Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Síða 14
14 Helgarblað 3. nóvember 2017fréttir fætur annarri í bakið, rétt ofan við mjaðmir.“ Hún komst að Skála 3 til að leita hjálpar en Sigríður litla var þá orðin svo máttfarin að hún missti meðvitund. Ingólfur gekk hins vegar aftur inn í Skála 1. Játaði allt Rósa barði á gluggana í Skála 3 þar sem Þorleifur Þorleifsson verslunar­ maður bjó. Rósa sagði við hann: „Hann Ingólfur kom og stakk okkur öll, bæði mig og börnin.“ Þorleifur sá Sigríði meðvitundarlausa og alblóð­ uga þegar hann gekk út og fór rak­ leiðis inn í Skála 1. Þar mætti hann Ingólfi með alblóðuga sveðjuna sem var þó hinn rólegasti og spurði: „Er lögreglan ekki að koma?“ Þor­ leifur hörfaði þá út úr skálanum og náði sér í lurk til að verjast Ingólfi ef til átaka kæmi. Fleiri menn komu að til að hjálpa við að yfirbuga Ingólf og þeir skipuðu honum að koma út fyrir. Gunnar Guðmundsson, úr Skála 13, gekk inn og þá þurrkaði Ingólfur blóðið af sveðjunni í föt sín og fleygði henni kæruleysislega frá sér. Hann gekk út mótþróalaust og sagði ekki orð. Í skálanum var allt á rúi og stúi og Kristín fannst ekki strax. Hún fannst loksins á legubekk innar­ lega í skálanum, alblóðug á brjósti og sennilega látin þá þegar. Rósa, Sigríður og Kristín voru allar keyrð­ ar á Landspítalann en Kjartan var þá komin og fór með þeim. Mennirnir sem komu að settu Ingólf inn í bifreið og óku með hann á lögreglustöðina. Ingólfur hreyfði sig ekki og yrti ekki á neinn mann meðan á ferðinni stóð. En þegar þeir komu inn í lögreglu­ stöðina gerði hann tilraun til að hlaupa burt út um bakdyrnar. Hann var fljótlega stöðvaður og settur í fangaklefa en réðst þá á einn lögreglumann. Ingólfur var yfirheyrður í fanga­ húsinu við Skólavörðustíg. Hann var þá mjög samvinnuþýður og skýr í frásögn sinni af atburðun­ um en sagðist þó ekki muna allt. Hann játaði allt saman og dró ekki úr neinu. Hann sagðist hafa valið fórnarlömbin af algjöru handahófi. Sá líkfylgdina út um gluggann Þegar Rósa og dætur hennar komust undir læknishendur var það staðfest sem allir vissu, að Kristín litla væri látin. Sigríður hafði hlotið ellefu stungusár víða um líkamann og Rósa annað eins. Þær voru ákaflega máttfarnar og höfðu misst mikið blóð. Þeim var haldið inni á spítala í rúman mánuð og Rósa var hætt kom­ in um tíma, með lífhimnubólgu og háan hita. Áverkarnir og blæð­ ingarnar voru miklar bæði útvortis og innvortis og líffæri sködduð. Rósa gat ekki verið við út­ för dóttur sinnar. Í samtali við Morgunblaðið segir hún: „Ég var einkennilega róleg, það grétu all­ ir í kringum mig – en ekki ég. Það grét öll þjóðin.“ Hún valdi sálmana og bað prestinn að minnast ekki á sorg í ræðunni því að Kristín hefði verið ljósgeisli alla tíð og væri það enn. „Ég sá líkfylgdina fara fram hjá glugganum mínum, vinahjón okk­ ar höfðu tekið lík barnsins heim og búið um það í kistunni og frá heimili þeirra var telpan jörðuð. Þau höfðu sjálf misst barn skömmu áður og litu til með manninum mínum, sem leið mjög illa.