Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 20
áhuga á nýtingu sjávarfangs og að ganga vel um þessa mikilvægu auðlind. Að námi loknu vann Sigurjón í tvö ár hjá stóru fyrirtæki í Danmörku, Atlas, áður en hann réði sig til starfa hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem núna er hluti af Matís, árið 1978. Því starfi fylgdi kennsla við Háskóla Ís- lands enda þótt gleymst hafi að upplýsa Sigur- jón um það í upphafi. „Dag einn fékk ég símtal frá þeim öndvegismanni Valdimari Kr. Jóns- syni prófessor. Þú áttar þig á því, Sigurjón minn, sagði hann með hægð, að þú áttir að vera byrjaður að kenna fyrir tveimur vikum! Ég hef kennt síðan.“ Horft fimm til tíu ár fram í tímann Sigurjón hefur tekið þátt í fjölmörgum verk- efnum gegnum tíðina. Hann er ekki í beinni verkefnastjórnun hjá Matís lengur, heldur kemur að málum þar sem þekking hans og styrkur nýtist best. „Ég er mest í vinnslu- tengdum verkefnum og vinn mikið með fyrir- tækjum við að búa til og forma ný verkefni. Mest erum við að horfa fimm til tíu ár fram í tímann, enda eru grunnrannsóknir iðulega undanfari framfara í greininni. Hvað sér maður fyrir sér varðandi tækni, þróun og annað slíkt? Ég nýti mér mikið doktors- og mastersnem- endur mína í þessum verkefnum, en ég hef leið- beint tólf doktorsnemum í sjávarútvegi á síð- ustu tíu árum. Þetta fólk er að skila þjóð- félaginu gríðarlega góðum afurðum í samstarfi við fyrirtækin í greininni. Við megum alls ekki gleyma þætti þeirra; við vísindamennirnir er- um meira eins og smurning á hjólin.“ Sigurjón skiptir ævistarfi sínu í fjóra hluta: Frá 1980 var hann að bjarga verðmætum; frá 1990 að leysa vandamál; frá 2000 að þróa lausnir og frá 2010 hefur hann verið að innleiða ferla. Nýting afla snarbatnað Fyrstu þrjú rannsóknarverkefnin voru þróun á nýjum fiskikössum sem voru of litlir á sínum tíma; nýting jarðhita við þurrkun sjávarfangs og bætt nýting aukahráefna. Það var gjarnan nefnt „úrgangur“ á sínum tíma en það ljóta orð er ekki til í orðaforða Sigurjóns. „Nýting aflans hefur snarbatnað á umliðn- um áratugum,“ segir hann. „Verðmætar afurð- ir orðið til úr fiskinnyflum, lifur, hrognum, svilum og sundmaga sem hentuðu í marga af- urðaflokka. Fiskhausar og hryggir eru nú þurrkaðir, saltaðir og frystir og roð sútað eða notað í snakk. Til að gera langa sögu stutta er verðmæti afurða úr aukahráefni drjúgur hluti af gjaldeyristekjum okkar í dag og höfum við vakið athygli víða erlendis fyrir góðan árangur á þessu sviði. Það eitt og sér að losna við orðið „úrgangur“ úr tungumálinu hefur skilað heil- miklu.“ Hann tekur lifrina sem dæmi. „Við erum svo óheppin að þorskurinn er bara með eina lifur. Hann þyrfti að vera með tvær til að uppfylla þarfir markaðarins. Svo mikið hefur salan auk- ist.“ Þorskhausarnir njóta líka vaxandi hylli, en meira er af fitusýrum í þeim en lifrinni. „Haus- arnir eru mikil hollusta og sjálfur borða ég mikið af þeim,“ segir Sigurjón. Allt hefur þetta kostað mikla vinnu. „Sjáðu þetta!“ segir Sigurjón og bendir á kollinn á sér. „Gráu hárin hafa orðið til við að koma sjávarafurðum til manneldis. En það hefur sannarlega verið þess virði. Auðvitað var mað- ur kaldur, sem er viðeigandi orð í þessu sam- bandi,“ segir hann hlæjandi. „En það þurfti áræðni okkar vísindamannanna og iðnaðurinn hefur haft trú á því sem við erum að gera. Það skiptir ekki minna máli.“ Fyrsta handtakið mikilvægast; það er blæðing og kæling Við meðhöndlun afla segir Sigurjón fyrsta handtakið alltaf skipta mestu máli; það er blæðing og kæling. „Það er alltaf grátlegt þeg- ar skip eða bátur kemur að landi með ókældan og óblóðgaðan fisk,“ segir hann og sýnir mér sláandi ljósmyndir sem undirstrika muninn á gæðum afurðarinnar. „Því miður er enn eitt- hvað um þetta enda þótt stóru fyrirtækin standi sig mjög vel. Málið er líka mjög einfalt: Neytendur vilja ekki borða illa blóðgaðan og ókældan fisk!“ Annars segir Sigurjón Íslendinga yfirleitt ekki láta segja sér hlutina tvisvar og nefnir í því sambandi rannsókn á verkun saltfisks sem unnin var í samstarfi við Norðmenn fyrir all- mörgum árum. Hún skilaði góðum árangri og var hin nýja aðferð strax tekin upp hér á landi en Norðmenn stungu möppunum með niður- stöðunum bara upp í hillu. Löngu seinna fengu þeir síðan háa styrki til að gera nákvæmlega þetta sama frá grunni. „Hér erum við lítið fyrir að láta niðurstöður úr rannsóknum rykfalla uppi í hillum; við reynum að færa okkur þær strax í nyt.“ Glímt við makrílinn Veiðar á makríl í umtalsverðu magni við Ís- landsstrendur hófust fyrir um áratug og segir Sigurjón Íslendingum til að byrja með hafa verið legið á hálsi fyrir að veiða fiskinn þegar ekki er hægt að hafa hann til manneldis. Yfir sumarið safnar makríllinn forða fyrir veturinn og fyrir vikið er fiskholdið mjög laust í sér á sama tíma. Fyrstu árin fór stærsti hluti aflans því í fiskmjöls- og lýsisvinnslu en aðeins lítill hluti til manneldis. „Þess vegna fórum við á fullt í rannsóknir með fyrirtækjunum í þeim tilgangi að þróa nýja geymsluaðferð fyrir ferskan makríl um borð í veiðiskipunum til að koma honum í vinnsluhæfu ástandi í land.“ Hann segir makrílinn fullan af rauðátu, sem hafi mjög virkt ensím og þess vegna sé hætta á því að ensímin brjóti magann og þunnildin nið- ur og geri hann óhæfan til manneldis. Eins sé mikilvægt að gera hann stífan. Sigurjón og samstarfsmenn hans fundu leið- ir í samstarfi við sjávarútvegsfyrirtæki til að hraðkæla og ofurkæla makrílinn niður í mínus ’Því miður hefur þessi áhugistjórnvalda heldur verið aðdala, sem er miður þegar Norð-menn og Færeyingar hafa verið að spýta í lófana á þessu sviði. Enda þótt margt hafi áunnist er- um við alls ekki komin á leiðar- enda með nýtingu sjávarafurða. Lengi má gott bæta. Sigurjón og Gísli Kristjánsson, fram- leiðslustjóri HB Granda í Reykjavík, ræða ferskleika karfa sem er mikil- vægt hráefni í vinnslu fyrirtækisins. Sigurjón ræðir við Vladimir Funcic, vinnslustjóra hjá HB Granda, um framleiðslu á gæðaafurð og vöktun á hitaferlum í vinnslunni sem skiptir mjög miklu máli. VÍSINDI 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.