Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 30
SkóSkápur „Það er eiginlega engin geymsla í húsinu svo ég varð að redda skáp- um sem er hægt að loka. Þessi hilla er notuð undir skótau. Við erum auðvitað tvær stelpur hérna svo það er alltaf nóg af skóm alls stað- ar og einhvers staðar verða þeir að vera.“ Meyjardyngjan „Þarna voru áður svalir en svo var herbergið framlengt með því að setja gluggann á utanverðar svalirnar. Þess vegna er engin gluggakista þarna. Borðið var til sölu í Fako og dóttur mína hafði alltaf langað svo mikið til að eignast það. Þegar við tókum það úr sölu þá keypti hún borðið í þremur greiðslum og var mjög ánægð með sig, unga konan. Hún mun eflaust alltaf eiga þetta fína borð, enda mikið stáss. Hvað spegilinn varðar þá er bara allt að verða vitlaust í þessum kringlóttu speglum. Mér finnst það reyndar gott. Það er gott að brjóta upp formin. Ég fórnaði sjálf ferköntuðu borðstofuborði sem ég hafði alltaf átt þegar ég flutti í húsið og fékk mér kringlótt borðstofuborð í staðinn. Það má ekki allt vera kassalaga.“ Mjúkt undir fæti „Mottan er úr Fakó og hentar mjög vel á eldhúsgólf en víða um heim eru mottur af þessu tagi staðalbúnaður í eldhúsum. Hún er mjúk að standa á enda úr eins konar stömu gúmmíefni. Kostar 13.400 krónur, fæst bara í þessum lit en í fleiri stærðum.“ undir geiSladiSka „Þessi fallegi gripur var alltaf í anddyrinu hjá mér og ég notaði hann undir húfur og vettlinga og þess háttar. Ég geymi bara geisladiska og tímarit í honum núna. Hann passar í raun ekki inn til mín en ég tími bara alls ekki að láta hann frá mér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.