Morgunblaðið - 01.02.2017, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
J
anúar er sem betur fer liðinn og kem-
ur ekki aftur fyrr en að ári liðnu.
Guði sé lof fyrir það. Þessi mánuður
hefur ekki verið sérlega góður;
hvorki fyrir íslensku þjóðina né
heiminn allan.
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að
tala um Trump. Hann kemur þó við sögu í
þessum pistli. Þessi ógeðfelldasti forseti sem
Bandaríkin hafa átt heldur áfram að sýna
hvaða mann hann hefur að geyma. Sagan mun
dæma hann síðar en við þurfum að lifa hana
með honum.
Þetta vekur óneitanlega hugsanir um hið
góða og hið illa og hvernig hægt er að hafa
áhrif til góðs. Lögmálið um karma segir að all-
ar gjörðir, líkamlegar jafnt sem huglægar, hafi
afleiðingar. Afleiðingarnar eiga að koma fram í
næsta lífi, a.m.k. samkvæmt hindúisma og búddisma. Tal-
að er um að hvorki sé til gott né slæmt karma en ég er
ekki svo viss. Ég vil nefnilega trúa því að það góða ali af
sér hið góða og mig langar að trúa að jákvæð orka skili
sér út í heiminn. Kannski er gott að hafa í huga að allar
gjörðir og hugsanir hafa afleiðingar. Hvort sem það heitir
karma eða eitthvað annað.
Með léttvægari og ómerkilegri fréttum janúarmánaðar
eru áramótaheitin sívinsælu. Sykur- og hveitibindindið er
alveg að missa sjarmann. Ég reyni þó að þrauka eitthvað
áfram. Eitt af leynilegri áramótaheitum, sem nú er
greinilega ekki leynilegt lengur, var að reyna að komast á
nokkur stefnumót. Það gæti nefnilega verið
leiðinlegt að hanga í klaustri svona til lengdar.
En ég er auðvitað búin að skjóta mig í fót-
inn í þeim efnum og móðga ýmsa karlmenn í
fyrri skrifum mínum hér. Til dæmis á ég að
hafa móðgað alla Asíubúa og hreinlega alla
lágvaxna menn í pistli hér fyrir áramót. Ég
móðgaði líka flesta íslenska menn á Tinder og
alla sem kunna ekki að stafsetja. Kannski þá
ósjálfrátt alla sem eru lesblindir, ég veit það
ekki. Vinur minn tjáði mér að ég hefði ekki
verið „politically correct“ með skrifum mín-
um. Líklega myndi enginn karlmaður komast
upp með svona skrif um kvenfólk en það er
ekki mitt hlutverk endilega að vera „politi-
cally correct“. En ég get líklega alveg gleymt
því að komast á stefnumót á næstunni.
Annars held ég að „refsingin“ hafi komið að
ofan eða frá Óla Lokbrá öllu heldur. Ég fékk nefnilega
hina verstu martröð sem nokkur kona getur fengið held
ég, svei mér þá. Mig dreymdi að ég vaknaði við hlið Do-
nalds Trumps! Af öllum mönnum í heiminum sem hefði
verið hægt að senda til mín! George Clooney og Brad Pitt
eru til dæmis tveir sem koma upp í hugann. En nei, í
draumi var mér sendur Donald Trump! Skömmin var
mikil þegar ég vaknaði og mundi drauminn. Sem betur
fer mundi ég lítið annað en skítaglottið á manninum. Ég
get lofað ykkur að það er ekkert freudískt við drauminn.
Þá myndi ég frekar vilja sofa hjá öllum dvergunum sjö.
