Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 SAMSTARF Leikstjóri Elle, Paul Verhoeven, upplýsti á ný- liðinni kvikmyndahátíð í Berlín að hann og Huppert hefðu orðið mjög hissa yfir að hljóta Golden Globe-verðlaun. „Við vorum mjög hissa. Okkur fannst að aðrir ættu þetta frekar skilið,“ sagði hann á hátíðinni. „Þetta var eins og óvænt gjöf,“ sagði Verhoeven en Elle var verðlaunuð sem besta myndin og Huppert besta leikkonan í dramatísku hlutverki. Elle er hinsvegar ekki tilnefnd sem besta erlenda myndin á Óskarnum en Verhoeven lét ekki í ljós nein vonbrigði yfir því. Hann segir að hann og Huppert hafi ekki séð fyrir sér þessar góðu viðtökur. „Við bara unnum vinnuna okkur og fannst okkur hafa tekist vel upp.“ Myndin hefur farið sigur- för um heiminn frá því hún var frumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes en þar var þeim fagnað með standandi 15 mín- útna uppklappi. „Verhoeven er þekktur fyrir að ögra og vera óhræddur, sjálfstæður og að leika sér á hættulegu svæði,“ sagði Huppert í samtali við Entertainment Weekly. „Hann er á þessari línu, annað hvort ertu með eða ekki og ef þú ert með verður þú að ganga alla leið,“ sagði hún og bætir við að mörgum þyki myndin óhugnanleg. Golden Globe-verðlaunin komu Huppert og Verhoeven á óvart og segir leikstjórinn þetta hafa verið „óvænta gjöf“. AFP Gengur alla leið ISABELLE HUPPERT á að baki meira en 40 ára feril í kvikmyndum en hún fékk sína fyrstu Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í Elle, kvikmynd Paul Ver- hoeven. Huppert ólst upp í úthverfi í vesturhluta Parísar og lærði í skóla nærri Versölum. Hún hefur aldrei verið hrædd við að hneyksla og hefur tekið að sér mörg erfið og óvenjuleg hlutverk, rétt eins og í Elle. Þar leikur hún Michèle, vel stæða konu sem rekur sitt eigið fyrirtæki. Michèle er nauðgað af manni sem ræðst inn á heimili hennar. „Hún sveiflast milli þess að vera fórnarlamb og hreinlega að vera einhvers konar masókisti. Við vitum ekki alveg frá byrjun hvort Michèle naut nauðgunarinnar eða varð fyrir gífurlegu áfalli. Að sjálf- sögðu er það viðfangsefni eitt og sér gífurlega eldfimt og ögrandi,“ stendur í fimm stjörnu dómi Önnu Margrétar Björnsson um Elle í Morgunblaðinu. Það kemur því kannski ekki á óvart að leikstjórinn Paul Verhoeven hefur upplýst að margar þekktar bandarískar leikkonur hafi hafnað hlutverkinu. Í grein Variety um leikkonuna segir að Huppert hafi fyrst vak- ið athygli tímaritsins í kvikmyndinni Le bar de la fourche með Jacques Brel. Þar er líka minnst á að hún hafi sýnt hvað hún geti m.a. í myndunum Coup de torchon, Heaven’s Gate, Madame Bov- ary og The Piano Teacher. Tímaritið kallar hana afkastamikla og fjölhæfa og bendir á að á síðustu fimm árum hafi hún leikið í 25 verkum á hvíta tjaldinu, sjónvarpi og á sviði. Eftir Óskarstilnefninguna veltir fólk fyrir sér hvort hún stefni á að leika meira í bandarískum myndum. „Það sem ég hef áhuga á er að búa til góðar myndir, alvega sama hvort þær eru bandarískar, breskar, filippseyskar, kóreskar, pólskar, svissneskar eða hvað,“ sagði hún við Hollywood Reporter. „Ég er mjög ánægð með alla erlendu leikstjórana sem ég hef unnið með vegna þess að þeir koma úr sama umhverfi og frönsku höfundarnir sem ég hef unnið með.“ Hin franska Meryl Streep Huppert hefur oft verið borin saman við bandarísku leikkonuna Meryl Streep vegna fjölhæfni sinnar og vegna þess að hún leikur bæði á sviði og í kvikmyndum. Variety spurði leikkonuna hvað hún hefði í huga þegar hún veldi hlutverk. „Fyrir mér er þetta ekki hlutverk. Ég hef ekki gaman af því að hugsa til dæmis um persónur. Persónur eru tilvilj- anakenndar og geta verið takmarkandi. Ég kýs að hugsa þetta þannig að ég sé að leika aðstæður, hugarástand, tilfinningar.“ ingarun@mbl.is ÁHRIFAMIKIL Huppert segir að kvikmyndin La dentellière hafi breytt lífi sínu. Hún var „mjög mikilvæg fyrir mig,“ sagði Huppert í viðtali við Var- iety. „Móðir mín sagði mér að lesa bókina því að persónan væri svo lík mér. Það var eins og höfundurinn, Pascal Lainé, hefði skrifað hlutverkið fyrir mig! Allar leikkonur vonast til þess að fá slíkt hlutverk einhvern tím- ann á ferlinum og ég var heppin að fá það svo snemma. Þetta tækifæri átti eftir að skilgreina hvernig litið var á mig sem leikkonu.“ Huppert fékk BAFTA-verðlaun sem besti nýliðinn fyrir þetta hlut- verk. Breytti lífi hennar Huppert í hlutverki sínu sem Pomme í mynd Claude Goretta. KEPPINAUTAR Huppert er talin eiga möguleika á Óskarnum en sam- kvæmt blaðaskrifum þykja Emma Stone fyrir La La Land og Natalie Portman í Jackie sigurstranglegastar. Ólíklegra þykir að Ruth Negga eigi möguleika á sigri fyrir Loving og einn- ig er talið ólíklegt að Meryl Streep bæti fjórða Óskarnum í safnið þetta árið fyrir Florence Foster Jenkins. Þetta er tuttugasta tilnefning Streep til Óskarsverðlauna. Verðlaunin verða afhent þann 26. febrúar. Emma Stone hefur hlotið lof fyrir leik sinn í La La Land. AFP Stone eða Portman líklegastar Óhrædd við að hneyksla Huppert er þekkt fyrir flottan fatastíl. AFP Huppert í hlutverki Michèle í Elle. Á BAFTA-verðlaunahátíðinni í ár. AFP ’ Leikstjórinn Paul Verhoe-ven hefur upplýst að marg-ar þekktar bandarískar leik-konur hafi hafnað hlutverkinu. ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL *Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu, öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR „Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa fyrir tíu mánuðum, ég hef verið að taka kísilinn ykkar núna í u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“ • Styrkir bandvefinn* • Stuðlar að þéttleika í beinum* • Styrkir hár og neglur* • Stuðlar að betri myndun kollagens fyrir sléttari og fallegri húð*

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.