Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Side 62
38 menning Helgarblað 22. september 2017 Fastur í sullukrók Tyrfingur Tyrfingsson segir nýjasta leikritið sitt, Kartöfluæturnar, vera vistkerfi af sulli, fjöl- skyldudrama um fólk sem er svo venjulegt að það verður ógeðslegt S tundum verður fólk mjög pirrað og sendir mér skila­ boð á Facebook: „Þú ert ógeð og pervert“ og svo framvegis. Ég fékk sérstaklega svona viðbrögð eftir síðasta leikrit, Auglýsingu ársins. En það er allt í lagi, það venst. Það er kannski bara svolítið hollt. Það er gott að hafa þessa gjá á milli áhorfenda og höfundarins. Ef það er pirringur þá getur áhorfandinn bara sagt „Fokk jú, þú ert sjúkur.“ Ég segi bara takk og get þá haldið áfram að gera mitt og áhorfandinn að einbeita sér að sínu. Kannski hittumst við aftur á næstu sýningu og þá gerist eflaust það sama aftur,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson sem hefur á undan­ förnum árum fest sig í sessi sem eitt eftirtektar verðasta leikskáld landsins og frumsýndi í vikunni nýjasta verk sitt, Kartöfluæturnar í Borgarleikhúsinu. Hann hefur vakið athygli fyrir að teikna upp meinfyndnar og absúrd aðstæður með óhefluðum húmor og orðheppni. Með því að blása upp persónueinkenni og samskiptamynstur sem flestir ættu að kannast við úr eigin lífi stundar hann einhvers konar gróteska mannfræði, drepfyndnar lýsingar á þeirri frekju, tilætlunar­ semi, stjórnsemi og sjúklegu meðvirkni sem drífur samfélög mannskepnunnar áfram. Með áhuga á ýktum aðstæðum Tyrfingur Tyrfingsson er þrítugur, uppalinn í Kópavogi, sonur geð­ hjúkrunarfræðings og kokks/ leið­ sögumanns. Hann segir leikhús­ áhuga sinn líklega sprottinn úr áhuga á undarlegum aðstæðum en þær hafi hann oft ratað í með for­ eldrum sínum í barnæsku: „For­ eldrar mínir eru frekar venju­ legt borgaralegt fólk en foreldrar þeirra voru hins vegar jaðarfólk – ömmur mínar og afar í báðar áttir voru vægast sagt sérstök. Foreldrar mínir héldu svo alltaf einhverri tengingu við jaðarinn, mamma vann til dæmis á Kleppi. Þetta venjulega fólk var því oft í mjög ýkt­ um aðstæðum sem því fannst samt alveg eðlilegar af því að það átti svo ýkta foreldra,“ útskýrir hann. Tyrfingur nam við sviðshöfunda­ braut Listaháskólans (nám sem þá kallaðist Fræði og Framkvæmd) og vakti strax athygli fyrir útskriftar­ verkið sitt, einleikinn Grande þar sem Hjörtur Jóhann Jónsson lék son og þrúgandi þurfandi móður hans og túlkaði óbærilegt samband þeirra á ógleymanlegan hátt – með sifjaspellum og öllu tilheyrandi. Eftir leikritunarnám í London var einþáttungurinn, Skúrinn á slétt­ unni, sýndur í Borgarleikhúsinu. Síðan þá hefur leikhúsið tekið hann upp á arma sína og sýnt Bláskjá og Auglýsingu ársins, en það síðar­ nefnda skrifaði hann á meðan hann gegndi stöðu leikskálds Borgarleik­ hússins. Undanfarið eitt og hálft ár hefur lítið til hans heyrst en hann hefur verið búsettur í Haarlem í Hollandi. Hann segist hafa tekið rosalegum breytingum í strætó ferð þar í landi og fundið sig knúinn til að flytja. „Það fyrsta sem gerðist þegar ég kom inn í strætisvagninn var að mér var boðið góðan daginn. Svo heilsaði hvert einasta kvikindi sem fór inn í strætóinn bílstjóranum, kvaddi hann og þakkaði fyrir sig. Þá varð til sú tilfinning að ég væri ekki bara einn í einhverjum strætó heldur væri þarna maður sem væri að keyra okkur öll. Þarna læknað­ ist eitthvað í mér,“ segir Tyrfingur. Hann er hins vegar uppnuminn yfir fleiru en hollensku strætókurteis­ inni. „Hérna er ekki heldur þessi mikli metnaður. Það er svo gott, blessað metnaðarleysið. Hollendingum finnst það vera mannréttinda­ brot að vera í meira en 60 prósent vinnu,“ útskýrir hann. „Fólk bankar upp á og hrósar mér ef ég set blóm í gluggann – „frábært blóm!