Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Qupperneq 60
36 menning Helgarblað 22. september 2017 Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Kvikmyndir Mother! Handrit og leikstjórn: Darren Aronofsky Aðalleikarar: Jennifer Lawrence, Javier Bardem, Ed Harris, Michelle Pfeiffer. Lengd: 121 mínúta Sýnt: Kringlubíó, Álfabakka, Sambíóunum Egilshöll, á Akureyri og í Keflavík. Mother! Er þetta alvöru fólk? Maður veit sjaldnast að hverju maður gengur þegar leikstjórinn Darren Aronofsky sendir frá sér nýja kvikmynd. Hann fer ávallt sínar eigin leiðir í kvikmynda- gerð, bæði hvað varðar söguupp- byggingu og stíl. Á þessum tímum er það mjög sjaldgæft að leikstjór- ar hafi slíkt frelsi, sérstaklega þegar um er að ræða kvikmyndir sem skarta Hollywood-stjörnum og kosta tugmilljónir dollara í fram- leiðslu. Hryllingsmyndin Mother! er sjöunda verk Aron ofskys og mikil leynd hvíldi yfir verkefninu til frumsýningardags. Uppáþrengjandi gestir Myndin gerist öll á endurbyggðu sveitasetri á ónefndum stað í Bandaríkjunum. Aðalsögupersón- urnar eru barnlaus hjón sem tölu- verður aldursmunur er á. Þau eru aldrei nefnd á nafn en eiginmað- urinn (Javier Bardem) er þekkt- ur rithöfundur sem glímir við mikla og óútskýrða ritstíflu. Eig- inkonan (Jennifer Lawrence) er heimavinnandi og starfar við að endurgera húsið sem skemmdist illa í bruna mörgum árum áður. Snemma í myndinni kemur ókunnugur læknir (Ed Harris) á heimili þeirra. Hann er nokkuð hæverskur til að byrja með en færir sig sífellt upp á skaftið með leyfi og samþykki eiginmannsins. Eigin konunni finnst nærvera hans strax nokkuð óþægileg og það óþol vex með hverri mínútunni. Spennan og átroðningurinn eykst enn frekar þegar kona læknisins (Michelle Pfeiffer) mætir óboðin og gerist jafn vel enn frakkari en hann. Þessi atburðarás vindur upp á sig og tekur krappar og ófyrirséð- ar beygjur. Einnig er fylgst með versnandi heilsufari eiginkonunn- ar og sambandi hennar við húsið sjálft sem virðist vera annaðhvort lifandi eða reimt. Hvað er um að vera? Mother! er öll séð frá sjónarhorni eiginkonunnar og myndavélinni er að stórum hluta beint að and- liti hennar í nærmynd. Þetta get- ur valdið áhorfandanum nokkurri velgju sem var sennilega ætlunin til að fylgja hennar líkamlega og andlega ástandi. Strax í byrjun myndarinn- ar fær maður það á tilfinninguna að hér sé ekki verið að segja sögu af alvöru fólki heldur sé myndin öll myndlíking en maður áttar sig ekki alveg á fyrir hvað. Þegar læknahjónin birtast með sína undarlegu hegðun renna ótal spurningar í gegnum kollinn. Eru þetta draugar? Sögupersónur sem eigin maðurinn er að skrifa um? Eða er þetta venjulega fólkið og eiginkonan orðin geðveik? Myndin er að hluta til sögð í hefðbundnum hryllingsmynda- stíl. Konan er oft ein á ferli í ískr- andi timburhúsinu og í myrkvuð- um kjallaranum er ógnvekjandi kyndingarkerfi. Í myndinni koma einnig fyrir nokkur ódýr „bregðu- atriði“ en aldrei er gengið of langt í þeim efnum. Hryllingurinn er ekki fólginn í þessum atriðum held- ur nærveru gestanna og hvernig eiginmaðurinn bregst við þeim. Það er gert á mjög frumlegan og athyglisverðan hátt. Niðurstaða Mother! er hollt og gott innlegg í hryllingsmyndagerð sem hefur staðnað mjög á undanförnum árum. Þetta er ekki hefðbundin afþreyingarmynd því hún krefst þess að áhorfandinn hugsi og efist allan