrónugras breiðir æ meira úr sér svo að loftið angar. Nú, þegar tunglskinsunnend­ ur eru víðs fjarri, er ströndin kvik af grænum sæskjaldbökum sem verpa í sandinn.“ (bls 118) Þetta hér á undan, lýsing á hlutlausa beltinu á Kýpur þar sem enginn hefur búið síðan 1974, er dæmi um fegurðina sem getur orðið á svæðum yfirgefinna byggða, og glæsilega þýðingu Ís- aks Harðarsonar. Annars, úr því við erum að tala um fegurð svona yfirgefinna manngerðra svæða, þá er stór- kostlegt að skoða myndir frá þeirri miklu stórborg Detroit í Banda- ríkjunum, sem hefur að stórum hluta lagst í eyði á síðustu ára- tugum vegna breyttra vinnu- bragða og sjálfvirkni í bílaiðnaði, og vegna þess að störfin hafa færst annað. Mannfjöldinn í þeirri borg var um tvær milljónir um miðja tuttugustu öld, en er nú innan við sjö hundruð þúsund. Sem þýðir að íbúðabyggð á við svona sexfalt höfuðborgarsvæðið okkar er nú mannauð, fyrir nú utan allar risavöxnu verksmiðjubyggingarn- ar sem standa tómar. Það er auð- velt að gúgla myndir af þessum stórmerkjum. Kórea og Chernobyl Annað svona hlutlaust svæði vegna stríðs, eða öllu heldur vopnahlés, er á miðjum Kóreu- skaganum. Um það segir í Mann- laus veröld: „Í fjarvist hefur þetta griðland milli óvinaflokkanna tveggja fyllst af skepnum sem gátu bókstaf­ lega ekki leitað neitt annað. Einn af hættulegustu stöðum heims­ ins varð – alveg óvart – eitt þýð­ ingarmesta athvarf villtra dýra, sem hefðu annars getað horfið. Svarti Asíubjörninn, evrasíu­ gaupan, moskushjörturinn, kín­ verski vatnahjörturinn, gullháls­ mörðurinn, góral fjallageitin, sem er útrýmingarhættu, og Amur hlé­ barðinn, sem er næstum útdauður, halda sig fast við þessar slóðir, sem eru ef til vill aðeins tíma bundið lífsbjargráð – mjó spilda, miðað við það svæði er erfðalega heil­ brigð dýr þurfa nauðsynlega á að halda.“ (bls 221) Og hann bætir við að Síberíutígurinn, sem talinn var að mestu útdauður, sé sagður hafa sést þarna líka. Margir hafa heyrt talað um það merkilega líf sem sagt er hafa skotið rótum í ná- grenni kjarnorkuversins sem sprakk í Úkraínu, Chernobyl, um úlfa, refi og birni sem eiga að hafa flykkst þangað, og erni í tómum gluggasyllum háhýsa. En höfundurinn Alan Weisman gerir ekki mikið úr því, segir að helst geislavirkir og skamm lífir fuglar með albínóbletti séu þar í kringum yfirgefið verið. Hann segir: „Margir hafa látið óvænta feg­ urð geislamengaðra svæða við Chernobyl slá sig út af laginu og jafnvel reynt að auka á vonarríkt sýndarhugrekki nátt­ úrunnar …“ Eiginlega þyrfti maður að skreppa sjálfur á staðinn og reyna að sjá sannleikann með eigin augum. Höfundurinn er heldur svartsýnn Það er athyglisvert með þessa bók og höfund hennar að hann telur greinilega að plánetan þar sem við lifum muni ekki afbera mikið lengur að hafa mannfólk búandi á sér; það muni annaðhvort eyði- leggja Jörðina eða neyðast til að hypja sig burt, hvernig sem farið verður að því. Hins vegar, þegar hann hugsar málin til enda og eins og lesa má undir lok bókar, þá mun ekki það heldur duga til. Því að einhvern tímann í kom- andi framtíð muni einhverjir aðrir prímatar í Afríku rísa upp á afturlappirnar, smíða sér verk- færi og fara að hugsa, þannig að allt sama trallið muni þá byrja á ný að einhverjum árþúsundum liðnum. En þegar þar er komið má kannski hugga sig við að það séu áhyggjur sem hvorki geti kallast að- kallandi né sérlega tímabærar. n „Þá var samt áhugaverðast að lesa um einhvers konar sigur lífsins sem hann lýsir á svæðum sem mann- fólkið hefur yfirgefið af einhverjum ástæðum. Ávaxtaðu betur www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? saman Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. &
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.