Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Page 25
fólk - viðtal 25Helgarblað 3. nóvember 2017
og foreldrar töluðu um þær sín
á milli. Það gaf mér byr í seglin,“
segir Birgitta.
Er einhvers konar boðskap að
finna í Lárubókunum?
„Mér finnst skipta máli að
persónurnar í bókunum séu góð-
ar fyrirmyndir. Krakkar eiga að geta
samsamað sig við Láru, vini henn-
ar og fjölskyldu. Lára á að vera
þeim góð fyrirmynd en enginn
er fullkominn og hún getur verið
óþekk og gerir mistök. Bækurnar
lýsa venjulegu lífi, þetta eru sög-
ur úr raunveruleikanum, eitthvað
sem þeim fullorðnu finnst hvers-
dagslegt en börnum finnst vera
stórkostlegt ævintýri.“
Glímdi við mikla sorg
Víkjum að sjálfri þér. Hvernig barn
varst þú?
„Mamma segir að ég hafi verið
mjög fjörugt barn með gott skap,
viljasterk og fyrirferðarmikil.
Þegar ég varð níu ára róaðist ég og
varð feimnari.“
Unglingsárin reynast mörgum
erfið. Hvernig voru þau ár í þínu
lífi?
„Ég var mjög stilltur unglingur,
ég drakk lítið sem ekkert og var
ekki í rugli. Unglingsárin voru
mér þó erfið á annan hátt vegna
þess að fjórtán ára missti ég bróð-
ur minn. Hann var átján ára þegar
hann fyrirfór sér. Honum gekk vel
í skóla, glímdi ekki
við andleg veikindi
en var á viðkvæm-
um aldri.
Þegar maður
er unglingur veit
maður ekki alveg
hver maður er
og hvernig mað-
ur á að vera. Það
var óskaplega
erfitt fyrir mig
að upplifa þetta áfall
og þurfa að glíma við svo mikla
sorg. Árin eftir dauða bróður míns
reyndust mér erfið. Ég reyndi að
vera sterk fyrir fjölskyldu mína og
tók sorgina ekki út strax. Sorgin
braust út í líkam legum veikind-
um. Ég var ekki þunglynd en lík-
aminn var við það að gefa sig.
Ég lenti í miklum meltingar- og
ristilvandamálum, fékk svakalega
krampa sem urðu til þess að lík-
aminn slökkti á sér og þá leið yfir
mig. Það tók tíma að finna út hvað
var í gangi en eftir að hafa fengið
rétt lyf jafnaði ég mig sem betur
fer. Í dag sé ég alltaf ennþá betur
að þessi veikindi mín stöfuðu af
áfallinu.“
Þú ólst upp á Húsavík, hvernig
var lífið þar?
„Mér finnst ég ótrúlega heppin
að hafa alist upp í litlu samfélagi
úti á landi þar sem ríkir mikið
frelsi, maður er í nálægð við nátt-
úruna og traust og vinátta ríkir
milli allra í bæjarfélaginu. Mað-
ur veit að sama hvað gerist þá er
samfélagið eins og ein stór fjöl-
skylda. Það er samt þannig að
þegar eitthvað bjátar á og mað-
ur tekst á við áföll þá getur ver-
ið erfitt að búa í litlu bæjarfélagi.
Það getur reynt á að allir viti af lífi
þínu og sorg þinni.
Ég á afskaplega góðar minn-
ingar frá Húsavík og fer þangað
allavega tvisvar á ári. Húsavík er
alltaf bærinn minn.“
Eins og rússíbanareið
Birgitta var ung að árum þegar
söngferill hennar hófst. Hún var
sextán ára þegar hún söng í Abba-
sýningu á Broadway við miklar
vinsældir. „Þetta var óskaplega
skemmtileg vinna og ég fann ekki
fyrir álagi. Það voru forréttindi
að flytja til Reykjavíkur og syngja
skemmtileg lög fjórum sinnum á
viku á flottu sviði,“ segir hún.
Um tvítugt varð hún síðan hluti
af hinni vinsælu hljómsveit Íra-
fár. „Strákana vantaði söngkonu í
hljómsveit og ég sló til. Við vorum
með góðan lagahöfund og um leið
og við byrjuðum að gefa út efni fór
allt af stað. Fólk spyr af hverju Íra-
fár varð svo vinsæl hljómsveit. Ég
held að það hafi verið vegna þess
að við vorum að einbeita okkur að
því að gera góða tónlist. Við vor-
um ekki að keppast við að verða
fræg eða djamma.“
Varst þú mikið vör við
djammið?
„Þótt við værum að spila á böll-
um þar sem stundum var sukk
og svínarí þá leyfði ég mér aldrei
að fara þangað vegna þess að ég
þurfti að syngja kvöldið eftir. Ég
söng og fór svo yfirleitt beint heim
að sofa. Vín eða vímuefni voru
lítið í kringum mig og vini mína,
ég er ekki karakter sem líður vel
að missa stjórnina. Mér finnst
best að vinna samkvæmt góðu
plani og hef alltaf gætt þess að
gera hlutina vel.“
Hvernig er þessi tími í
minningunni?
„Það er súrrealískt að
horfa til baka, þetta var
svo ótrúlega skrýtið. Þessi
tími var rússíbanareið,
það var svo brjálæðis-
lega mikið að gera. Við
gáfum út þrjár met-
söluplötur og ákváð-
um svo að taka okkur hlé.
Írafár var komin á toppinn og við
þurftum að taka ákvörðun um
hvort við vildum halda áfram eða
hvort við vildum passa upp á tón-
listina okkar og hljómsveitina. Við
ákváðum að hætta á toppnum.
„Þegar maður veit
hver maður er og
hvernig fólkið manns
er þá getur maður ekki
verið að velta sér upp úr
því þótt aðrir reyni að
pota í mann með ljótum
skrifum.
„Þegar við í Írafári
vorum að byrja
að koma fram mætti ég
með smá brynju, en ég
var aldrei sátt við það.
Birgitta Haukdal „Mér
finnst best að vinna sam-
kvæmt góðu plani og hef
alltaf gætt þess að gera
hlutina vel.“ Mynd Brynja