Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 40
Ljósmyndir/Auðunn Níelsson Þ etta er spennuleikrit fyr- ir alla fjölskylduna sem gerist í fjarlægri fram- tíð,“ segir Sara Martí Guðmundsdóttir leik- stjóri um leikritið Núnó og Júníu sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Hamraborg í Hofi í dag kl. 16. Leikritið skrifaði Sara í samvinnu við Sigrúnu Huld Skúladóttur. Frumsýning kvöldsins er 322 svið- setning Leikfélagsins sem fagnar 100 ára sínu síðar á árinu, en félagið var stofnað hinn 19. apríl 1917. „Sögusviðið er landið Kaldónía þar sem hinn ungi Núnó er mikill af- reksmaður og fyrirmynd allra íbúa landsins í hreysti og dugnaði. Mottó Núnós er að gera betur, gera enn betur og toppa það svo. Í Kaldóníu er ekkert pláss fyrir þá sem ekki standast kröfur samfélagsins. Enda eru allir í Kaldóníu árangursmældir daglega. Dag einn vaknar Núnó upp við þann vonda draum að hluti af honum er orðinn ósýnilegur,“ segir Sara og útskýrir að tíu árum áður en verkið hefst hafi illvíg plága, sem nefnist þokan, ógnað Kaldóníu og íbúum þess. Fegurð í fjölbreytileikanum „Þokan er bráðsmitandi og hefur þau áhrif að þeir sem sýkjast verða ósýnilegir,“ segir Sara og útskýrir að þokan virðist þó ekki leggjast á afreksfólk. „Þess vegna þurfa allir að lifa eins og það sé meistaramán- uður á hverjum einasta degi til að komast í gegnum lífið. Allir þurfa stöðugt að vera besta útgáfan af sjálfum sér, alla daga ársins. Þeim sem sýkjast af þokunni er vísað í Þokudal og fá ekki að snúa aftur til Kaldóníu fyrr en búið er að finna lækningu við sjúkdómnum.“ Að sögn Söru velur Núnó að hundsa strangar reglur samfélags- ins í sambandi við þokuna, en þess er t.d. krafist að allir sem sýkist gefi sig strax fram. „Hann ákveður að leyna því að hann sé kominn með þokuna, til að vera ekki numinn á brott af Þokusveitinni, og hefst handa við að leita sér lækningar áður en hann verður alveg ósýnilegur,“ segir Sara og tekur fram að Núnó berist hjálp úr óvæntri átt þegar hann kynnist Júníu, sem er strokufangi úr Þoku- dal. „Hún er algjör sólargeisli, sem kennir honum að maður þarf ekki alltaf að vera besta útgáfan af sjálf- um sér. Við eigum öll margar út- gáfum af okkur sjálfum og það er í lagi að vera ófullkominn. Það er mik- ilvægt að sjá fegurðina í fjölbreyti- leika manneskjunnar,“ segir Sara og tekur fram að þær Sigrún hafi verið innblásnar af börnum sínum þegar þær sömdu leikritið. Hefur óbilandi trú á mér „Við eigum báðar fimm ára drengi og erum verulega hugsi yfir þeim kröfum um útlit og árangur sem gerðar eru til barna og ungmenna í dag með tilheyrandi kvíða, einmana- leika og þunglyndi. Það er dapurlegt að þrettán ára börn séu orðin kvíða- sjúklingar af ótta við að standast ekki strangar kröfur samfélagsins. Það er stöðugt pressa frá samfélag- inu um að verða sífellt betri og toppa sig. Við erum alltof dugleg að gagn- rýna ófullkomleika annarra og fljót að dæma aðra,“ segir Sara sem von- ast til þess að foreldrar noti tæki- færið og ræði við börn sín um boð- skap verksins. „Við vonum að sýningin verði áhorfendum hvatning til að stilla kröfum sínum í hóf.“ Núnó og Júnía er fyrsta frum- samda leikritið úr smiðju Söru og Sigrúnar, en þær unnu leikgerðina að Pílu Pínu sem Leikfélag Akur- eyrar setti upp í fyrra í leikstjórn Söru. „Píla Pína gekk vonum fram- ar. Það var uppselt á hverja einustu sýningu og fólk var mjög ánægt með að fá skemmtilega, sjónræða fjölskyldusýningu. Leikhússtjórinn [Jón Páll Eyjólfsson] lagði mjög mikið í uppfærsluna með það að markmiði að bæjarbúar gætu verið stoltir af sýningunni. Af því hvað samstarfið gekk vel treystir Jón Páll mér til að gera nýja sýningu – og vel það, því hann treystir mér til að skrifa nýja sýningu. Ég á honum mikið að þakka. Hann hefur óbilandi trú á mér, sem er mjög fallegt. Það er gaman að vinna með svoleiðis yfirmanni,“ segir Sara og bætir við að þær Sigrún séu mjög ánægðar með útkomuna. Með hlutverk Núnós og Júníu fara Alexander Dantes Erlendsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir. „Þau útskrifuðust bæði úr leikara- deild Listaháskóla Íslands, Alexand- er í vor og Dominque í fyrra. Ég leikstýrði Dominque fyrst þegar hún var 15 ára þannig að við höfum þekkst og unnið saman hálfa ævi hennar,“ segir Sara glettin. Með þriðja stóra hlutverkið í sýningunni „Í lagi að vera ófullkominn“ Leikfélag Akureyrar frumsýnir fjölskyldusýninguna Núnó og Júníu í Hamraborg í Hofi í dag. Um er að ræða nýtt íslenskt leikrit eftir Sigrúnu Huld Skúladóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur í leikstjórn þeirrar síðar nefndu. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Fimmtán akureyrskir menntskælingar setja sterkan svip á sýninguna. Sara Marti Guðmundsdóttir leikstýrir leikriti sem hún skrifaði í samvinnu við Sigrúnu Huld Skúladóttur, en verkið Núnó og Júnía verður frumsýnt í kvöld. LESBÓK Oddur Arnþór Jónsson barítón og Somi Kim píanóleikari flytja ís-lensk, þýsk, frönsk og rússnesk sönglög á tónleikum í menningarhús-inu Bergi í dag, laugardag, kl. 15. Miðar seldir við innganginn eða í síma 868-9393. Frítt fyrir 18 ára og yngri. Klassík í Bergi í dag 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.