“ Neitaði að yfirgefa Litla-Hraun Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppsspítala, gerði mat á geðheil­ brigði Ingólfs eftir handtökuna. Í skýrslu hans segir: „Afbrot hans virðist mér ekki hvatabragð eða skammhlaupaverk geðveiks manns, heldur vanhugsað örþrifa­ ráð til sjálfsbjargar hjá frásinna manni, er hefur horn í síðu þjóð­ félagsins, örþrifaráð svipaðs eðlis og sefasjúk viðbrögð vanmáttugra einstaklinga. Að hann varð manns­ bani, var frekar af vangá en yfir­ lögðu ráði. Hann ætlaði sér ekki af frekar en margir í sefasýkisköstum.“ Ingólfur var hrjáður af andlegum misþroska, sálarlegum og félagslegum aðlögunarerf­ iðleikum og hafði einnig skerta sjálfsmynd vegna líkamslýta. Skoðanir hans voru öfgafullar og hann þreifst ekki í samfélaginu. „Hann vissi hvað hann var að gera, og hann hafði ógeð á því, sem hann var að gera. Bendir það til þess að ekki hafi verið um æði frá­ vita manns né móðursýki kaldrifj­ aðs glæpamanns að ræða og ekki um misþyrmingar sadistíks eðlis eða verkan eftir áfengisofnautn. Á hinn bóginn hefur hann ekki iðrast verknaðar síns, aðaltilganginum var náð, að komast undir manna hendur, þótt hrapallega tækist til.“ Helgi fór fram á að Ingólfur yrði metinn ósakhæfur og vistaður á viðeigandi stofnun. Hann var vistaður í Hegningarhúsinu þar til hann kom fyrir dóm í árslok 1948. Dómstóllinn féllst á að hann væri andlega vanheill en dæmdi hann engu að síður til lífstíðarfangels­ is sem hann skyldi taka út á Litla­ Hrauni. Fimm árum síðar komst hann aftur í fréttirnar þegar hann náði að flýja úr fangelsinu en fannst aftur degi síðar. Eftir að hafa afplánað 16 ár neitaði Ingólfur að yfirgefa fangelsið og var hann því vistaður á Litla­Hrauni þar til hann lést sumarið 1969. Bitur út í kerfið en ekki Ingólf Rósa átti mjög erfitt eftir að hún kom heim af spítalanum, var mjög veikburða og grönn. En fólki fannst hún sýna fordæmalausa still­ ingu og styrk sem hún sótti með­ al annars í trúna. Rúmu ári eftir árásina eignuðust Rósa og Kjartan aðra dóttur og var hún nefnd í höf­ uðið á látinni systur sinni. Ári síðar eignuðust þau dreng en slitu svo samvistir eftir það. Hún giftist Pétri Geirssyni bónda á sjötta áratugnum og eign­ aðist tvö börn til viðbótar. Þau bjuggu í Katrínarkoti í Garða­ hreppi og ráku barnaheimili fyrir börn í erfiðleikum. Hún var heimavinnandi húsmóðir og tók virkan þátt í ýmiss konar félags­ starfi og góðgerðarmálum, sér í lagi fyrir fólk sem hafði lent í þung­ bærri sorg. Þau skildu á áttunda áratugnum en síðar giftist hún Ármanni Friðrikssyni útgerðar­ manni. Rósa veigraði sér aldrei við að tala um árásina við fólk en árið 1991 sagði hún í fyrsta skipti opin­ berlega frá reynslu sinni í viðtali DV, þá var hún 72 ára gömul. Til­ efnið var opnun nýrrar réttargeð­ deildar að Sogni. „Tveggja ára dóttir mín var myrt, átta ára dótt­ ir mín fékk ellefu hnífstungur og sjálf fékk ég mikla áverka og heilsubrest. Saga mín er dæmi um hvernig geðsjúkum afbrota­ mönnum var „hjálpað“ fyrir næst­ um hálfri öld. Það var sama hversu margir báðu um hjálp eða gæslu á þeim mönnum sem voru hættu­ legir umhverfi sínu. Ekki var hlust­ að á raddir þeirra fyrr en um sein­ an. Núna rúmum fjörtíu árum síðar, er ástandið nánast óbreytt. Bilað fólk gengur enn um gæslu­ og húsnæðislaust.