Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 13
ekki beint skynsemin uppmáluð.“
Jón Páll: „Uglur eru samt frábær
dýr og það þarf ekki mikið að hafa
fyrir þeim.“
Birta: „Hún fékk svo stundum að
vera inni hjá okkur í húsinu líka og
þar gat hún flogið frjáls um. Óspenn-
andi hluturinn í ugluhaldinu er hins
vegar fæðið þeirra, niðursneiddir
hamstrar og svoleiðis sem maður vill
helst ekki nefna. En Jón Páll sá um
það.“
Ástæðan fyrir því að heimili þeirra
Birtu og Jóns Páls er ekki eins og lif-
andi regnskógur þessa dagana er ein-
faldlega sú að þau festu kaup á gömlu
húsi sem þau ákváðu að taka algjör-
lega í gegn. Einbýlishúsi í um það bil
hálftíma akstursfjarlæg frá Barce-
lona, í litlu rólegu hverfi uppi í fjöll-
unum. Svo það hefur verið minna
pláss fyrir dýrin, en þetta er þó bara
„tímabundið“ að þeirra sögn.
Sólin skín úti og í febrúarmánuði
viðrar til að snæða hádegisverðinn
úti. Börnin þeirra, Stormur og Ylfa,
eru í skólanum þangað til síðdegis.
Í þriggja hæða húsinu eru Jón Páll
og Birta með sína vinnustofuna hvort,
þar sem Birta hannar föt, saumar og
málar og Jón Páll er einkum að teikna
þessa dagana. Teiknimyndasögubók
hans og Þórhalls Arnórssonar, Varg-
öld, sem kom út fyrir jólin, var til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna og er þetta fyrsta bókin í
sex bóka bálki. Jón Páll er önnum kaf-
inn við að vinna þá næstu og húð-
flúrar einnig inni í Barcelona. Birta
hefur þá komið nýju fatamerki á
koppinn eftir að hafa sagt skilið við
Júníform fyrir nokkrum árum og
heitir nýja merkið By Birta.
Hvað varð til þess að þið ákváðuð
að gera þessar breytingar á lífinu?
Birta: „Við vorum búin að hugsa
þetta í mörg ár, langaði að prófa eitt-
hvað nýtt og vorum með ævintýraþrá,
að fara eitthvað, vissum bara ekki
hvert. Sérstaklega þegar sólin hafði
varla sést í marga mánuði í skamm-
deginu, þá spurðum við hvort annað
hvað við værum eiginlega að gera
hérna. Einn daginn ákváðum við bara
að drífa í þessu og völdum Barcelona,
einfaldlega vegna þess að okkur þótti
hún svo falleg og byrjuðum á að búa í
borginni sjálfri í eitt ár. Þá bauðst
okkur að leigja hús hérna uppi í fjöll-
unum og að lokum festum við svo
kaup á húsinu sem við búum í nú, í
10.000 manna samfélagi, en okkur
finnst betra að vera svona nær nátt-
úrunni en inni í miðri borg með börn.“
Jón Páll: „Við erum svolítið úti í
skógi, umkringd fjallasýn. Hér horf-
um við til dæmis á Montserrat,“ segir
Jón Páll og beinir myndavélinni að
ótrúlegri fjallasýn af veröndinni hjá
þeim.
„Þar sem við erum uppi í fjalls-
hlíðum eru húsin öll byggð á pöllum
og skipulag þeirra því oft ekki hent-
ugt. Þetta hús er hins vegar óvenju-
lega vel skipulagt og þess vegna varð
það fyrir valinu. Það var hins vegar
komið til ára sinna og við urðum að
vinna okkur í gegnum kóngulóarvef-
ina þegar við tókum við því.“
Birta: „Það er hins vegar allt öðru
vísi að gera upp hús hér úti en á Ís-
landi vegna þess að maður er alltaf að
vinna í góðu veðri. Og svo er maður
ekki að planta niður grenitrjám held-
ur pálmatrjám og smíða útipalla og
slíkt.“
Opnir Spánverjar
Gott veður er góð og gild ástæða til að
búa á Spáni – en hvað annað finnst
þeim dvölin úti hafa fram yfir það að
vera heima?
Jón Páll: „Við höfum einmitt svolít-
ið verið að tala um það hvað það er
sem heldur einna mest í okkur og það
er held ég víðáttan. Lífið okkar heima
var einhvern veginn alltaf í sömu
sápukúlunni. Við bjuggum niðri í
miðbæ, unnum niðri í miðbæ og ef
maður þurfti að útrétta eitthvað fór
maður sjaldnast í lengri bíltúra en
upp í Skeifu. Kannski göngutúr út á
Gróttu. Manni var farið að líða eins og
maður væri alltaf að sjá sömu hlutina.
Mér finnst víðáttan gefa frelsistilfinn-
ingu. Bara það að geta sest upp í bíl-
inn, keyrt eitthvað í klukkutíma og
vera svo kominn á einhverja strönd
eða í eitthvert þorp sem maður hefur
aldrei komið í fyrr.“
Birta: „Við ferðuðumst sérstaklega
mikið fyrstu þrjú árin og notuðum
helgarnar í það. En svo eru það bara
þessi litlu atriði eins og að vera að
keyra hraðbrautina inn í Barcelona
en ekki Suðurlandsbrautina.“
Jón Páll: „Auk þess að vera alltaf
að sjá eitthvað nýtt þá er það líka
fólkið, að kynnast forvitnilegum og
skemmtilegum einstaklingum og þar
gerist allt líka frekar spondant. Mað-
ur er kannski allt í einu búinn að
leigja eitthvert hús úti í sveit og byrj-
aður að elda þar mat með fólki og
börnunum þess sem maður hefur ný-
kynnst.“
Er auðvelt að kynnast Spánverj-
um?
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Birta og Jón Páll er fólk sem maður þyrfti helst að heyra í nokkrum
sinnum á ári. Framkvæmdagleði þeirra og kraftur er smitandi.
Undirrituð horfði til dæmis ekki á sjónvarpið í gærkvöldið heldur
slökkti og spreyjaði blómapott. Það er auðvitað ekki það sama og
skrifa myndasögubækur, flota gólf eftir youtube og hanna föt en einhvers
staðar þarf að byrja. Svona fólk veitir innblástur til verka.
’Maður var svo oft upptekinn við það að vera að bíðaeftir sumrinu, bíða eftir því að komast til útlanda, bíðaeftir því að snjórinn færi. Við erum hætt því og njótumfrekar hvers dags þar sem mér finnst við alltaf, á hverjum
degi, vera að upplifa einhver ævintýri sem eru úti um allt.
19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Kaka ársins
Lagskipt með kókosbotnum, límónu-
skyr-mousse og hindberjahlaupi
BroskallarDívur
Hrákonfekt með döðlum,
gráfíkjum og pekanhnetum
Bailey’ s terta
Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut
Verið hjartanlega velkomin.
Konudagur að hætti Jóa Fel
Fullt af kökum og kruðeríi til að gleðja elskuna sína.
Pekanpæ
Jarðarberjapæja
Sörur
Steinbökuð súrdeigsbrauð
heilkorna, án viðbættum sykri