Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 52
28 sakamál Helgarblað 22. september 2017
F
rakkinn Jacky Neisse ákvað
að halda afmælisveislu
aldarinnar til að fagna þeim
58 árum sem hann hafði lif-
að. Hann bauð 12 vinum sínum í
fögnuðinn sem skyldi haldinn á
heimili hans, í Metz í norðaustur-
hluta Frakklands, 1. júlí árið 2012.
Í boði var tveggja sólarhringa
drykkja undir hávaðarokktónlist
og ekki yrði hlustað á kvartanir ná-
granna. Að sögn höfðu nágrannar
Neisse fyrir löngu hætt að kvarta
yfir honum, vissu sem var að ekki
yrði við hann nokkru tauti komið.
Drykkja og draumar
Neisse var eins konar „gervi-
kúreki“; rómur hans bar merki
mikilla reykinga og andlitið mark-
að af áfengis drykkju, hann bar
skammbyssu í hulstri um mjöðm
sér og sást nánast aldrei án þess
að með honum væru bolabítur og
Caty, kona sem var nógu ung til að
vera dóttir hans.
Á heimili Neisse hélt einnig til
vinur hans, Philippe Rousseau,
48 ára en leit út fyrir að nálgast
grafar bakkann. Rousseau, sem
var á bótum, hafði gert heyrin-
kunnugt að brátt myndi hann erfa
mikinn auð. Sátu félagarnir löng-
um við drykkju og ræddu hvað
þeir myndu gera þegar arfurinn
væri kominn í hús; að sjálfsögðu
myndu þeir kaupa bar.
En það er önnur saga.
Sundur og saman
Á meðal boðsgesta var Christian
Keiber, 56 ára vafasamur pappír
sem bjó í kofaskrifli í Ars-sur-Mos-
elle. Dundaði hann sér við smíði
„snekkju“ sem hann sagðist ætla
að sigla eftir Mosel-ánni, að Ermar-
sundi, þaðan niður Biscay-flóa,
gegnum Gíbraltarsund til Marseille
þar sem hann myndi breyta „snekkj-
unni“ í fljótandi bar, en ekki hvað?
Þess má geta að Keiber hafði aldrei
komið nálægt siglingum.
Keiber, ólíkt öðrum afmælis-
gestum, mætti einn síns liðs. Hon-
um var nefnilega laus höndin.
Í kjölfar þess að hann nefbraut
Ghislaine Fuchs, fyrrverandi sam-
býliskonu sína og barnsmóður,
fékk karlinn sex mánaða dóm og
var sett á hann nálgunarbann að
afplánun lokinni.
Það hrökk nú skammt því
Ghislaine féll fyrir fagurgala hans
og fyrr en varði deildu þau rúmi
á ný. Upp úr sauð enn og aftur
hjá þeim og Keiber kastaði kaffi-
bolla í andlitið á Ghislaine. Hann
fleygði henni síðan út úr kofanum
og öskraði: „Druslan þín. Ég drep
þig!“ Við illan leik komst Ghislaine
á sjúkrahús og leitaði síðan skjóls í
kvennaathvarfi.
En aftur að afmælinu.
Illa stemmdur Keiber
Það fór ekki framhjá neinum í
veislunni að Keiber hafði allt á
hornum sér og nöldraði stöðugt
yfir Ghislaine. Eftir því sem hann
innbyrti meira áfengi jókst tuðið
og náði nýjum hæðum þegar hann
fór að endurtaka að hann myndi
ráða henni bana um leið og hann
gaut augunum á haglabyssu sem
prýddi einn vegg í stofu Neisse.
Veislan varð nú heldur enda-
slepp og klukkan þrjú um nóttina
höfðu allir gestir, nema Keiber,
haldið til síns heima, helst til
reikulir í spori. Gestgjafinn, Caty og
Rousseau höfðu öll lognast út af, en
Keiber hafði sennilega haldið vöku
fyrir sjálfum sér með eigin tuði.