“ Aðspurð hvort hún hafi ekki verið bitur út í Ingólf fyrir verkn­ aðinn svaraði hún: „Bitur út í bil­ aðan mann? Nei, svo vitlaus og heimsk hef ég aldrei verið. Ég var frekar bitur út í þá sem heilbrigðir voru og áttu að hjálpa honum. Ingólfur hafði ekki hugmynd um hvað hann var að gera.“ Hún leit svo á að geðheilbrigðismál hefðu verið í ólestri alla tíð á Íslandi og að ný réttargeðdeild væri alger­ lega nauðsynleg. „Það var kæru­ leysi þáverandi yfirlæknis á Kleppi að Ingólfi Einarssyni var hleypt út. Er ekki skylda þeirra sem hér fara með heilbrigðis­ og dómsmál að sofna ekki á verðinum?“ Styrkti réttargeðdeildina Eins og gefur að skilja markaði þessi atburður allt líf Rósu og fjöl­ skyldu hennar en hún lét þetta þó aldrei sigra sig. Hún vann hörð­ um höndum, meðal annars við sauma, bakstur og skúringar og tók við kostgöngurum, en seinna fékk hún örorkubætur. Innvortis áverkarnir voru slíkir að hún var nýrnaveik, hjartveik og bakveik alla ævi. Sálrænt var þetta einnig mjög þungur baggi að bera og hún þurfti að fá lyf hjá heimilis­ lækni sínum. Það tíðkaðist ekki að leita til geðlækna eða sálfræðinga á þessum tíma en hún leitaði til presta og var mikill spíritúalisti. Rósa féll þó aldrei í þunglyndi og leitaði ekki í áfengi til að deyfa sorgina eins og margir aðrir hefðu gert. Hún var mikill hagyrðing­ ur og söngvari og hafði gaman af mannamótum ýmiss konar. Best fannst henni að heimsækja bæinn Hlíð í Grafningi þar sem hún ólst upp. Sumir kölluðu hana ekki Rósu, heldur Heiðu í Hlíð. Margir skilja ekki hvernig hún gat ekki verið reið Ingólfi Einars­ syni, þrátt fyrir að skýringar hennar séu fullkomlega rökréttar. Flestir hefðu aldrei fyrirgefið honum þrátt fyrir augljósa andlega fötlun hans. Rósa var hins vegar mann­ eskja sem talaði aldrei illa um fólk persónulega. Hún hafði sterkar skoðanir á kerfinu og stjórnsýsl­ unni en níddi aldrei nokkurn mann. Hjálpsemi og dugnaður var henni eðlislægur. Ef eitthvað þurfti að gera, þá var það gert strax. Geðheilbrigðismálin voru henni hjartans mál allar götur eftir árásina. Í nóvember árið 2004 stofnaði hún kærleikssjóð Kristínar Kjartansdóttur til styrktar réttar­ geðdeildinni að Sogni og fékk Landsbankann með sér í lið. Mark­ mið sjóðsins var að styðja beint við sjúklingana og að þeir hefðu eitt­ hvað að gera. Sjóðurinn hefur keypt jólagjafir, ýmis tæki og fleira til af­ þreyingar. Þá var byggt gróðurhús þar sem sjúklingarnir gátu ræktað blóm og matjurtir og fékk það heitið Rósuskjól. Rósa heimsótti Sogn og var ánægð með starfið þar. „Það verða að vera rólegheit á svona stað, og þarna er himneskt að vera.“ Rósa Aðalheiður Georgsdóttir lést 6. ágúst árið 2009, níræð að aldri. Þremur árum síðar var réttar geðdeildin færð frá Sogni yfir á Klepp en kærleikssjóðurinn er enn þá starfandi. n „Ég var frekar bitur út í þá sem heilbrigðir voru og áttu að hjálpa honum Sigríður og Kristín Mynd tekin við Skála 1 við Háteigsveg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.