Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.02.2017, Blaðsíða 21
eina gráðu til mínus tvær gráður, en þá hægð- ist á niðurbroti ensíma og hluti fitunnar storknaði, sem gerði makrílinn betur hæfan til flutnings og vinnslu. Með þessu jukust verð- mæti afurðanna um marga milljarða, að sögn Sigurjóns. „Eftir vinnslu makríls var mikilvægt að rannsaka geymsluþol frystra makrílafurða úr veiddum afla á Íslandsmiðum við mismunandi frystitækni, hitastig og hitasveiflur í geymslu og flutningi. Þróun vinnslubúnaðar og tækni- lausna til að geta unnið þennan viðkvæma fisk í frystar vörur og finna markaði fyrir þessar vörur var mikil áskorun og tókst ótrúlega vel. Þennan árangur má að miklu leyti þakka góðu samstarfi sjávarútvegs-, markaðs- og tækni- fyrirtækja og nánu samstarfi þessara aðila við okkur í þekkingar- og vísindasamfélaginu.“ Menntun og þekking Hann segir menntun og færni starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækjanna algjört lykilatriði í þessu sambandi. „Í eina tíð bönkuðu menn upp á hjá reynslumiklum útgerðamanni og spurðu hvort ekki væri pláss fyrir vel menntað fólk í hans fyrirtæki. „Æ,“ svaraði hann. „Það er víst nóg af vandamálum fyrir!“ Svona var viðhorfið á þeim tíma. Til allrar hamingju hefur það gjörbreyst; í dag er fyrirtækjum í sjávarútvegi mjög í mun að byggja upp þekkingu innan sinna vébanda og stuðla að framþróun. Þess vegna er slegist um best menntaða fólkið.“ Í mörg horn er að líta. Ein af helstu rann- sóknunum sem Sigurjón kemur að um þessar mundir hverfist um hringorma í fiski. „Hring- ormar eru stórt vandamál í dag,“ segir hann og sýnir mér ljósmyndir þar sem ormarnir eru býsna áberandi í flökunum. „Það er gríðarlegt hagsmunamál að uppræta þennan vanda enda verður jafnan uppi fótur og fit þegar hring- ormurinn kemur spriklandi upp á yfirborðið og segir: Ég er mættur! Þegar fólk sér þennan laumufarþega tekur það gjarnan myndir og við þekkjum öll hversu auðvelt er að dreifa þeim á tímum allra þessara samskiptamiðla. Það er afskaplega vont fyrir viðskiptin.“ Spurður hvað sé til ráða nefnir Sigurjón fyrst að tækninni til að greina orminn hafi fleygt fram. Í annan stað ráðleggur hann út- gerðum að forðast veiðisvæðin nær landi, en ormurinn kemur gjarnan úr landsel. Því utar sem fiskurinn sé sóttur, þeim mun minni orm- ur sé í honum. Loks sé ráð að halda selastofn- inum í lágmarki enda þótt ekki sé vinsælt nú á tímum að hvetja til deyðingar dýra með heitt blóð í æðum. „Hér eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og þess vegna skipta gæði fisksins sem við flytjum út öllu máli.“ Áhugi stjórnvalda að dala Sigurjón hefur, eins og aðrir í greininni, áhyggjur af áhrifum sjómannaverkfallsins og bendir á að ekki sé sjálfgefið að Íslendingar endurheimti fyrri markaðsstöðu. Þá sé áríðandi að friðmælast og semja á ný við Rússa. Hann segir gríðarlega mikilvægt að stjórn- völd hafi skilning á hlutverki rannsókna í þessu sambandi og svo hafi verið, einkum í sjávarútvegsráðherratíð Árna M. Mathiesen og Einars K. Guðfinnssonar en þeir stuðluðu að stofnun rannsóknasjóðsins AVS (Aukið virði sjávarfangs). Sigurjón segir að sá sjóður hafi lyft grettistaki fyrir þróun og framfarir í sjávarútvegi síðustu tíu ár. „Því miður hefur þessi áhugi stjórnvalda heldur verið að dala, sem er miður þegar Norðmenn og Færeyingar hafa verið að spýta í lófana á þessu sviði. Enda þótt margt hafi áunnist erum við alls ekki komin á leiðarenda með nýtingu sjávarafurða. Lengi má gott bæta. Áhugi á greininni hefur aldrei verið meiri og matvælafræðin er að mínu mati best geymda leyndarmálið við Háskóla Íslands. Þangað sækjum við margt hæfileikaríkt fólk. Við erum fyrir vikið í kjöraðstöðu til að tefla saman gæðum náttúrunnar og sjávarafurð- anna og nýta þær á sem hagkvæmastan máta.“ Og skilaboðin til nýrrar ríkisstjórnar og nýs sjávarútvegsráðherra eru skýr: „Sofnið ekki á verðinum! Látum ekki tæki- færið okkur úr greipum ganga; þróunin verður að halda áfram! Allt fjármagn sem sett er í þessar rannsóknir skilar sér margfalt til baka.“ Sigurjón og Gísli kanna hitastigið í kældu flaki en það reyndist -0,8ºC sem er góð kæling. Gísli Kristjánsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda, Sigurjón og Torfi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri botnfiskssviðs, skoða og smakka á nýrri afurð úr karfa. Sigurjón ræðir við Dang Thi Thu Huong, doktorsnema frá Víetnam, um geymsluþol frystra karfa-, síldar- og pangasiusflaka. 19.2. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.