Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Page 50
facebook.com/birta_vikublad
Da
gur
í l
ífi
Vikublað 3. nóvember 2017 2
vikublað - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmaður: karl Garðarsson Markaðssamstarf: Svava kristín Gretarsdóttir s: 690 6900
Fáar bækur höfðu jafn mikil áhrif á mig og þjóðsögur Jóns Árnasonar þegar ég var barn. Ég hámaði
þessar sögur í mig, enda voru
þær hrikalega krassandi.
Ég trúði á sumt og annað
ekki. Trúði því til dæmis
að draugar og álfar væru
til en ég var ekki eins viss
með marbendla og móra.
Langamma mín, hún Ágústa
Hjartar, sagðist jú hafa hitt álf inni
í Dýrafirði og auðvitað trúir maður öllu
sem langamma manns segir. Mér fannst
mest gaman að lesa draugasögurnar en
þegar ég varð aðeins eldri fékk ég sérstakan
áhuga á skessum. Gilitrutt, Búkolla, Surtla,
Gellivör, Trunt Trunt og tröllin í fjöllunum
og allar hinar. Þetta voru stórmerkilegar
kerlingar!
Oftast bjuggu þær einar í ein-
hverjum hellum þótt ein og ein
hafi verið í sambandi.
Skrítnustu sögurnar fjölluðu
um skessur sem rændu eða lokk-
uðu til sín saklausa smala og grasa-
karla, lokuðu þá inni í hellunum og
höfðu þá sem kynlífsleikföng. Þær voru
stórar, ljótar, vergjarnar og stjórnsamar. Ef
karlarnir létu ekki strax undan þá dekruðu
þær þá til lags við sig og þegar þær fengu
leiða á þeim þá ýmist skiluðu þær þeim til
baka, alveg snarvitlaus-
um, eða káluðu þeim og
átu svo. Einmitt. Þetta var
alveg „hard core“.
Eins og við vitum öll
eru ævintýri og þjóðsögur
einhvers konar aldagömul
sálfræðiþerapía. Leið til að skilja og jafnvel
vinna úr andlegum erfiðleikum. Sögunum
var, og er, ætlað að kenna okkur að rata í
lífinu, vara okkur við hættum og velja rétt.
En út á hvað gengu eiginlega þessar
hrikalegu skessusögur? Var þeim ætlað að
vara karlmenn við stjórnsömum, miðaldra
konum? Tengdist þetta kannski misnotk-
un eldri kvenna á yngri karlmönnum í
baðstofunum? Eða var þetta
mögulega óttinn við mis-
lyndi móður jarðar?
Og að lokum, hvar eru
þessar skessur eiginlega í
dag?
Aldagömul sálfræðiþerapía
Margrét H.
gústaVsdóttir
margret@dv.is
„skrítnustu sögurnar fjölluðu um
skessur sem rændu eða lokk-
uðu til sín saklausa smala og grasa-
karla, lokuðu þá inni í hellunum og
höfðu þá sem kynlífsleikföng.
Besta ráð sem þér
hefur verið gefið?
Pabbi hvatti mig til að klára
tónlistar námið í bretlandi, á sama
tíma og plötufyrirtækið sem ég
var búin að semja við, pressaði
á mig að hætta. Ég fór að ráðum
föður míns og fyrir vikið kynntist ég
manninum mínum á lokaárinu. Þetta
hefði ekki gerst ef ég hefði hætt í
skólanum.
Besta ráð sem þú getur
gefið öðrum?
að taka með sér stígvél í sveitina.
Ég hef séð nokkrar vinkonur mínar
úr borginni fara illa á því að taka
þessu ráði ekki alvarlega.
hvað vildirðu að þú
hefðir vitað fyrr?
Maður getur aldrei þóknast öllum
og það er best að fylgja bara eigin
sannfæringu.
Hafdís fæddist 22. maí árið 1979. Hún ólst upp í vesturbæ Kópavogs hjá
foreldrum sínum og tveimur yngri
systkinum. Hún byrjaði í Mennta-
skólanum í Kópavogi 1996 en lauk
ekki náminu þar sem tónlistin átti
huga hennar allan. Hún var sextán
ára þegar fyrsta platan hennar með
GusGus kom á markað, árið 2006
gaf hún út sína fyrstu sólóplötu
og síðustu plötuna sendi hún frá
sér í sumar. Hafdís býr í Mosfells-
dal ásamt tilvonandi eiginmanni,
Alisdair Wright, og dóttur þeirra,
Arabellu Iðunni, fimm ára. Um
helgina, eða nánar tiltekið föstu-
daginn 3. nóvember, ætlar hún að
halda tónleika á Landnámssetrinu í
Borgarnesi.
