Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.2. 2017 Sæti fjölmiðlar skipulögðum árásum af hálfu stjórnmála- manna í Frakklandi, hvað má þá segja um Bandaríkin? Sennilega er ekki hægt að finna betra orð en „stríð“ um samskipti nýkjörins for- seta, Donalds Trump, og helstu fjölmiðla landsins. Trump hefur ítrekað haldið því fram að fjölmiðlum sé uppsigað við sig og eigi enga ósk heitari en að koma sér á kné. Þannig var það í kosningabarátt- unni og hefur ágerst eftir að hann tók við embætti. Samtökin Fréttamenn án landa-mæra sendu í vikunni frá sérfréttatilkynningu þar sem lýst er vaxandi áhyggjum vegna árása sem blaða- og fréttamenn hafa þurft að sæta í Frakklandi að undanförnu. Ekki hefur aðeins verið veist að þeim með orðum, heldur hafa þeir líka ver- ið beittir líkamlegu ofbeldi. Bent er á að François Fillon, for- setaframbjóðandi franska Repúblik- anaflokksins, og stuðningsmenn hans hafi móðgað og baulað á blaðamenn á kosningafundum allar götur frá því að fjölmiðlar héldu því fram að eigin- kona Fillons hefði þegið greiðslur fyrir starf sem hún aldrei gegndi. Fil- lon hefur sem kunnugt er vísað þessu á bug en á hinn bóginn beðist afsök- unar á því að hafa ráðið hana sem að- stoðarmann sinn á franska þinginu. „Á kosningafundi Fillons í Poitiers 9. febrúar síðastliðinn fékk Jean- Pierre Raffarin, fyrrverandi for- sætisráðherra, mannfjöldann til að baula hressilega á blaðamenn. Fáein- um mínútum síðar hirti Fillon sjálfur fjölmiðla og kenndi þeim um fylgis- tap sitt að undanförnu,“ segir í fréttatilkynningunni. Þar kemur einnig fram að svo virð- ist sem groddaleg orðræða stjórn- málamanna í garð fjölmiðla sé farin að smita út frá sér; til dæmis til að- gerðasinna. Þannig mun aðgerða- sinni á kosningafundi téðs Fillons, hafa líkt fréttaflutningi Hugo Clé- ments, sem starfar við sjónvarps- þáttinn Quotidien, við það þegar nas- istar fluttu gyðinga í stórum stíl í útrýmingarbúðir í seinna stríði. „Fréttamenn án landamæra for- dæma þessar árásir á blaðamenn harkalega. Þeir verða að geta sinnt störfum sínum án hótana og þvingana, ekki síst meðan á kosn- ingum stendur,“ segir Pauline Adès- Mével, forstöðukona Evrópusam- bandsskrifstofu samtakanna. „Þetta ömurlega og skaðlega and- rúmsloft er ógn við frelsi fjölmiðla, einkum þegar reyndir stjórn- málamenn stuðla að því. Með þeim hætti senda þeir skýlaus skilaboð til almennings þess efnis að hver sem er geti veist að fjölmiðlum án þess að við því séu viðurlög,“ heldur hún áfram. Skemmst er að minnast þess að ör- yggisverðir vörpuðu öðrum frétta- manni Quotidien á dyr á dögunum þegar hann spurði Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda Frönsku þjóð- fylkingarinnar, óþægilegrar spurn- ingar. Þá fordæma Fréttamenn án landa- mæra ofbeldisverk gegn blaða- og fréttamönnum. Þannig skemmdu mótmælendur bifreiðar sjónvarps- stöðvanna RTL og Europe 1 í Bob- igny fyrr í þessum mánuði meðan þeir áttu í útistöðum við lögreglu. Mótmælin voru skipulögð til stuðn- ings ungum þeldökkum manni sem sakað hefur lögreglu um að nauðga sér með priki við venjubundið eftirlit. Einnig var ráðist á fréttamann í Arg- enteuil nýlega. „Fréttamenn án landmæra minna á að fréttamenn hafa mikilvægu hlut- verki að gegna sem vitni á vettvangi og að hjálpa til við að tryggja sann- gjarna og óhlutdræga umfjöllun,“ segir Adès-Mével. Mikilvægt