Fréttablaðið - 21.10.2017, Qupperneq 76
Það má alveg borða svínaham-borgarhrygg þótt ekki séu komin jól. Hann er einfaldur
í eldamennsku og bragðgóður
matur. Ekki er verra að hafa frískan
eftirrétt á eftir eða ostaköku með
límónubragði, skreytta með
jarðarberjum.
Svínahamborgarhryggur
fyrir sex fullorðna.
2 kg af hamborgarhrygg á beini
3 msk. ólífuolía
4 hvítlauksrif
3 msk. smátt skorið timían
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
½ lítri dökkur bjór, stout, Porter
eða Guinness
1½ dl fljótandi hunang
10 einiber, marin
2 lárviðarlauf
1 pakki skalottlaukar
6 gulrætur
1 pakki salatblöð
Skerið í fituröndina á kjötinu með
beittum hnífi. Blandið saman olíu,
hvítlauk, timían, salti og pipar og
nuddið ofan í fituna og kjötið. Gott
Svínahamborgarhryggur
sem baðaður er í bjór
Girnilegur svínahamborgarhryggur sem flestum finnst góður.
Ostakaka í bolla. Hér er hún lagskipt en þess þarf ekki.
er að gera þetta degi fyrir eldun.
Hitið ofninn í 180°C. Leggið
kjötið í ofnform. Blandið saman
bjór, hunangi, einiberjum og lár-
viðarlaufum og hellið yfir kjötið.
Steikið kjötið þar til það nær 74°C
kjarnhita. Ausið yfir kjötið annað
slagið á meðan á eldun stendur.
Þegar kjötið er fulleldað er það
látið hvíla á eldhúsborðinu í 10
mínútur áður en það er skorið
niður í sneiðar.
Góð rauðvínssósa passar vel
með svínakjötinu. Notið soðið af
kjötinu, sigtið það og sjóðið niður.
Bætið rauðvíni saman við, púður-
sykri, Dijon sinnepi og setjið rifs-
berjahlaupi út í til að bragðbæta.
Misjafnt er hversu sæta sósu fólk
vill svo best er að smakka hana til.
Brúnaðar kartöflur og waldorfsalat
er fínasta meðlæti.
Góð ostakaka
Í eftirrétt er upplagt að hafa þessa
ostaköku sem er borin fram í
bollum eða glösum.
Hægt er að gera kökurnar deg-
inum fyrr en best er að skreyta þær
rétt áður en þær eru bornar á borð.
6 stykki hafrakex
40 g pistasíur
2 msk. sykur
40 g brætt smjör
2 dósir rjómaostur (125 g hvor)
3 msk. flórsykur
1 límóna, safi og börkur
1 tsk. vanillusykur
3 dl rjómi
Jarðarber til skrauts
Pistasíur til skrauts
Setjið kex, hnetur og sykur í mat-
vinnsluvél. Hrærið og bætið síðan
bræddu smjöri saman við.
Smávegis af kexblöndunni fer í
botninn á hverju glasi.
Blandið því næst saman rjóma-
osti, flórsykri, vanillusykri, límónu-
safa og -berki.
Best er að nota handþeytara.
Hrærið þar til blandan verður létt
eða loftkennd.
Þeytið rjóma í annarri skál og
hrærið hann síðan varlega saman
við ostinn. Blandan er sett í rjóma-
sprautu og síðan sprautuð fallega
yfir kexblönduna.
Skerið jarðarberin í sneiðar og
skreytið með ásamt pistasíum.
Fyrsti dagur vetrar
er í dag og þá
eru margir sem
slá upp veislu,
til dæmis með
matarboði. Þegar
vetur er genginn í
garð langar mann
í vetrarlegan og
góðan mat. Hvað
með að prófa ljúf-
fengan og bragð-
mikinn svína-
hamborgarhrygg
sem eldaður er í
dökkum bjór?
STÓRTÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓ
21. OKTÓBER KL. 21.00
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á TIX.IS
BJARNI ARA FAGNAR Í ÁR 30 ÁRA SÖNGAFMÆLI
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . O K tÓ B e R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
2
1
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
7
-B
D
9
4
1
E
0
7
-B
C
5
8
1
E
0
7
-B
B
1
C
1
E
0
7
-B
9
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
2
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K