Skyndilega vaknaði Rousseau
við einhvern hávaða og sá að
Keiber var að róta í skúffum og
skápum og hafði haglabyssuna
í annarri hendinni. Rousseau
laumaðist að Keiber og reyndi að
ná af honum haglabyssunni, leist
enda ekki á blikuna. Í átökunum
heyrðust tveir hvellir og Rousseau
seig niður á gólf, alvarlega særður.
Barsmíðar og brottför
Neisse og Caty vöknuðu upp við
illan draum; svefnherbergis dyrnar
vor rifnar upp með látum og við
þeim blasti Keiber vopnaður
haglabyssunni. Vildi hann fá að
vita hvar Neisse geymdi skot-
færi og þegar fátt varð um svör lét
Keiber byssuskeftið vaða í kjálk-
ann á Neisse. Að því búnu kýldi
hann Caty af öllu afli í kviðinn
og rak þau bæði út úr svefnher-
berginu. Síðan neyddi hann svefn-
töflur ofan í þau og læsti þau inni
á salerninu.
Að þessu loknu fór Keiber í
sturtu og ljóst, á síðari atburðum,
að honum tókst að finna skot-
færi. Að svo búnu rauk hann á dyr
og tók Ford-bifreið Caty ófrjálsri
hendi og ók á brott. Ríkti nú þögn
á heimili Neisse.
Caty vaknaði á undan Neisse
úr mókinu og tók það hana
tvo klukkutíma að brjóta niður
hurðina á salerninu. Hún hafði
samband við nágranna og hringt
var á lögregluna. Þegar lögreglan
kom á vettvang var Neisse enn
meðvitundarlaus og ljóst að kjálk-
inn á honum hafði séð betri daga.
Philippe Rousseau mundi ekki
kemba hærurnar, honum hafði
blætt út á gólfinu.
Finnur konu og börn
Þegar þarna var komið sögu, 2. júlí,
var Christian Keiber kominn lengst
út í buskann og sá ásetningur hans
að senda Ghislaine á fund skap-
ara síns hafði síst
dvínað. Keiber grun-
aði að barnsmóður
sína væri að finna
í sveitarfélaginu
Talange, í íbúð á veg-
um kvennaathvarfs-
ins fyrrnefnda, og sú
reyndist raunin.
Hann bankaði
þar upp á og þegar
Ghislaine opnaði
dyrnar starði hún inn
í hlaup tvíhleyptr-
ar haglabyssu. „Pakk-
aðu niður fyrir börn-
in,“ urraði Keiber og
Ghislaine sá sinn kost vænstan
að hlýða. Aðeins tvö barna þeirra
hjóna, átta ára dóttir og rúm-
lega árs gamall sonur, voru hjá
Ghislaine þessa stundina og skip-
aði Keiber henni að setja börnin
í bílinn og setjast sjálf í hann. Þar
sem hann veifaði haglabyssunni
sem óður væri þorði hún ekki ann-
að en gera sem henni var sagt.
Börnin skilin eftir
Keiber ók síðan nokkurra kíló-
metra leið og stansaði að lokum
við Le Sansonnet, bar í útjaðri
Metz. Þar skipaði hann Ghislaine
að vera í bílnum en sagði börnum
sínum að fara út úr honum og
henti farangri þeirra á gang-
stéttina. Þar stóð litla stúlkan,
skelfingu lostin, og hélt verndandi
utan um bróður sinn sem var vart
farinn að ganga.
Keiber ók á brott og kvaddi
með orðunum: „Kveðjið mömmu
ykkar. Þið munuð ekki sjá hana
framar á lífi.“
Árangurslaus leit
Þessi gjörningur tók aðeins ör-
skamma stund en hafði ekki farið
framhjá eiganda barsins. Eftir að
hafa heyrt ruglingslegar útskýr-
ingar litlu stúlkunnar hringdi
hann á lögregluna og viðamikil
leit hófst í kjölfarið. Lögreglan fékk
lýsingu á bílnum en Keiber sjálfan
þurfti ekki að kynna sérstaklega
fyrir lögreglunni, enda hafði saga
hans um langt skeið verið sam-
tvinnuð vinnu lögreglunnar.