tímann. Gallarnir við hana eru hins vegar þeir að í seinni hlut- anum verður hún yfirgengileg og einnig tilgerðarleg. Aronofsky hef- ur sjálfur sagt að verkið hafi fæðst og hann viti ekki svörin við öll- um spurningunum. Var þá engin sýn bak við myndina og eru engin svör? Á framleiðslu myndarinnar er ekkert út á að setja. Leikararnir standa sig allir með prýði, sér í lagi Pfeiffer og Bardem (sem aldrei klikkar). Leikmyndin, tækni- brellurnar, klippingin og kvik- myndatakan eru fullkomin fyrir mynd af þessu tagi. Það hefði þó óneitanlega verið skemmtilegra að hafa tónlist Jóhanns Jóhanns- sonar undir, eins og ætlunin var. n Mother! Spænski leikarinn Javier Bardem. Ballerínan og kærasta keisarans, Mathilda, átti ættir sínar að rekja til Póllands en þar setti þjóðarballettinn einmitt nýleg upp nýja uppfærslu Krzysztofs Pastor á Svanavatninu þar sem sagan um ástir Nikulásar var sett saman við ballett Tchaikovskýs. Alexandra frá Hesse var hvíti svanurinn á meðan Mathilda var sá svarti. Eftir því sem blaða- maður kemst næst hefur sú uppfærsla ekki vakið sérstaklega hörð viðbrögð. Erótísk dýrlingamynd vekur reiði í Rússlandi M iklar deilur hafa ríkt að undanförnu í Rúss- landi um nýja kvikmynd, Mathilda, sem fjallar um ástarsamband Nikulásar II, síð- asta keisara Rússlands, og baller- ínunnar Mathildu Kshesinskayu. Rússneskir þjóðernissinnar og bókstafstrúarhópar hafa mót- mælt sýningu myndarinnar vegna þess að hún þykir vera móðgun við keisarann, sem var gerður að dýrlingi af rússnesku rétttrún- aðarkirkjunni í upphafi aldar- innar. Ofbeldi hefur verið hótað og skemmdarverk framin í mót- mælaskyni. Eldheit ástaratriði Kvikmyndin, sem er eftir leik- stjórann Alexei Uchitel, fjallar um pólsk-rússneska ballettdansar- ann Mathildu Kshesinskayu og ástarsamband hennar við Niku- lás II Rómanov, síðasta keisara Rússlands, áður en hann tók við krúnunni. Sambandið varði í þrjú ár frá 1890 og allt þar til Nikulás kvæntist hinni þýskættuðu Alexöndru af Hesse árið 1894. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í Pétursborg 23. október og fari í almennar sýn- ingar þremur dögum síðar. Fyrsta stiklan úr myndinni birtist í apríl í fyrra og hófust þá undireins harð- orðar umræður um myndina. Það sem fór fyrir brjóstið á mörg- um rétttrúuðum Rússum var ekki aðeins að myndin skyldi inni- halda eldheit ástaratriði með keisaranum – sem var gerður að dýrlingi innan rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunni ásamt fjöl- skyldu sinni árið 2000 – heldur neita þeir yfirhöfuð (þrátt fyrir ríkulegar heimildir) að ástarsam- bandið hafi átt sér stað. Slíkt laus- læti myndi enda alls ekki hæfa ímynd dýrlingsins. Særir tilfinningar bókstafstrúarmanna Einn háværasti gagnrýnandi myndarinnar er þjóðernissinnuð þingkona úr flokki Vladimírs Pútín forsætisráðherra, Natalia Poklonskaya. Poklonskaya hefur áður vakið alþjóðlega athygli, annars vegar fyrir forkunnar- fagurt útlit sitt og svo fyrir það vera skipuð í einkar valdamikið emb- ætti á unga aldri, sem saksóknari á Krímskaga. Hún er sérstaklega sanntrúuð á heilagleika keisarans og sagði meðal annars í mars að hún hafi orðið vitni að kraftaverki þegar hún sá myrru leka sem tár úr augum bronshöggmyndar af Nikulási. Til að meta hvort bíómyndina mætti skilgreina sem guðlast skipaði Poklonskaya fjögurra manna nefnd til að skoða málið og varð niðurstaðan