Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 20
20 umræða Helgarblað 3. nóvember 2017 Þ að verður að teljast við hæfi að á þessum vettvangi sé fjallað um ævisögu fyrrver- andi framkvæmdastjóra Vísis, stofnanda Dagblaðsins og DV, en hér um ræðir „Allt kann sá er bíða kann“ – Æsku- og athafna- sögu Sveins R. Eyjólfssonar blaða- útgefanda, en hana skrifaði Silja Aðalsteinsdóttir. Þetta er þykk og mikil bók, hátt í fjögur hund- ruð síður um stórmerkilega ævi og feril, og mjög áhugaverð fyrir alla þá sem eru forvitnir um okkar samtímasögu. Æska Sveins var sumpart tragísk, faðir hans lést þegar Sveinn var á barnsaldri en ekkjan móðir hans barðist löngum við berkla svo að kjörin voru kröpp. Og það birtist manni strax dálítið merkileg mannlýsing af dreng sem þegar í æsku tekur því sem að höndum ber, og er vís með að klára sig og bjarga sér upp á eigin spýtur. Eldri bróðir hans átti við veikindi að stríða í æsku og er þar með talinn þurfa að njóta sér- stakrar verndar, svo að faðirinn á dánarbeði fól þeim yngri, barni á sjöunda ári, að verða móðurinni ekki byrði. Að sama skapi vakti móðirin alla tíð yfir eldri bróðurn- um, en taldi að Sveinn gæti bjarg- að sér upp á eigin spýtur. Myndin af úrræðagóðum og kjarkmikl- um dreng helst svo í gegnum alla bókina; hann teflir oft í tvísýnu en hefur lengst af jafnan sigur, gæt- ir að sínum nánustu; fjölskyldu, vinum og vinnufélögum, bíður á endanum ósigra í viðskiptum en kemst þó standandi niður, finnst í lagi að tapa tveimur milljörðum úr því hann átti tvo milljarða til að tapa, borgar öllum sem hann skuldar og kveinkar sér ekki. Frá Skeljungi í blaðahark Sigurganga Sveins á viðskipta- sviðinu verður mest þegar hann fer út í blaðaútgáfu sem fram- kvæmdastjóri útgáfufélags Vísis. Það var óvænt því að þá var hann ungur maður á uppleið hjá einu stöndugasta og virðulegasta fyrir tæki landsins, olíufélaginu Skeljungi sem var nátengt vold- ugustu aðilum í viðskiptalífi jafnt sem pólitík hér á landi. Stór- skemmtileg er myndin sem við fáum af föstudagsfylliríum og veitingastaðaheimsóknum æðstu ráðamanna fyrirtækisins, og sem sumir næstráðenda verða að taka þátt í þrátt fyrir að vilja held- ur vera heima að borða hjá fjöl- skyldunni og lesa fyrir börnin fyr- ir svefninn. Sveinn var þarna með trygga afkomu í olíubransanum, en söðlaði semsé um og fór með æskuvini sínum og vinnufélaga úr brúarvinnu, Jónasi Kristjáns- syni ritstjóra, út í þann slag að koma Vísi á réttan kjöl, en þar var allt vaðandi í skuldum og óreiðu. Kaflinn sem svo fer í hönd, með öllu plottinu í kringum Blaða- prent, Dagblaðið og DV er svo eitthvað sem gæti verið hryggjar- stykkið í góðum róman. Í stuttu máli tekur fyrst við varnarbarátta á Vísi þar sem Sveinn sinnir rekstrinum en hefur sig ekki í frammi eða í sviðsljósinu, og er á ein- um stað fyrir vikið kallað- ur Skugga-Sveinn, en læt- ur Jónasi eftir ritstjórnina. Það þarf að losa blaðið úr gaddfreðnum klóm gamla tímans, eins og að þurfa að taka við leiðurum utan úr bæ og borga forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins fyrir þá. Það samrýmist að sjálfsögðu ekki hugmyndum félaganna um frjálsan og óháð- an fréttamiðil, en það hvernig þeir losa sig úr slíku fyllir ýmsa úr gamla valdakerfinu tortryggni og jafnvel óvild. Er þó Sveinn, þessi Verslunarskólagengni al- þýðustrákur, fjarri því að vera fjandmaður Sjálfstæðis flokksins, heldur greinilega á hans bandi vegna hugmynda um frjálst at- vinnu- og viðskiptalíf. En þótt þannig frjálsræðisstefna, eða jafnvel frjálshyggja (þótt búið sé illa að jaska út því hugtaki), sé yf- irlýst grunnelement í hugmynda- kerfi hægrimanna, hefur hún mjög gjarnan vikið fyrir hags- munum valdaafla þegar til á að taka hér á landi. Leiðarar Jónasar, t.d. um landbúnað sem stórspilli náttúrunni en gagnist hvorki bændum né neytendum, fara þversum ofan í þá sem eiga við- skiptahagsmuni í því dæmi, og það kyndir enn frekar undir fjandskap í garð Vísis. Blaðaprent – greiðasemi og svik Og svo kemur Blaðaprentsmál- ið. Á