Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 41
legra. Alls konar fólk, sem vana-
lega er örlítið feimið, er allt í einu
mætt með míkrófóninn í svaka
stuði. Alveg burtséð frá því hvort
það kann að syngja eða ekki. Það
finnst mér svo æðislegt. Enda þarf
enginn að kunna að syngja til að
vera með í karókí,“ segir Þórunn
og ákafinn í röddinni sýnir að hún
hefur einlæglega gaman af þessum
kvöldum.
Hollt fyrir sálina að
syngja geggjað lag
Eftir að hafa upplifað sæluna
á hinu sódómíska bingókvöldi
Sigríðar Klingenberg talaði Þórunn
við rekstrarstjóra Sæta svínsins
og bar undir hann þá hugmynd
að hafa sambærileg partíkarókí
skemmtikvöld á mið-
vikudagskvöldum
í kjallara staðarins.
„Af hverju ekki?
Lífið snýst jú um að
gera það sem manni
finnst skemmtilegt.
Mér finnst ógeðslega
gaman að syngja og
hlusta á annað fólk
syngja. Við bara
slógum til og núna
hef ég alltaf eitthvað
til að hlakka til á
miðvikudögum,“
segir Þórunn
og bætir við að
þegar hafi mynd-
ast lítill hópur af
fastagestum sem
mætir næstum alla
miðvikudaga auk annarra gesta.
„Sumir syngja alltaf sama lagið og
aðrir syngja alls konar lög. Þetta
er svo frábært. Það er nefnilega
svo ótrúlega hollt fyrir sálina að
syngja eitthvert geggjað lag. Hvort
sem maður er leiður eða glaður.
Að syngja Total Eclipse of the
Heart eftir sambandsslit eða Girls
Just Wanna Have Fun þegar þú
ert í stuði með vinkonum þínum.
Nú eða gott Britney-lag þegar þú
ert alveg „single“. Þetta er bara
eitthvað ótrúlega skemmtilegt kikk
sem fólk fær út úr þessu!“
Bannað að vera fáviti
Þórunn segir kvöldin oft byrja
frekar rólega en svo færist fjör
í leikinn eftir því sem líður á
kvöldið. „Þetta eru drauma
djammkvöldin mín því ég nenni
yfirleitt ekkert út um helgar. Þarna
er bara hægt að mæta með vinum
sínum, borða, drekka og mana
hvert annað upp í að syngja. Þetta
er tóm gleði. Fólk er oft hlédrægt
til að byrja með en í lokin eru
menn næstum því farnir að slást
um míkrófóninn, svo mikill er
ákafinn í sönginn. Þetta eru samt
alltaf friðsamleg, og stundum
falleg, kvöld, enda er líka alveg
bannað að vera fáviti í partíkarókí.“
Er ekki á Tinder
Að lokum snúum við talinu að
ástarlífi söngkonunnar laglegu
sem hefur nú verið einhleyp um
nokkurt skeið. „Ég er ekki á Tinder
og ég er ekki virk í að leita að
ástinni. Ég er mjög róleg í þessum
málum og sátt við líf mitt eins
og það er núna. Ef einhver skyldi
skjóta upp kollinum sem mér
þætti sætur þá myndi ég ekki hefja
samband af því ég gæti ekki hugsað
mér að vera ein. Samband á bara
að virka sem viðbót við það sem er
gott fyrir. Ég get ekki ætlast til þess
að það komi einhver karl og geri
mig hamingjusama. Maður verður
að byrja á sjálfum sér og læra að
elska sjálfan sig. Þetta er ótrúlega
mikil klisja en svo innilega satt.
Við erum alltaf svo dugleg að rífa
okkur niður, refsa og skamma í
huganum. Við verðum að hætta
því og læra að elska okkur sjálf eins
og við vildum að aðrir myndu
gera. Með aldrinum verður
maður líka sáttari við sig og
öruggari. Það er samt alveg á
hreinu að ég nenni alls ekki
einhverjum „bullshit“ týpum.
Betra er autt rúm en illa skip-
að. Svo einfalt er það nú.“
Heillast af fólki sem er
einlægt og sér húmorinn í lífinu
Hvað þarf áhugasamur
vonbiðill svo að gera ef hann
langar að heilla Þórunni
Antoníu? „Sko. Það kemst
enginn inn fyrir skelina
hjá mér með einhverjum
stælum. Ég fíla fólk sem er
einlægt, fyndið og jákvætt.
Það hafa allir milljón hluti
til að nöldra yfir og lífið
skuldar manni enga ham-
ingju, maður skapar hana
sjálfur, svo ég heillast af
fólki sem er heiðarlegt og
sér húmorinn í hlutunum af því
það er raunverulega hægt að hlæja
að öllu. Ég á til dæmis myndir af
mér þar sem ég er með meðgöngu-
eitrun og lít út eins og sólbrenndur
blöðruselur. Auðvitað er þetta
hrikalega fyndið eftir á. Það er bara
þannig. Maður þarf líka bara að
muna að lífið drepur mann alltaf á
endanum. Maður kemst ekkert frá
því lifandi. Þess vegna er eins gott
að hafa bara gaman af þessu,“ segir
hin hæfileikaríka Þórunn Antonía
Magnúsdóttir að lokum.