Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Page 36
2 Veislur Helgarblað 22. september 2017KYNNINGARBLAÐ Mín sérstaða felst meðal annars í því að ég þjónusta margvís­ lega hópa. Þegar hópur fólks er samankominn er eðlilegt að einhver hluti af þeim hópi sé grænmetisætur og ein­ hverjir séu með ýmiss konar fæðuóþol eða ofnæmi. Þá reyni ég að setja matseðlana saman með það fyrir augum að allir geti fengið það sem þeir vilja. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að semja matseðlana með hverjum og einum þannig að engar tvær veislur eru alveg eins því kröfurnar og væntingarnar eru misjafnar, hóparnir eru misjafnir að samsetningu og maður reynir að endurspegla þetta í hverri veislu. Ég býð ekki upp á tilboð A, B eða C heldur er hver veisla einstök.“ Þetta segir Dóra Svavars­ dóttir, eigandi veisluþjón­ ustunnar Culina, en hún legg­ ur mikla áherslu á að mæta sérþörfum allra og gera hverja og eina veislu einstaka: „Það er líka mjög eðlilegt að veitingarnar endurspegli fólkið sem er að bjóða til veislu og mér finnst af­ skaplega gaman að vinna á þennan hátt með fólki, finna út uppáhaldsmatinn og spinna út frá því hvað hægt er að gera. Síðan eru það önnur tilefni eins og til dæmis árshátíðir eða haustfagn­ aðir á vinnustöðum, þá eru oft einhver þemu eða verið að búa til einhverja sérstaka stemningu í fyrirpartíinu. Þá er gaman að halda áfram með það út í gegnum matinn líka.“ Allt frá vegan upp í svínslæri Um áherslur í matargerðinni almennt segir Dóra: „Ég átti og rak á sínum tíma grænmetisstaðinn Á næstu grösum í tíu ár þannig að mínar rætur eru grænar. Culina býður vissulega upp á kjötrétti fyrir þá sem það vilja en þegar maturinn kemur frá okkur má samt alltaf búast við því að töluvert stærri hluti hans sé grænmeti en tíðkast hjá öðrum. Ég hef líka mikla reynslu af því að vinna í sam­ ráði við fólk sem hefur ýmiss konar fæðuofnæmi og get miðlað af þeirri reynslu. Mér finnst líka alveg glatað að fólk geti ekki borðað matinn í sinni eigin veislu og ég vil koma í veg fyrir slíkar uppá­ komur. Það er lágmarkskrafa. Það hefur verið mikil vakning í veganisma síðastliðin ár – þetta hefur alveg sprungið út – og undanfarið hef ég unnið með nokkrar veislur þar sem fólk hefur ákveðið að bjóða eingöngu upp á vegan­fæði. Ég hef afskaplega gaman af slíkum verkefnum. Á hinn bóginn hef ég líka verið með veislur þar sem í boði eru lambaskankar, svínslæri og fleira þvíumlíkt. Á endanum snýst þetta alltaf um óskir viðskiptavinarins.“ Aðspurð hvers konar veislum hún sinni mest núnar þegar haustið gengur í garð segir Dóra að haustfagn­ aðir og afmælisveislur séu tíð verk efni þessa dagana en síðan eru jólahlaðborðin framundan. Hún segir líka að það séu strax farnar að berast fyrirspurnir vegna fermingarveislna á næsta ári en það sé gott að skipuleggja veislur með góðum fyrirvara: „Það gefur manni tíma til að koma með hugmyndir og henda boltanum á milli. Hvað á veislan til dæmis að kosta? Kostnaðurinn er jafn misjafn og veislurnar eru margar. Þess vegna er gott að fólk sé búið að búa sér til ákveðinn ramma fyrirfram. Það er síðan hægt að laga veisluna að kostnaðarrammanum hverju sinni eða endurskoða kostnaðarrammann. Það er hægt að gera ýmislegt með góðu samtali og sam­ vinnu. Þú færð auðvitað ekki humarhala og nautalundir fyrir klink en það er hægt að gera frá­ bæra veislu úr ódýrara hráefni og vinna það öðruvísi.“ Til að panta veislu eða senda fyrirspurnir er best að hafa samband í gegn- um netfangið dora@culina. is. Einnig má hafa samband í símanúmerið 892-5320. Síðan er gaman að skoða heimasíðuna, culina.is, þar sem finna má fróðlegar og aðgengilegar upplýsingar. Engar tvær veislur eru eins CUlinA veiSlUÞjónUStA Smáréttaveisla - snittur Dóra Svavarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.