“ – en í það eina og hálfa ár sem ég hef verið hérna hefur enginn spurt við hvað ég vinn – og ef ég hef sagt ein­ hverjum það hefur honum verið algjörlega sama. Nágrannar mínir halda líklega flestir að ég sé öryrki, sem er eðlilegt. Það væri líka mín „go­to“ ágiskun.“ Ógeðslega venjuleg Það má kannski segja að hollensku áhrifin séu strax farin að láta á sér kræla í nýja verkinu. Það heitir í það minnsta eftir hinu þekkta málverki hollenska málarans Vincents van Gogh, Kartöflu æturnar, sem sýn­ ir niðurlenska kotbændafjölskyldu að snæðingi í fálegum heimkynn­ um sínum. „Ég fór örugglega tuttugu sinn­ um á van Gogh­safnið að skoða þetta málverk á meðan ég var að skrifa. Ég tengdi svo mikið við það hvernig hann reyndi að fanga venjulegt fólk í þessu verki. Hann lagði sig svo rosalega mikið fram við að gera þau sem venjulegust og láta þau gera sem venjuleg­ asta hluti, að þau urðu óvart svo grótesk. Þau urðu of venjuleg. Þau eru svo venjuleg að þau borða ekk­ ert nema kartöflur – sem er náttúr­ lega mjög óvenjulegt. Þegar titill­ inn kom hafði þetta þá þegar gerst hjá mér – þetta verk átti að vera um venjulegt fólk en svo lak það allt út fyrir,“ útskýrir Tyrfingur. Í stað þess að skoða hollenska bændafjöldskyldu fjalla Kartöflu­ ætur Tyrfings um venjulega fjöl­ skyldu í Hjallahverfinu í Kópa­ vogi. Lísa er hjúkrunarfræðingur sem hefur eytt stórum hluta síð­ ustu áratuga í að hjúkra börnum á stríðshrjáðum svæðum í Austur­ Evrópu og hlotið fálkaorðu að laun­ um. Þegar hún flytur heim þarf hún hins vegar að takast á við rústir eigin fjölskyldulífs, dótturina sem hún hefur algjörlega vanrækt, les­ bíska strætóbílstjórann Brúnu, og þrettán ára barnabarnið – sem gerir sér upp kynáttunarvanda til að komast undan heimanámi. Þá kemur fyrrverandi stjúpsonurinn, hinn myndarlegi en metnaðarlausi Mikael, sem Lísa er enn mjög óeðli­ lega hrifin af. Hann er mættur til að biðja (eða jafnvel kúga) hana að hjálpa sér að losna undan nauðg­ unarákæru af hálfu kærustu sinnar – sem virðist þó kannski helst vera að leggja fram kæruna til að þókn­ ast lögfræðingnum föður sínum. „Eitt af því sem mig langaði að skoða er hvernig fólk er svo oft bæði með eitrið og lækninguna. Þetta er maðurinn sem fær sér e­pillu en hugsar um leið að hann ætti frekar að vera á NA­fundi því hann er e­ pillufíkill. Fólkið í Kartöfluætunum er allt svona, er með lausnina og vandamálið í fanginu á sama tíma. En það er svolítið merkilegt að upplýsingar um lausn á vandamáli hjálpa okkur hins vegar yfirleitt ekkert, heilinn getur ekki læknað það sem er veikt og fast í líkaman­ um,“ segir Tyrfingur. „Þannig er fólk alltaf að fara til sálfræðings til að takast á við vanda­ mál sín, en oft væri miklu betra að fara líka í særingu hjá kaþólskum presti, eða kannski fara í karate eða á leiklistarnámskeið. Ég held að fólk sem er kvíðið þyrfti oft helst að fá að leika Jakó í Óþelló í áhugaleikfé­ laginu í þorpinu sínu, leika einhvern sem svífst einskis, virkja þá hlið í sér og halda svo áfram með líf sitt. Fólk­ ið í Kartöfluætunum er allt fólk sem „Stundum verður fólk mjög pirrað og sendir mér skilaboð á Facebook: „Þú ert ógeð og pervert“ og svo framvegis. „Mér finnst að allir ættu að vera í orgíum Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.