Og Mjallhvíti með. asdis@mbl.is
Ásdís
Ásgeirsdóttir
Pistill
Versta martröð hverrar konu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
L
öggæslumaður með ára-
tugareynslu og -þekk-
ingu á innflutningi
fíkniefna segir að hafn-
ir landsins séu afar
berskjaldaðar fyrir fíkniefnainn-
flutningi. Segir hann þá sem starfi í
framlínu fíkniefnavarna hafa vitn-
eskju um að langmestur hluti fíkni-
efna sem smyglað er til Íslands
komi með gámum í gegnum Sunda-
höfn og Holtagarða.
Tölur úr ársskýrslum embættis
tollstjóra segja þó aðra sögu. Þar
sést að fíkniefni eru oftast gripin í
póstsendingum en í mestu magni í
Leifsstöð í Keflavík. Engin fíkniefni
fundust í gámum á þriggja ára tíma-
bili, frá 2012-2014 en í fjórum skip-
um. Á sama tímabili var lagt hald á
fíkniefni í 321 tilviki í póstsend-
ingum og í 68 tilfellum í Leifsstöð.
Ekki fengust tölur hjá tollstjóra-
embættinu um hve mikið af fíkniefn-
um var lagt hald á árin 2015 og
2016.
Nokkra athygli vakti fyrir
skemmstu er 20 kílógrömm af hassi
fundust um borð í grænlenska
togaranum Polar Nanoq þegar hann
kom til hafnar að nýju í tengslum
við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Áður
lá hann í höfn í Hafnarfirði í nokkra
daga og var tollskoðaður þegar
hann kom hingað frá Danmörku.
Leit í gámum skilað litlu
Snorri Olsen, tollstjóri, segist
aðspurður lítið vilja tjá sig um
smyglleiðir til landsins en þegar
horft sé til hafna landsins hafi mest
magn verið tekið við komu Norrænu
til Seyðisfjarðar.
Rúmlega 150 þúsund gámar
eru fluttir til landsins ár hvert með
flutningaskipum um Sundahöfn og
Holtagarða. Að sögn Snorra er
starfrækt greiningardeild á vegum
embættisins, sem hefur m.a. það
hlutverk að fara yfir farmskrár
gáma og meta hvern þeirra sé
ástæða til þess að skoða nánar. Að
sögn hans er hlutfall þeirra gáma
sem leitað er í um 1%. „Leit í gám-
um hefur skilað mjög litlu. Það er
okkar mat að þetta sé ekki helsta
leiðin en það er ekkert sem hægt er
að fullyrða um. Auðvitað geta fyr-
irtæki sem eru ekki með neinn
tengdan því sem vekur grunsemdir
flutt eitthvað inn. En það eru
ákveðnar farmverndarreglur og
menn þurfa að setja í gáma með
ákveðnu fyrirkomulagi. Því er þetta
aðeins flóknara en svo að ein-
staklingur geti komið vörum eða
fíkniefnum til landsins í gámi. Þú
þarft mun meiri viðbúnað í kringum
það, þó við getum ekki útilokað að
einhverjir hafi sett upp slíkt kerfi,“
segir Snorri.
Stórt svæði undir
Hjá tollstjóra starfa 120 toll-
verðir landið um kring. Að sögn
Snorra hafa þrír til fjórir tollverðir
það hlutverk að leita í gámum og
skipum og einkaflugvélum á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Fer leit ein-
göngu fram á dagvinnutíma og eru
rýmin sem leitað er í að beiðni
greiningardeildar. Tollverðir eru þó
á vakt allan sólarhringinn í Sunda-
höfn og Holtagörðum. Er þeirra
hlutverk fyrst að veita gámunum
móttöku. Eru þeir geymdir inni á
tollasvæði þar til leitarmenn mæta
til vinnu. „Þó við séum að skoða til-
tölulega litla prósentu þá eru sveifl-
ur í þessu. Stundum geta komið ár
þar sem þú hittir ekki á neitt og
stundum koma ár þar sem vel geng-
ur. Þá telja menn að meira sé fram-
leitt innanlands, bæði af kannabis
og amfetamíni. Það gæti að ein-
hverju leyti skýrt það að við séum
að taka minna. Svo getur það líka
verið að mönnum takist betur að
fela þetta,“ segir Snorri.