hlutverk Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Íslands, segir það gamla sögu og nýja að blaða- mennska sé erfitt starf og umdeilt. „Blaðamenn gegna gríð- arlega mikilvægu hlut- verki í löndum sem kenna sig við lýðræði og það er skylda lýðræð- islega kjörinna full- trúa, sem sækja völd sín til fólksins, að standa fyrir máli sínu og svara fjölmiðlum; hvort sem þeim líkar spurningarnar vel eða illa. Sú vísa verður aldrei of oft kveðin,“ segir hann. Hjálmar segir heldur ekkert nýtt að kjörnir fulltrúar hafi horn í síðu blaðamanna. „Það sem hefur hins vegar breyst er tæknin. Með tilkomu samfélagsmiðla er mun einfaldara að dreifa fölskum fregnum og róta upp moldviðri. Fyrir 25 árum komu allar fréttir gegnum ritstýrða fjölmiðla; sem stýrt var af fólki sem þekkti vel til og lagði mat á upplýsingar hverju sinni. Auðvitað lítur hver sínum aug- um á silfrið en menn verða að geta rætt málin og tekið gagnrýni. Það á ekkert síður við um fjölmiðla en kjörna fulltrúa.“ Hann segir okkur lifa merkilega tíma en trúir því að jafnvægi muni fyrr en síðar komast á í fréttaflutn- ingi. „Tíu ár af samfélagsmiðlum er ekki langur tími og það tekur okkur tíma að fóta okkur í þessum nýja heimi. Það eru ýmsar viðsjár uppi í heiminum sem kalla á ný viðhorf.“ Ógn við frelsi fjölmiðla Það er tíska hjá kjörnum fulltrúum þessa heims að veitast harkalega að fjölmiðlum og kenna þeim jafnvel um ófarir sínar. Samtökin Fréttamenn án landamæra gjalda varhug við þessari þróun. Donald Trump Í stríði við fjölmiðla AFP François Fillon, forsetaframbjóðandi í Frakklandi, á fundi með „vinum sínum“ blaðamönnum í Compiegne í vikunni. ’ Með tilkomu samfélagsmiðla er mun einfaldara að dreifa fölskum fregnum og róta upp moldviðri. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is KANADA QUEBEC Háskólaprófessor nokkur kveðst hafa fundið einu hreyfimyndina sem til er af franska rit- höfundinum Marcel Proust Myndin var. tekin upp í brúðkaupi árið 1904 og sýnir mann á fertugsaldri með yfirvarar- skegg og harðkúluhatt ganga niður stiga. Prófessorinn er ekki í vafa um að þarna sé Proust á ferð en myndina fann hann í kanadíska kvikmyndasafninu. RÚSSLAND MOSKVA Gianni Infantino, forseti alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA, hefur ekki áhyggjur af mögulegum dólgslátum knattspyrnu- áhugamanna á heimsmeistaramótinu, sem fram fer í landinu á næsta ári, en BBC hefur það eftir sparkelskum ð það sé 100% öruggt aðRússa a í uppsiglingu. Infantinovandræði séu ra fullt traust til rússneskrakveðst be yfirvalda sem séu vandanum vaxin. BANDARÍKIN WASHINGTON Fjöldi hópa sem kenna sig við hatur á múslimum jókst um þriðjung í landinu á síðasta ári, úr 34 í 100, að sögn samtakanna Southern Poverty Law Center, sem fylgist með öfgahópum. Samtökin gera því skóna að annars vegar sé þetta vegna orðræðunnar sem Donald Trump stóð fyrir í konsingabaráttu sinni og hins vegar vegna fjöldamorðanna í Orlando í júní síðastliðnum. SPÁNN BURGOS 64 ára gömul kona ól í vikunni tvíbura á sjúkrahúsi í borginni. Börnin voru tekin með keisaraskurði eins og jafnan tíðkast með mæður á þessum aldri. Konan hafði áður undirgengist frjósemisaðgerð í Bandaríkjunum. Fyrir fimm árum ól konan stúlku sem félagsmálayfirvöld tóku síðar í sína vörslu þar sem ekki þótti nægilega vel um hana hugsað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.