Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 44
 Vel mælt Afmælisbörn vikunnar Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Fæddur 27. september 1983. Solla eiríks, heilsufrömuður og grænmetismeistari. Fædd 24. september 1960. Himnaríki Æra Orðabanki Birtu Úr íslensku orðabókinni æra -u, -ur KVK Heiður, sómi, sómatilfinning, virðing, álit upp á æru og trú missa æruna verða fyrir mannorðshnekki, t.d. við dómsúrskurð fá uppreisn æru fá viðurkenndan heiðarleika sinn og (óflekkað) mannorð (t.d. fyrir dómi) Íslensk samheitaorðabók æra heiður; upp á æru og trú að viðlögðum drengskap; svipta/rýja æru og virðingu steypa af stalli æra gera óðan, gera trylltan, gera vitlausan, hræða, trylla, æsa Heimsljós eingin uppreist ærunnar afmáð „Þessir menn voru bersýnilega að taka út refsíngu fyrir einhvern ógurlegan glæp sem þeir höfðu drýgt. Í ófríðum vanhirtum andlitum þeirra virtist búa sú fordæmíng sem eingin sýknun fær aflétt, eingin uppreist ærunnar afmáð. Hér átti uppgjöfin og vonleysið hinsta samastað, persónan samsömuð sinni eigin ógæfu í fullkominni játníngu glæps síns, viðurkenníngu þess að hafa ekkert sér til afbötunar nema skilyrðislausa undirgefni og sátt við svívirðíng foreyðslunnar, án vonar um dropa af líkn. Hvað höfðu þessir aumíngjar gert fyrir sér? Hvaða glæpur hafði leitt af sér þá óttalegu refsíngu sem skein af þessum útskúfuðu hörmúngarmyndum, hinum grágugnu vonsnauðu illhæruandlitum, og auvirðilegum druslunum sem hryllilegt dómsvald og almætti hafði bersýnilega í háðúngarskyni heingt utan á þessa trittu, kræklóttu, lángsoltnu grjótdráttarkroppa?“ Halldór Laxness. Höll sumarlandsins, 2. kafli, síða 149 Birta veltir fyrir sér íslenskum orðum og merkingu þeirra. Orð vikunnar er æra. Þetta orð var einna helst notað um mannorð, heiður og sóma hér áður en það hefur einnig merkinguna að trylla eða hræða. Orðið hefur verið mjög áberandi í umræðunni undanfarið, og þá sérstaklega í samhengi við endurheimt og uppreist ærunnar. „Þegar talið berst að Hinum guðdómlega gleðileik tala menn alltaf um Inferno. Manni finnst stundum eins og það sé orðið lífshættulegt að standa með lífsgleðinni. Það er allt í veröldinni sem reynir að þagga niður í þeim sem minna á hvernig Hinn guðdómlegi gleðileikur endar. Hann endar í Paradiso.“ -Sigurður Pálsson 57 ára 34 ára Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður. Fæddur 27. september 1947. 70 ára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.