Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 66

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Qupperneq 66
2 Skrifstofan Helgarblað 3. nóvember 2017KYNNINGARBLAÐ Fyrir marga er draumavinnuaðstaðan hér Þrjár skrifstofur lausar hjá 14skrifstofum Er hægt að hugsa sér betri vinnuaðstöðu en stóra og bjarta skrifstofu á góðum stað í hafnarfirði með háhraða internetengingu, kaffi­ stofu, fundarherbergi, góðri salernis aðstöðu og sturtu? og allt saman á hagstæðu verði. fyrirtækið 14skrifstofur býður 14 nýstandsettar skrifstofur að trönuhrauni 1 í hafnarfirði, í vinalegu hverfi rétt fyrir utan miðbæinn. stutt er í allt, svo sem fjölda veitingastaða allt í kring og alla aðra þjónustu í næsta nágrenni. leigan er mjög hagstæð og allt innifalið: hiti, rafmagn, háhraða internet, aðgangur að sameiginlegri kaffistofu og fundarherbergi, sem og sal­ erni og sturtu. allir leigjendur hafa aðgang að staðnum allan sólarhringinn og rýmið er vaktað með myndavéla­ kerfi. leigufyrirkomulag ein­ kennist af sveigjanleika. Bæði skammtímaleiga og lang­ tímaleiga standa til boða. á þeim tíma sem skrifstofurn­ ar hafa verið til leigu, þ.e. síðasta hálfa árið, hafa sumir tekið skrifstofu á leigu í aðeins einn mánuð og eru þar dæmi um fólk að ljúka við lokaverkefni í háskóla sem hefur vantað næði í stuttan tíma. aðrir hafa verið allan tímann og sýna ekki á sér fararsnið. Í augnablikinu eru þrjár skrifstofur lausar. Eigendur að 14skrifstofum eru þeir Guðjón Pétur lýðs­ son og kári ársælsson en Brynja Guðmundsdóttir hefur einnig unnið með þeim að þessari uppbyggingu. fyrir­ tækið er rekið með hag­ kvæmum hætti og er laust við yfirbyggingu. Þannig tekst að halda leiguverðinu niðri: „Ég held að þetta sé með hagstæðara skrifstofuhús­ næði sem fyrirfinnst á höfuð­ borgarsvæðinu og fólk er auk þess mjög hrifið af mikilli loft­ hæð og þægilegu andrúm­ lofti. Þess má geta að það er mikill kostur að vera með aðstöðu í hafnarfirði og keyra alltaf á morgnana og seinni­ partinn á móti umferð en sitja ekki fastur í umferðinni,“ segir Guðjón Pétur lýðsson en hann telur að auk hagkvæms rekstrar séu eigendur fyrir­ tækisins einfaldlega að leggja kapp við að hafa þarfir við­ skiptavinanna að leiðarljósi en að eyða ekki í óþarfa og ná þannig að halda verðinu í lágmarki. „Við byrjuðum að leigja út fyrir hálfu ári en við keyptum húsið fyrir tveimur árum,“ segir Guðjón, en eigendurnir hafa lagt í þetta eigið sparifé, meðal annars fjármagn sem kári og Guðjón náðu að búa til með hagstæðum fast­ eignaviðskiptum. Vinnan við að gera upp húsnæðið var einnig að mestu í höndum þeirra og góðra vina auk þess sem góðir verktakar komu einnig að þessu: „Ég lærði húsa­ smíði í iðnskólanum í reykja­ vík þó svo ég eigi eftir að klára sveinsprófið. og maður er mikið búinn að þræla og djöflast í þessu síðustu tvö árin en allt hefur þetta geng­ ið vel upp,“ segir Guðjón. sem fyrr segir eru þrjár skrifstofur lausar í trönu­ hrauni í augnablikinu en fjölbreyttur hópur leigjenda er fyrir í húsinu: „Þetta er alls konar starf­ semi. hér er til dæmis for­ ritari og hér er fyrirtækið Green key sem sérhæfir sig í airbnb­gistiþjónustu. síð­ an er hér tryggingasali og verktaki sem er hérna með skrifstofu til að hafa yfirsýn yfir öll verkefnin sín. Þá er hér til dæmis hérna aðili með miNi cardþjónustu, en það eru afsláttar kort fyrir ferða­ menn.“ Guðjón segir leigjendur kunna vel að meta félags- skapinn auk þess sem þetta fyrirkomulag gefi fólki úr ólíkum starfsgreinum tæki- færi til að vinna saman. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.14skrifstofur. is og þar er hægt að setja inn fyrirspurnir, t.d. fyrir þá sem hafa áhuga á að leigja sér skrifstofu, og er þeim svarað hratt og örugglega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.