Það húmaði að kveldi og leit
lögreglunnar skilaði engum
árangri. Engu líkara var en Keiber
og Ghislaine hefðu horfið af yfir-
borði jarðar.
En 3. júlí eftir hljóp á snærið hjá
leitarmönnum þegar brunnið hræ
Ford-bifreiðarinnar fannst í meira
en tíu kílómetra fjarlægð frá Metz.
Af Keiber og Ghislaine fannst hins
vegar hvorki tangur né tetur og bar
fátt til tíðinda næstu tvo daga.
Keiber gómaður
Þann 6. júlí rofaði til er iðjuleysingi
nokkur, sem jafnan eyddi löngum
stundum á kaffihúsum, hafði sam-
band við lögreglu og sagði farir
sínar ekki sléttar. Sá sagðist hafa
tekið inn á sig, í stúdíóíbúð sem
hann hafði til umráða, náunga
með haglabyssu. Hafði hann ekki
þorað öðru enda verið hótað bráð-
um bana ella. Hann lýsti umrædd-
um náunga og ljóst var að þar var
kominn Christian Keiber.
Stúdíóíbúðin var skammt frá
Le Sansonnet og var umkringd
hið snarasta. Að mati
lögreglunnar var um-
sátur og samningavið-
ræður, ásamt meðfylgj-
andi ljóskösturum og
þyrluflugi, ekki inni í
myndinni.
Gráir fyrir járnum
réðust lögreglumenn
inn í íbúðina, gripu
Keiber glóðvolgan í
bælinu, nánast faðm-
andi haglabyssuna, og
skelltu á hann hand-
járnum.
En Ghislaine var
hvergi að sjá.
Málalyktir
Keiber sagði að hann og Ghislaine
hefðu eytt fyrstu nóttinni í bíln-
um. Til að tryggja að hún kæmist
ekki undan hafði hann neytt ofan
í hana svefnlyfjum. Yfirgefinn kofi
í skógi varð næturstaður þeirra
næstu tvær nætur og á svipuðum
slóðum hafði hann borið eld að
bifreiðinni.
Þá þrjá daga hefðu þau verið
án vatns og matar og linnulaust
hefði Ghislaine beðist vægðar. „Ég
skaut hana tvisvar í hálsinn,“ sagði
hann. Lík hennar fannst 7. júlí.
Kokhraustur sagði hann lög-
reglunni að hann hefði ekki lok-
ið verki sínu. „Ég ætla að drepa
móður mína, sem ávallt fór illa
með mig. Síðan ætla ég að drepa
Liliane, systur Ghislaine, og son
hennar Nicholas, sem er ábyrgur
fyrir því að hún kvartaði yfir mér
við lögregluna.“
Keiber náði aldrei að ljúka verki
sínu því hann framdi sjálfsmorð
í fangaklefa sínum 15. október
2012.
Af Neisse er það að segja að kjálk-
inn greri og afmælisveislan varð
ógleymanleg, en kannski ekki af
sömu ástæðu og upp var lagt með. n
Heimild: Master Detective.
„Hann fleygði henni
síðan út úr kofan-
um og öskraði: „Druslan
þín. Ég drep þig!“
MannskaðaafMæli í Metz
n Christian Keiber var boðið í afmæli n Það voru afdrifarík mistök
Híbýli Keibers Hér var Keiber að smíða „snekkju“ og dreymdi um að
breyta henni í fljótandi bar.
Christian Keiber
Taldi sig eiga
margt óuppgert við
barnsmóður sína.
Ghislaine Fuchs Lét sig hafa barsmíðar
sambýlismanns síns um eitthvert skeið.