meðal annars að myndin hlyti að vera sögulega röng – enda gæti keisar- inn aldrei hafa fallið fyrir svo ófríðri konu sem Mathilda var, að sögn nefndarinnar. Þá for- dæmdi nefndin að þýski leikar- inn Lars Eidinger fari með hlut- verk keisarans en hann er sagður „klámmyndaleikari“ vegna þess að hann sást nakinn í kvikmynd nýlega. Poklonskaya hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun gegn myndinni og skrifuðu hund- rað þúsund manns undir skjalið áður en hún skilaði því inn í júlí til menningarmálaráðuneytisins, en þar var þess krafist að myndin yrði bönnuð enda myndu sýn- ingar á henni særa tilfinningar trúaðra. Í byrjun árs sendi hópur sem kallar sig Kristið ríki – heil- agt Rússland bréf til fjölda kvik- myndahúsaeigenda í landinu með lítt duldum hótunum: „kvik- myndahús munu brenna, fólk mun jafnvel þjást.“ Þrátt fyrir að menn sem eru nátengdir Vladi- mír Pútín hafi gagnrýnt myndina gerði kvikmyndaeftirlit landsins hins vegar engar athugasemdir og hefur samþykkt að hún verði sýnd í kvikmyndahúsum lands- ins. Skemmdarverk og hótanir Bókstafstrúarmennirnir eru alls ekki sáttir við ákvörðun kvikmynda- eftirlitsins og hafa að undanförnu gripið til enn beinskeyttari aðgerða til að koma í veg fyrir að myndin verði sýnd. Í lok ágúst – á afmæl- isdegi Mathildu – var mólótovkok- teilum hent inn í kvikmyndastúd- íó leikstjórans. Í september héldu skemmdarverkin áfram þegar kveikt var í tveimur bílum í miðborg Moskvu í námunda við skrifstofu lögfræðings leikstjórans og miðum með slagorðum gegn myndinni dreift. Í nýjasta hermdarverkinu var ráðist á kvikmyndahús sem ætlaði að sýna myndina. Kvikmyndahúsaeigendur eru margir hverjir uggandi og hefur stærsta kvikmyndakeðja Rúss- lands meðal annars ákveðið að sýna ekki myndina, enda treysti hún sér ekki til að vernda öryggi bíógesta sinna. Áhrif bókstafstrúarmanna Leikstjórinn Alexei Uchitel hefur sagt að gagnrýnin hafi komið sér mikið á óvart og hann hafi alls ekki búist við því að myndin yrði umdeild. Hann hefur enn fremur kvartað yfir því að stjórnvöld grípi ekki í taumana og geri eitthvað varðandi hótanirnar. Það var ekki fyrr en um miðjan september sem menningarmálaráðherra Rúss- lands, Vladimír Medinsky, for- dæmdi loks ógnanirnar og ofbeld- isverkin. Hann sagðist sjálfur hafa séð myndina og fullvissaði fólk um að þar væri ekkert sem væri móðg- andi við minningu Nikulásar eða sögu rússneska keisaradæmisins. Þrýstingurinn frá aðgerðasinn- um og viljaleysi stjórnvalda til að taka á þeim er aðeins eitt dæmi um það hvernig þjóðernisöfgamenn og bókstafstrúaðir aðgerðasinnar eru farnir að hafa áhrif í pólitísku lífi Rússlands. Frá falli Sovétríkj- anna hefur rétttrúnaðarkirkjunni vaxið fiskur um hrygg og þá sér- staklega á valdatíma Vladi mírs Pútín sem hefur hampað kirkj- unni, tengt hana við þjóðernis- sinnaða orðræðu og áherslu á að endurvekja virðingu fyrir keisara- dæminu. Deilurnar munu eflaust halda áfram á næstunni, og eflaust vekja enn meiri athygli á myndinni en hún hefði annars fengið, en stikl- ur myndarinnar gefa ekki annað til kynna en að hér sé um nokkuð hefðbundið búningadrama að ræða – tiltölulega hallærislegt og melódramatískt. n Bókstafstrúarmenn hafa gripið til skemmdarverka til að mótmæla kvikmynd um ástarsamband síðasta keisara Rússlands og ballerínu Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.