Hafnirnar berskjald-
aðar fyrir fíkniefnum
Morgunblaðið/Eggert
Polar Nanoq Athygli vakti þegar um 20 kíló af hassi fundust um borð í
Polar Nanoq þegar togarinn kom til hafnar öðru sinni í Hafnarfirði.
Morgunblaðið
talaði við sex
sjómenn með
samtals um 8
áratuga
reynslu af sjó-
mennsku. Eng-
inn þeirra
kannaðist við
að nokkurn
tímann hefði verið leitað í skip-
um þeirra eftir dvöl ytra þótt
ávallt taki á móti skipum lög-
reglumaður eða tollvörður til að
ganga frá pappírsvinnu. Jó-
hannes Jóhannesson á Snæfelli
EA 310 er einn þeirra en hann
hefur verið til sjós í 37 ár. ,,Það
hefur aldrei gerst að tollurinn
hafi leitað í okkar skipi,“ segir
hann. Snorri Olsen segir að
menn hafi metið það sem svo
að íslenskir sjómenn séu ekki
líklegir til að flytja inn fíkniefni.
„Þetta er alltaf mat. Ég er ekki
viss um að það sé rétt að aldrei
hafi verið fylgst með fiskiskipi
en það er ekki víst að farið hafi
verið um borð,“ segir Snorri.
Hafa aldrei
lent í tollleit
FISKVEIÐISKIP
Snorri Olsen
Vestur íBandaríkj-unum er
ekki ágreiningur
um að betur hefði
mátt standa að
ákvörðun um 3
mánaða hlé á heimild fyrir fólk
frá 7 tilgreindum löndum til
þess að sækja Bandaríkin heim.
Afsökun nýju stjórnarinnar á
óhönduglegum vinnubrögðum
er helst sú, að einungis 10 dagar
eru frá því að hún tók til starfa
og demókratar hafa tafið það að
tilnefndir ráðherrar komist til
starfa í sínum ráðuneytum.
Repúblikanar benda á að slík
skemmdarverk hafi ekki verið
unnin gagnvart Obama þegar
stjórn hans hóf störf. Demó-
kratar hafa enn ekki sætt sig við
að hafa tapað kosningunum og
að nýir húsbændur fari með
völdin í Hvíta húsinu og í báðum
deildum þingsins. Um það verð-
ur þó engum kennt nema kjós-
endum.
Blásið hefur verið til mót-
mæla í fjölda borga af minnsta
tilefni. Þær raddir eru farnar að
heyrast meðal reyndari manna í
flokki demókrata að festist sú
mynd við flokkinn að þar fari óá-
byrgur mótmælaflokkur muni
tap hans halda áfram 2018.
Trump hafði marglofað því í
kosningabaráttunni að stöðva
um skamma hríð heimildir
manna til að ferðast til Banda-
ríkjanna þar til komið yrði lagi á
málið. Þetta var eftir að Alrík-
islögreglan, FBI, hafði tilkynnt
að hún treysti sér ekki lengur til
að leggja mat á umsóknir um
ferðaheimildir frá tilteknum
löndum, því þaðan væri ekki
trúverðugar upplýsingar að fá.
Obama og ríkisstjórn hans
tóku saman lista yfir 7 ríki þar
sem múslímar eru í meirihluta
íbúa. Þáverandi ríkisstjórn
flokkaði þessi sjö ríki sem „co-
untries of concern,“ eins og það
var orðað í greinargerð hennar.
Í desember 2015 staðfesti
Obama lög um að setja mætti
tilteknar hömlur varðandi vega-
bréfsáritanir borgara sem hefðu
verið í Íran, Írak, Súdan og Sýr-
landi eftir 1. mars 2011. Tveim-
ur mánuðum síðar bætti Obama
við löndunum Líbíu, Sómalíu og
Jemen. Sagði forsetinn að þetta
væri gert vegna „vaxandi hættu
sem stafaði af erlendum hryðju-
verkamönnum“.
