Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 64
40 menning Helgarblað 22. september 2017
„Leikstjóra
mistókst að skapa
spennu og það var ein-
faldlega erfitt að ná
nokkrum tengslum við
söguhetjurnar, baráttu
þeirra og afdrif, þrátt fyrir
góðan vilja.
S
káldsagan 1984 eftir George
Orwell kom fyrst út árið 1949,
ári áður en höfundurinn lést.
Til marks um þá athygli sem
sagan vakti, þá var íslensk þýðing
komin út aðeins tveimur árum síð-
ar. Þetta er ein þeirra bóka sem alltaf
lenda ofarlega á listum yfir bestu
skáldverk síðustu aldar en jafnframt
verk sem margfalt fleiri þekkja af af-
spurn en lestri.
Ógeðfellt framtíðarsamfélag
Verkið gerist í framtíðarsam félaginu
Eyjaálfu, nánar tiltekið á Flugbraut
eitt sem áður nefndist London.
Samfélaginu er stjórnað með ógnar-
valdi, nær öllu vinnuframlagi þegn-
anna er eytt í njósnir, falskar ákærur,
aftökur, stríðsrekstur og viðamiklar
athafnir til heiðurs valdhöfum.
Börnum er kennt að snúast gegn
foreldrum sínum og tilkynna upp-
lognar sakir til yfirvalda. Mál fara í
nefndir og undirnefndir sem stöð-
ugt er verið að stofna til og unnið
er að stórkostlegri einföldun tungu-
málsins. Verðmætasköpun er nán-
ast engin, svo þrátt fyrir þrotlausa
vinnu, lepja íbúar dauðann úr skel,
örþreyttir alla daga í ömurlegum
húsakynnum.
Friðarráðuneytið stendur fyrir
linnulausum stríðsrekstri og áróðri
sem nýttur er til þess að berja íbúa
landsins til hlýðni. Komi sú staða
upp að einstaklingur skynji ann-
an sannleik en þann sem stjórn-
völd boða, beitir viðkomandi „tví-
hugun“ til þess að samþykkja báðar
hugmyndir án frekari ígrundunar.
Alls staðar eru skjáir sem fylgjast
með fólki og senda út fyrirskipan-
ir. Fólk hverfur unnvörpum í ástar-
ráðuneytinu sem annast fangelsun
og aftökur og öllum heimildum um
líf þess er eytt hjá sannleiksráðu-
neytinu sem framkvæmir lygar og
falsanir.
Framtíðarsýnin rættist
Þetta hljómar kunnuglega. Norður-
Kórea kemur auðvitað fyrst upp í
hugann enda eins og lifandi útgáfa
sögunnar í heild sinni, jafnvel enn
skelfilegri. Ósk um tvíhyggju má
finna í útskýringum spunameistara
Donalds Trump þegar þeir nefna
rangfærslur hans „annars konar
sannleika“ og möguleikar þagnar-
innar til falskra frásagna og lyga
ættu öllum að vera kunnir sem
heyrt hafa aðeins hálfan sannleik.
Ýmis forrit og upptökuvélar fylgj-
ast grannt með gerðum okkar og
ferðum, líkt og skjáirnir sem vaka
yfir íbúum Flugbrautar eitt. Tján-
ingarfrelsi okkar stendur ógn af net-
níðingum, dómstól götunnar og
jafnvel almennum vegfarendum
sem hvetja til mannorðsmorðs með
lestri, útbreiðslu níðs og glaðlegum
velþóknunartáknum til aftökusveit-
arinnar. Sagan talar beint til okk-
ar tíma og speglar flesta verstu lesti
samtíma samfélags.
Vart tilbúið til frumsýningar
Þessi leikgerð stendur sögunni
sjálfri því miður langt að baki. Nær
engar tilraunir eru gerðar í hand-
ritinu til þess að gefa áhorfendum
aðgang að hugsunum söguhetj-
unnar Winstons Smith, og Þorvaldi
Davíð Kristjánssyni tókst ekki að
koma þeim á framfæri í undirtexta
sínum. Skjálfandi leikstíllinn var of
ýktur og hafði slæm áhrif á radd-
beitingu leikarans. Annars konar
nálgun hefði verið æskileg til að efla
tengsl og þar með skilning áhorf-
enda á þeirri vegferð sem Winston
verður að fara, til þess að berjast
við lygina sem valdhafar hafa vafið
samfélagið inn í.
Þuríður Blær Jóhannesdóttir lék
Júlíu, ástina sem Winston svíkur.
Gervi hennar var ekki gott og það
skorti dýpt í karakterinn sem skrif-
ast að hluta á handritið, auk þess
sem hún virkaði stundum óklár á
texta. Kröfur yfirvalda um tíma fólks
með yfirgengilegu vinnuframlagi,
auk endalausra dýrkunarfunda og
hátíðarhalda til heiðurs Stóra bróð-
ur, komust illa til skila. Þau Winston
og Júlía áttu auðvelt með að skipu-
leggja að því er virtust tíðar sam-
verustundir sem er í hrópandi and-
stæðu við sögurammann.
Vali Frey Einarssyni tókst
einstaklega vel upp í sköpun sinni
á valdníðingnum O'Brien sem bæði
vinnur traust Winstons og tortímir
honum. Ísköld nálgun hans var hár-
rétt, æsingarlausar pyntingar, unn-
ar eins og hversdagslegt eldhús-
verk, engin gleði, engin ást, aðeins
nautnin að viðhalda valdinu.
