Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 34
Upprunalega átti þetta perl að vera eitthvað fyrir okkur mæðgurnar að dunda við saman, en svo finnst mér bara svo gaman að búa til hluti sem gleðja hana að ég geri þetta stundum hvort sem hún er heima eða ekki,“ útskýrir Þórunn og hlær sínum fallega, smitandi hlátri. Þórunn Antonía er mikill þúsund þjalasmiður. Hún segist þrífast best í fjölbreytileikanum og finnst skemmtilegast að takast á við ólík verkefni. „Stundum finnst mér eins og ég sé ekki að gera neitt af viti en svo þegar ég fer að skrifa þetta niður, eða segja fólki frá því sem ég hef verið að gera, þá átta ég mig á því að mín skilgreining á því að gera ekki neitt er alls ekki í takt við skilgreiningu flestra annarra. Ég er stundum eins og nokkrir persónuleikar í einni manneskju. Tónlistar-Þórunn er í einu verkefni, útvarps-Þórunn í öðru og svo dans-Þórunn í því þriðja. Stundum gleymi ég að taka saman hvað allir starfskraftarnir sem búa inni í mér eru að gera og þá rennur það upp fyrir mér að ég er í raun með alla anga úti,“ segir hún og bætir við að hún þurfi stundum að halda aftur af sér í framkvæmdagleðinni. „Til dæmis þurfti ég að taka mér tíma til að byggja mig markvisst upp eftir mikil veikindi á með- göngunni. Ég vil reyndar meina að konur almennt, þurfi lengri tíma en hefðbundið fæðingarorlof til að ná sér, mynda tengsl við barnið og kynnast sjálfum sér upp á nýtt. Það tók mig tvö ár að komast aftur á skrið. Ég þurfti hjálp við að greiða úr ýmsum hlutum. Greindist með áfallastreitu og þunglyndi eftir inngrip og áföll á meðgöngunni og heimurinn breyttist, ég breyttist. En ég er þakklátari fyrir lífið og litlu hlutina eftir þessa lífsreynslu,“ segir hún. Kennir krúttum að tjá sig í dansi og söng Um þessar mundir er einn angi Þórunnar í því að kenna ungum börnum að tjá sig í gegnum söng og dans í ballettskólanum Plíei, en „Aldrei unnið frá níu til fimm“ Klukkan er tíu árdegis. Þórunn Antonía Magnúsdóttir situr við stofuborðið í litlu bleiku stofunni í Vesturbænum og föndrar hálsfesti úr tréperlum handa dóttur sinni Freyju, meðan hún hlustar á bestu lög meistara Leonards Cohen. Þórunn sötrar jurtate úr fallegum bolla og morgunsólin kastar fallegri birtu yfir stofuna. „Með kennslunni langaði mig að prófa eitthvað sem gæfi mér smá kitl í magann og tæki mig út úr þæginda­ hringnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.