Morgunblaðið - 01.02.2017, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.02.2017, Qupperneq 31
Með kanínum Ljósmynd sem tekin var við gerð myndbands við lagið „Change of Frame“ af plötunni Funeral. myndagerð við SUPER 16 kvik- myndaskólann í Kaupmannahöfn og hlaut verðlaun fyrir tvær stutt- myndir sínar, Mítt rúm og Skuld. Ferilskrá Heiðríks er löng og til- komumikil og þá sérstaklega þegar litið er til þess að hann er bara 32 ára. Hann hefur m.a. starfað sem grafískur hönnuður, ljósmyndari og myndskreytt fjölda bóka og hannað plötuumslög, svo fátt eitt sé upp tal- ið. En ætlunin er ekki að ræða við Heiðrík um alla hans listsköpun heldur plötuna nýju, svo blaðamaður haldi sig nú við efnið. Færeyjar á réttri leið „Platan fjallar um líf mitt í Fær- eyjum og það sem hefur breyst þar. Hvernig það er að vera samkyn- hneigður í Færeyjum,“ útskýrir Heiðríkur. Á plötunni geri hann þetta tímabil upp, „setji lok á þetta allt saman“, eins og hann orðar það sjálfur á ágætri íslensku. Heiðríkur segir að ákveðin skömm hafi fylgt því að koma út úr skápnum á sínum tíma og á plötunni sé hann m.a. að vinna úr henni. -Fordómar í færeysku samfélagi gagnvart samkynhneigðum hafa vakið athygli. Hver er staðan núna hvað þá varðar? „Þetta er að breytast mjög mikið. Í fyrra voru hjónabönd samkyn- hneigðra leyfð, við vorum síðasta landið á Norðurlöndum til að sam- þykkja þau. Núna er haldið upp á Gay Pride í Færeyjum en fyrir tíu árum var það ekki þannig. Sam- félagið er að breytast en það á enn eftir að gera mikið. Við erum þó á réttri leið,“ segir Heiðríkur og bætir við að platan hans sé tileinkuð ungu LGBT-fólki í Færeyjum, þ.e. homm- um, lesbíum, tvíkynhneigðum og transfólki. Jarðarför tilfinninga Funeral, þ.e. jarðarför, er býsna drungalegur titill og Heiðríkur segist hafa velt því fyrir sér að kalla plöt- una Closure, sem þýða mætti sem sátt eða uppgjör. Hann sé enda að gera upp fortíðina og hafi þótt við hæfi að líkja því uppgjöri við fallega athöfn, þ.e. jarðarförina. Hina hinstu kveðju. „Þannig að titillinn er ekki neikvæður,“ bendir Heiðríkur á og bætir við að það fari ekki milli mála um hvað hann sé að syngja á plöt- unni. Textarnir fjalli um líf hans í Færeyjum, að læra að sleppa takinu á tilfinningum sínum og hleypa ást- inni inn. „Það er mér mjög mikilvægt að tala um þetta,“ segir hann. Funeral er önnur plata Heiðríks því fyrir tíu árum sendi hann frá sér stuttskífuna An Invisible Gun sem hann segir hafa verið poppplötu. Sú nýja sé hins vegar djass- og þjóð- lagaskotnari, órafmögnuð og ein- kennandi hljóðfæri píanó, úkúlele og önnur strengjahljóðfæri. Við það bætist svo stimamjúkur söngur Heiðríks. Þeir sem vilja kynna sér tónlist og aðra listsköpun Heiðríks geta gert það á vefsíðu hans þar sem m.a. má finna tónlistarmyndbönd. Vefslóðin er heidrik-heygum.squarespace.com. MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 2017 Tónlistarmaðurinn Teitur Magn- ússon heldur tónleika í röðinni Blikktromman í kvöld kl. 20 í Kalda- lóni í Hörpu, ásamt góðum hópi tón- listarmanna sem verða sjö eða átta talsins. Teitur hefur að undanförnu unnið að annarri sólóplötu sinni sem aðdáendur hans bíða eflaust með mikilli eftirvæntingu. Frumraunin, platan 27 sem kom út árið 2014, hlaut mikið lof gagn- rýnenda og góðar viðtökur lands- manna og eflaust margir sem raul- uðu fyrir munni sér lög á borð við „Nenni“ sem Teitur samdi við ljóð Benedikts Gröndal og „Vinur vina minna“. 27 var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna í fyrra. Á tónleikum Blikktrommunnar í kvöld munu Teitur og félagar leika lög sem hafa ekki heyrst áður á tón- leikum sem og eldri lög. Teitur seg- ist ætla að taka nokkur lög af nýju plötunni sem hann segir býsna langt komna. „Við erum að klára að taka upp sönginn og einhverjar loka- hugmyndir kunna að koma upp, væntanlega einhver lög á næstunni og svo kemur platan út með vorinu,“ segir Teitur. Haust- og vetrarplata Á plötunni sem er í smíðum nýtur Teitur liðsinnis upptökustjórans Leifs Björnssonar og segir Teitur að á henni kveði við aðeins nýjan tón, annan en þann sem sveif yfir vötnum á fyrstu plötunni. Hvaða tónn skyldi það vera, hvað er nýtt? „Það er erfitt fyrir mig að segja hvað það er en ef maður myndi lýsa því væri það kannski að ef hin platan var vor- eða sumarleg er þessi kannski haust og vetur,“ svarar Teitur. -Er hún þá drungaleg? „Já, örlítið, smá moll í henni. Á hinni plötunni voru mörg lög í dúr en þessi er svolítið moll líka. Og líka meira um rafmagnsgítar …“ -Minna um sítar? „Minni sítar, já.