þessum tíma voru gefin út fleiri dagblöð hér á landi en nú er gert, eða Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið, auk Vísis og Moggans. Öll voru þau að burð- ast með eigin gamlar og úrelt- ar prentsmiðjur, án þess að hafa ráð á því hvert um sig að bæta þar um. Þá fær Sveinn hugmyndina um að stofna eina nýtísku prent- smiðju fyrir þau öll, að undan- skildu Morgunblaðinu sem var þeirra stöndugast. Þetta var ekki einfalt; mikil tortryggni var inn- byrðis á milli flokkanna sem gáfu blöðin út, og svo allra hinna í garð íhaldsblaðsins Vísis, og þurfti ýmsar fortölur og jafnvel hrossa- kaup til að fá forystumenn blað- anna og flokkanna, til að þiggja þennan bjarghring sem til þeirra var kastað. En það tekst og úr verður frábær framför fyrir öll blöðin og þeirra útgáfufélög. Og er nú kyrrt um hríð. Næst gerist það að vegna utanaðkomandi þrýstings og óánægju voldugra afla með sjónarmið hans ákveða útgefendur Vís- is að reka ritstjórann, Jónas Kristjánsson, án sam- ráðs um það við fram- kvæmdastjórann Svein. Sem aftur stendur upp úr stöðu þar sem hann var búinn að koma sér þægilega fyrir, og hann gengur út á eftir Jónasi með yfirlýsingu um að þeir muni setja nýtt blað á laggirnar. Sem þeir svo gera; Dagblaðið verð- ur brátt mjög vinsælt. Dagblað- ið var prentað í Blaðaprenti, en svo kemur rýtingsstungan: Blaða- prent neitar að halda áfram við- skiptum við Dagblaðið, að sjálf- sögðu vegna þrýstings frá Vísi sem svíður undan samkeppn- inni. En til þess þurfti auðvitað liðstyrk frá sömu pólitísku öflum sem Sveinn og co. höfðu skorið niður úr snörum með sinn fjöl- miðlarekstur með því að koma Blaðaprenti á laggirnar. En þótt fyrirvarinn væri stuttur tókst þeim Dagblaðsmönnum samt að bjarga sér um prentun, og samkeppnin við Vísi hélt áfram. Dagblaðið var nú prentað í prentsmiðju Árvakurs, í andstöðu þeirra pólitísku afla sem stóðu á bak við Moggann en með stuðn- ingi þeirra eigenda Árvakurs sem, kannski nokkuð óvænt, tóku til- lit til viðskiptalegra sjónarmiða er þeim bauðst nýr borgandi við- skiptavinur fyrir prentvélar sem ella hefðu staðið verklausar þann hluta dagsins. Samkeppninni á síðdegisblaðamarkaðnum lyktaði svo þannig að Dagblaðið og Vísir sameinuðust, og nýja blaðið, DV, var áfram prentað í prentsmiðju Árvakurs. Og þar með var Vís- ir farinn úr Blaðaprenti og þetta kallaði uppdráttarsýki og dauða yfir það fyrirtæki. Heimsókn til Sveins Höfundur þessa pistils fékk að heimsækja Svein fyrir rúmum tólf árum, eða þegar ég var að setja saman bók um baráttusögu Jóns Ólafssonar í viðskiptalífinu, og það varð mjög eftirminnilegur fundur. Ég þekkti ekki Svein, nema bara sem nafn, enda hef- ur hann alltaf forðast sviðsljós og margmenni, en þarna hitti ég flottan náunga með blik í auga og sjálfs örugga framkomu þótt hann hafi þá verið að kljást við gjaldþrot sinna fyrirtækja í nokkur ár. Hann segir frá því í bókinni sem ég skrif- aði – Jónsbók - að þegar Vísis- menn á árunum 1994–1995 vildu selja sig út úr Frjálsri fjölmiðlun, sem meðal annars gaf út DV, hafi verið samkomulag milli eigenda- hópanna um að þegar hinn seldi fengju þeir sem eftir voru að vera með í ráðum um hverjir kæmu inn í staðinn. Og svo segir Sveinn: „Mér var ekki sama hvaða partner ég fengi, og ég vildi allavega ekki fá Kolkrabbann!“ Og að í þeirri stöðu hafi honum dottið í hug að hringja í Jón Ólafsson, sem þá var að reka annað fjölmiðlafyrirtæki, Íslenska útvarpsfélagið. Þegar Sveinn var spurður hvort hann Saga af manni sem trúði á frjálst atvinnulíf Um nýja ævisögu Sveins R. Eyjólfssonar eftir Silju Aðalsteinsdóttur Þér að segja Einar Kárason rithöfundur skrifar „Þetta er þykk og mikil bók, hátt í fjögur hund- ruð síður um stór- merkilega ævi og feril, og mjög áhugaverð fyrir alla þá sem eru forvitnir um okkar samtímasögu. 8. september 1975 Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sveinn R. Eyjólfsson framkvæmdastjóri skoða fyrsta tölublað Dagblaðsins í prentsmiðjunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.