Ríkisstjórn Trumps byggir
lista sinn alfarið á þessu mati
fyrirrennara sinna. Nú birtast
hinir og þessir fræðimenn, hér
sem annars staðar og segjast
furðu losnir á þessu „vali
Trumps“. Aðrir fullyrða út í blá-
inn að um sé að ræða bann
vegna trúarskoðana þessa fólks
og gera ekkert með það þótt
bannið taki ekki til fjölmargra
múslímaríkja, þar á
meðal hinna fjöl-
mennustu í veröld-
inni! Ekki er fótur
fyrir því að þetta
þriggja mánaða
bann lúti trúar-
legum forskriftum. Hins vegar
er það óneitanlega bundið land-
fræðilegum forskriftum. Slík
mismunun hefur lengi gilt í
Bandaríkjunum gagnvart öðr-
um ríkjum og hefur Ísland lengi
notið vinsemdar í þeim efnum
og hingað til ekki æst sig út af
mismununinni.
Á Íslandi hrífast nú jafnvel
atvinnustjórnmálamenn með í
æsingnum og taka sér ekki
nokkra daga til að kanna málið
áður en hlaupið er á sig. Sumir
þeirra hafa sömu afsökun og
Trump-stjórnin að vera ný-
komnir til starfa, þótt hinir ís-
lensku búi að vísu við full-
mönnuð, ef ekki ofmönnuð
ráðuneyti. Í fyrradag, þennan
eina dag, þegar ýmsir hér og í
Evrópu hrukku af hjörunum,
komu yfir 300 þúsund manns til
Bandaríkjanna. Þar af voru 109
stöðvaðir vegna hinna nýju til-
skipana og eftir fáeinar klukku-
stundir var allur þorri þeirra
farinn áfram ferða sinna.
Það skondna við lætin í Evr-
ópu er ekki síst það, hvar meg-
inástæðu þessa máls er að finna.
Obama forseti steig sín skref ár-
ið 2015 og Trump forseti ákvað
nú að setja tímabundnar tak-
markanir gagnvart þeim sjö
ríkjum sem Obama taldi valda
sérstökum áhyggjum. Hvort
tveggja er gert vegna flótta-
mannaupplausnar í Evrópu!
Ekki er um það deilt að Mer-
kel kanslara varð stórkostlega á
með yfirlýsingum sínum um þau
mál enda viðurkennir hún það
sjálf að mestu nú. Lögreglu-
yfirvöld beggja vegna Atlants-
ála telja varlega áætlað að yfir
5000 vígamenn Isis leynist nú á
meðal þeirra milljóna óskráðra
erlendra borgara sem flæddu
yfir Evrópu. Til þeirrar stað-
reyndar má rekja ákvarðanir
fyrrverandi og núverandi yfir-
valda í Bandaríkjunum. Þau
vilja finna leiðir til að tryggja að
þessir liðsmenn flæði ekki til
Bandaríkjanna frá Evrópu. Það
væri að minnsta kosti rétt að
hafa það með í umræðunni, þeg-
ar mesti hávaðinn er búinn.
Þegar þessi orð birtast er lík-
legt að Trump verði nýbúinn að
kynna dómaraefni sitt í Hæsta-
rétt Bandaríkjanna og er líklegt
að stór hópur þeirra sem sinnt
hafa æsingi út af fyrrgreindu
máli verði algjörlega upptekinn
við að ærast yfir tilnefningunni.
Kannski munu íslenskir stjórn-
málamenn líka láta það mál til
sín taka.
Því ekki það?
Það ber varla við
að menn kynni
sér mál áður en
þeir kyrja með}
Uppnám er stundað
betur en önnur
lærdómsiðkun