“ -Semurðu textana alla sjálfur eða notarðu líka texta eftir aðra? „Það er líkt með hina að á þessari plötu er t.d. eitt lag við texta eftir Davíð Stefánsson, ég nota tvö brot úr ólíkum kvæðum eftir hann. Svo hef ég samið mikið sjálfur,“ svarar Teitur. Og spurður að því hvað plat- an muni heita segist hann eiga eftir að finna titilinn. Blikktromman hóf göngu sína haustið 2015 en í henni er áhersla lögð á að bjóða upp á tónleika með nokkrum af fremstu tónlist- armönnum þjóðarinnar í hinu nána umhverfi Kaldalóns. Meðal þeirra sem komið hafa fram eru Sóley, Högni Egilsson, Valdimar & Örn Eldjárn, Mr. Silla, Sin Fang, Úlfur Eldjárn, Tina Dickow & Helgi Hrafn Jónsson og Benni Hemm Hemm, Snorri Helgason, Úlfur úlfur, Presi- dent Bongo & The Emotional Car- penters og Soffía Björg. helgisnaer@mbl.is Meiri moll á næstu plötu  Teitur treður upp í Blikktrommunni í Hörpu í kvöld Ný lög Teitur Magnússon kemur fram í Blikktrommunni í kvöld. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Sun 19/3 kl. 13:00 37. s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 5/3 kl. 13:00 35. s Sun 26/3 kl. 13:00 38. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Sun 12/3 kl. 13:00 36. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Ræman (Nýja sviðið) Mið 1/2 kl. 20:00 aukas. Lau 4/2 kl. 20:00 11.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 12.sýn Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Hún Pabbi (Litla svið ) Fim 2/2 kl. 20:00 9. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 11.sýn Sun 5/2 kl. 20:00 10.sýn Fös 10/2 kl. 20:00 12.sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Fim 2/2 kl. 14:00 Fors. Sun 5/2 kl. 13:00 2. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Fös 3/2 kl. 14:00 Fors. Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Lau 4/2 kl. 13:00 Frums. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Salka Valka (Stóra svið) Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Fim 16/2 kl. 20:00 17.sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Sun 26/2 kl. 20:00 18.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 42.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 41.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Fim 2/2 kl. 19:30 9.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 11.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 12.sýn Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6.sýn Sun 26/2 kl. 16:00 7.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 19/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 12/2 kl. 16:00 aukasýn Sun 26/2 kl. 13:00 5.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Sun 5/2 kl. 14:00 Mið 8/2 kl. 19:30 Fim 9/2 kl. 19:30 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 2/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 10/2 kl. 20:30 22.sýn Fös 17/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 17.sýn Fös 10/2 kl. 23:00 23.sýn Lau 18/2 kl. 20:00 29.sýn Fös 3/2 kl. 22:30 18.sýn Lau 11/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 18/2 kl. 22:30 30.sýn Lau 4/2 kl. 20:00 19.sýn Lau 11/2 kl. 22:30 25.sýn Sun 19/2 kl. 21:00 aukasýn Lau 4/2 kl. 22:30 20.sýn Fim 16/2 kl. 20:00 26.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 17/2 kl. 20:00 27.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Húsið (Stóra sviðið) Lau 11/3 kl. 19:30 Frums Lau 18/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 25/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 16/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 24/3 kl. 19:30 4.sýn Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga. Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 8/2 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Aukasýningar - aðeins þessar sýningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.