Klukkan 8
„Ég vakna oftast um átta með
fjölskyldunni. Líkt og á öðrum
„breskum“ heimilum þá byrjar allt
á góðum tebolla, við erum svolítið
svona ristað brauð og te-fólk. Eftir
að dóttir okkar er farin á leikskól-
ann þá byrjum við á því að hleypa
hænunum út, leita að kanínunni
og sjá hvort hún sé ekki búin að
fá eitthvað að borða og svo er sest
við tölvuna. Við maðurinn minn
vinnum bæði heima en hann er
líka tónlistarmaður og við vinnum
í þessu saman. Í lok mánaðarins
ætlum við að gefa út smáskífu
með lagi sem heitir Dream Small
og nú erum við að undirbúa alls
konar viðtöl sem tengjast útgáf-
unni. Tæknin er orðin svo þægileg,
maður getur spjallað við fólk augliti
til auglits án þess að fara út úr húsi
en mikið af þessum símtölum er
við útgefendur og erlenda fjöl-
miðla. Þessi „skrifstofuvinna“ tekur
oftast tímann fram að hádegi en þá
tökum við okkur pásu.
Klukkan 12
Nú er að koma þannig veður að
maður fer í súpugír. Ég er meiri
áhugamanneskja um matargerð
meðan hann er meira í teinu. Við
tyllum okkur og fáum okkur súpu
og brauð og eitthvað svoleiðis í
hádeginu en svo heldur vinnan
áfram. Við gerum mikið af tónlistar-
myndböndum sjálf, það er reyndar
mikill heimilisiðnaður í gangi þarna
í sveitinni í fjölbreyttum skilningi.
Nú erum við að klára myndband
við þetta lag og tíminn fer að mestu
í eftirvinnslu. Við þurfum að senda
myndbandið frá okkur áður en
lagið kemur út og erum í lokaferlinu
núna. Rétt fyrir þrjú sæki ég svo
stelpuna í leikskólann og fer með
hana í ballett. Þá sit ég og hekla
meðan hún klárar æfinguna. Á
leiðinni til baka kaupum við í mat-
inn en uppáhaldið hennar er bleikur
fiskur, eða bleikja. Þegar við komum
heim förum við oft að föndra en
glimmer er sérstaklega vinsælt þessa
dagana og húsið hreinlega glitrar,
enda myndir uppi um alla veggi.
Klukkan 17.00
Seinnipartur dags fer yfirleitt
bara í notalega samveru með
fjölskyldunni. Við gerum svona
sitt lítið af hverju og oftast byrjar
eldamennskan frekar snemma.
Arabella vill helst bara sjá um
þetta. Hún lítur alveg á okkur sem
jafningja í eldhúsinu og mig grunar
að þar sé framtíðarkokkur á ferð.
Eftir kvöldmatinn förum við út að
ganga með Mosa, hundinn okkar.
Það er alveg dásamlegt að vera í
Mosfellsdalnum en hér höfum við
búið í um sjö ár.
Klukkan 20.00
Eftir kvöldmatinn og gönguferðina
þarf að koma Arabellu í háttinn og
eftir að hún er komin í ró þá förum
við yfir lagalista morgundagsins, – í
þeim tilfellum þegar við erum með
tónleika framundan. Nú hef ég gefið
út fjórar plötur svo við þurfum að
velja lög af þeim og raða þessu upp
í skemmtilegt flæði. Við Alisdair
höfum unnið saman síðustu tíu ár
við tónleikahald og tónlist svo hann
er helmingurinn af þessu öllu.
Klukkan 22.00
Eftir yfirferðina reynum við að
setjast niður og slaka á yfir góðri
bíómynd eða einhverri þáttaröð.
Við höfum verið að horfa á Suits
undanfarið, svo höfum við mjög
gaman af heimildamyndum á BBC,
endar sterkar rætur til Bretlands.
Háttatíminn okkar er nú frekar
misjafn en yfirleitt reynum við að
sofna fyrir miðnætti, eða svona upp
úr ellefu.
Hafdís Huld Þrastardóttir
– semur tónlist með tilvonandi eiginmanninum í Mosfellsdal
M
yn
d
Al
is
d
Ai
r
W
ri
g
h
t