Jóhann Sigurðarson sýndi á sér
áhugaverða hlið í hlutverki Charr-
ingtons, hann náði ágætlega að
sýna tvöfeldni persónunnar en tókst
ekki jafn vel að sýna stéttar muninn
á milli hans og Winstons. Þórunn
Arna Kristjáns dóttir var ágæt í hlut-
verki fr. Parsons og móður Win-
stons en langdregnar skúringa-
senur öreigakonunnar voru ekki í
nokkrum takti við verkið. Barnið
í leiksýningunni, Erlen Isabella
Einarsdóttir, stóð sig frábærlega vel
í hlutverki dóttur Parsons-hjónanna
og reyndar einnig sem systir Win-
stons, þótt hún hafi ekki alveg haft
útlit sjúks og vannærðs barns.
Slöpp úrvinnsla
Sýningin hófst á því að dróni flaug
yfir áhorfendur og gaf þannig tón-
inn að öflugu eftirliti, jafnvel líka
með áhorfendum en eftirfylgnin var
lítil. Leikstjórinn, Bergur Þór Ing-
ólfsson, virðist nánast hafa gleymt
eftirlitsþættinum þrátt fyrir veiga-
mikið hlutverk hans í verkinu. Þá
sjaldan að skjárinn sýndi eitthvað
sem leikararnir voru að gera og lék
þannig hlutverk njósnarans, var það
svo fínlega unnið að það líktist helst
einhvers konar flúri við verkið.
Leikmyndin þjónaði leikritinu
ekki vel. Winston þurfti til að
mynda gjarnan að hefja nýjar sen-
ur með því að svara yfirvöldum
hvar hann væri, væntanlega til út-
skýringar fyrir áhorfendur því varla
lék nokkur vafi á verustað hans hjá
þeim sem voru alltaf að fylgjast
með honum. Ef til vill voru þessar
staðsetningarupplýsingar í hand-
ritinu en það var þá að minnsta
kosti ekki unnið úr þeim með
spennandi hætti.
Þrátt fyrir stórmerka og áhrifa-
ríka sögu, sem leikgerðin byggir
á, þá skorti tilfinnanlega undir-
byggingu og skýrari þráð í þessa
uppfærslu, samhæfðar sviðshreyf-
ingar virtust lítt útfærðar og tæki-
færi til tæknilegra tilþrifa voru illa
nýtt. Leikstjóra mistókst að skapa
spennu og það var einfaldlega erfitt
að ná nokkrum tengslum við sögu-
hetjurnar, baráttu þeirra og afdrif,
þrátt fyrir góðan vilja. n
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
1984
Höfundur: George Orwell
Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson
Leikgerð: Robert Icke og Duncan Macmillan
Leikarar: Þorvaldur Davíð Kristjánsson,
Þuríður Blær Jóhannesdóttir, Jóhann
Sigurðarson, Valur Freyr Einarsson, Hannes
Óli Ágústsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir,
Haraldur Ari Stefánsson og Erlen Isabella
Einarsdóttir
Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna
Reynisdóttir, Sigríður Sunna Reynisdóttir og
Elísabet Alma Svendsen
Lýsing og myndband: Björn Bergsteinn
Guðmundsson og Ingi Bekk
Tónlist og hljóð: Garðar Borgþórsson
Sýnt: á Nýja sviði Borgarleikhússins
2 + 2 = 5 Alræðisríkið beitir ofbeldi og pyntingu
m til að brjóta niður þegna sína
og fá þá til að samþykkja þær staðhæfinga
r sem því hentar, jafnvel þær sem eru
augljóslega rangar.
Baráttan
Sem
BráSt
á Sviði
Ástin á tímum
alræðisstjórnarinnar
Þorvaldur Davíð og
Þuríður Blær í hlutverk-
um Winston og Júlíu sem
fella hugi saman og hefja
að berjast gagn alræðis-
stjórn Stóra bróður.
Vinsælast
á Spotify
Mest spilun 21. september
Metsölulisti
Eymundsson
Vikuna 13.–19. september.
1 Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið
- David Lagercrantz
2 Með lífið að veði - Yeonmi Park
3 Gagn og gaman - Helgi Elíasson
/Ísak Jónsson
4 Nornin - Camilla Läckberg
5 Bláköld lygi -Quentin Bates
6 Afætur -Jussi Adler-Olsen
7 Verstu börn í heimi - David Walliams
8 Pottur, panna og Nanna
- Nanna Rögnvaldardóttir
9 Independent People
- Halldór Laxness
10 Kóngulær í sýningarglugganum
- Kristín Ómarsdóttir
Vinsælast í bíó
Helgina 15.–17. september
1 Undir trénu
2 IT
3 Emojimyndin
4 American Made
5 Happy Family
6 The Son of Bigfoot
7 American Assassin
8 Mother!
9 The Hitman's Bodyguard
10 47 Meters Down
1 B.O.B.A - JóiPé og Króli
2 Oh Shit - JóiPé og Króli
3 Rockstar - Post Malone og 21 Savage
4 Sagan af okkur - JóiPé, Króli,
Helgi A og Helgi B
5 Ég vil það - Chase og JóiPé
6 Labba inn - JóiPé, Króli og S.dóri
7 Taktlaus - JóiPé og Króli
8 Too good at goodbyes - Sam Smith
9 GerviGlingur - JóiPé og Króli
10 Stælar - JóiPé og Króli